Væsir ekki um stuðningsmenn Strákanna okkar í Katar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 11:31 Hótelð er flott og flugvélin var heldur betur í lagi segir Bóas Börkur. „Nú er hádegi í Katar og hitinn er kominn í góða tveggja stafa tölu,“ segir Bóas Börkur Bóasson sem er staddur úti í Katar ásamt átján öðrum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta sem keppir þar í heimsmeistaramótinu í handbolta. Þegar blaðamaður Vísis náði til af Bóasi var hann á leiðinni í hádegismat. „Að matinum loknum förum við í rútu á opnunarhátíð mótsins.“ Hann segir stuðningsmennina vera stórhuga. „Við erum nítján sem sem eru hér. Við erum búin að samræma aðgerðir og erum öll komin með flottar landsliðstreyjur sem við fengum frá HSÍ.“ Bóas skrifaði líflega færslu á Facebook, þar sem hann lýsti ferðalaginu til Katar. „Kominn til Qatar, flott flug, aðeins 6 tímar frá Köben. Hin nýja Boeing Dreamliner fór vel með mann, allar veitingar fríar allt flugið, áfengi já,3 heitir réttir á menu, kaffi og koníak, kampavín og hvaðeina, allt frítt, serverað allt flugið,“ segir hann í færslunni. Hann segir hótelið sem hópurinn gistir á vera flott: „Hótelið gamalt og flott 5 stjörnu, erum öll í sérherbergjum, tv, internet frítt og niðri í lobbíi er iPad á öllum borðum, ef einhverjum leiðist. Það eru um 20 manns í lobbýinu sem eru bara að bíða eftir einhverjum til að þjóna, opna dyr, bera töskur, og hjálpa á allan hátt, allir tala enskuna vel. Morgunmatur með öllum þeim réttum sem finnast, beikon, egg, pylsur og kökubarinn er svakalegur. Arabíukaffið styrkir svo æðakerfið hressilega!“ Hann segir svo frá ansi hressilegri bæjarferð sem hópurinn fór í: „Fórum smá hring í miðbænum í gærkveldi á rútunni, háhýsin öll upplýst og það var ótrúlegt að sjá, við erum slatta út frá miðbænum. Kíktum svo smá göngutúr og fundum „24 hour“ búð með öllu sem þarf, á leiðinni til baka fór sportbíll framhjá okkur á löngum beinum vegarkafla, heyrðum hann bara fara hjá eins og sprengju, það kom bara hvellur og svo var hann horfinn, áætluðum að hann hefði skellt kvikindinu í svona 240-250 þarna. Skömmu síðar kom gæi á „superbike“mótorhjóli á 100 á afturhjólinu og hann bara stóð á því svoleiðis kílómeter eða eitthvað.“ Bóas endar svo færsluna á skemmtilegan hátt: „Allavega, byrjar vel, lifi handboltinn!“ HM 2015 í Katar Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Nú er hádegi í Katar og hitinn er kominn í góða tveggja stafa tölu,“ segir Bóas Börkur Bóasson sem er staddur úti í Katar ásamt átján öðrum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta sem keppir þar í heimsmeistaramótinu í handbolta. Þegar blaðamaður Vísis náði til af Bóasi var hann á leiðinni í hádegismat. „Að matinum loknum förum við í rútu á opnunarhátíð mótsins.“ Hann segir stuðningsmennina vera stórhuga. „Við erum nítján sem sem eru hér. Við erum búin að samræma aðgerðir og erum öll komin með flottar landsliðstreyjur sem við fengum frá HSÍ.“ Bóas skrifaði líflega færslu á Facebook, þar sem hann lýsti ferðalaginu til Katar. „Kominn til Qatar, flott flug, aðeins 6 tímar frá Köben. Hin nýja Boeing Dreamliner fór vel með mann, allar veitingar fríar allt flugið, áfengi já,3 heitir réttir á menu, kaffi og koníak, kampavín og hvaðeina, allt frítt, serverað allt flugið,“ segir hann í færslunni. Hann segir hótelið sem hópurinn gistir á vera flott: „Hótelið gamalt og flott 5 stjörnu, erum öll í sérherbergjum, tv, internet frítt og niðri í lobbíi er iPad á öllum borðum, ef einhverjum leiðist. Það eru um 20 manns í lobbýinu sem eru bara að bíða eftir einhverjum til að þjóna, opna dyr, bera töskur, og hjálpa á allan hátt, allir tala enskuna vel. Morgunmatur með öllum þeim réttum sem finnast, beikon, egg, pylsur og kökubarinn er svakalegur. Arabíukaffið styrkir svo æðakerfið hressilega!“ Hann segir svo frá ansi hressilegri bæjarferð sem hópurinn fór í: „Fórum smá hring í miðbænum í gærkveldi á rútunni, háhýsin öll upplýst og það var ótrúlegt að sjá, við erum slatta út frá miðbænum. Kíktum svo smá göngutúr og fundum „24 hour“ búð með öllu sem þarf, á leiðinni til baka fór sportbíll framhjá okkur á löngum beinum vegarkafla, heyrðum hann bara fara hjá eins og sprengju, það kom bara hvellur og svo var hann horfinn, áætluðum að hann hefði skellt kvikindinu í svona 240-250 þarna. Skömmu síðar kom gæi á „superbike“mótorhjóli á 100 á afturhjólinu og hann bara stóð á því svoleiðis kílómeter eða eitthvað.“ Bóas endar svo færsluna á skemmtilegan hátt: „Allavega, byrjar vel, lifi handboltinn!“
HM 2015 í Katar Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira