Samsæriskenningar komnar á flug: Réðust Bandaríkjamenn á Charlie Hebdo? Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2015 11:30 Margir virðast telja að árásin á Charlie Hebdo hafi verið gerð af bandarískum hermönnum, eða NATO. Vísir/AFP „Framkvæmdu Bandaríkjamenn árásirnar í París?“ Þetta var forsíðufyrirsögn rússneska dagblaðsins Komsomolskaya Pravda þann 12. janúar síðastliðinn. Dagblaðið ræðir við fjölda fólks sem veltir upp þeim möguleika og einn viðmælandi segir það hafa verið gert til að refsa Frökkum fyrir að vilja létta á viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínudeilunnar. Fjöldi samsæriskenninga hafa litið dagsins ljós yfir árásunum í París og hafa meðal annars þjóðarleiðtogar opinbert slíkar skoðanir sínar. Sjá einnig: Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo. Alexander Zhilin er stjórnmálafræðingur, en í sjö blaðsíðna viðtali við Komsomolskaya Pravda segir hann að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi framkvæmt árásina og sprengt í loft upp efnaverksmiðju í Þýskalandi í fyrra. Tilgangur þess segir hann hafa verið að beita Angelu Merkel þrýstingi vegna viðskiptaþvingana gegn Rússlandi. Pravda er langt frá því að vera eini fjölmiðillinn í Rússlandi sem hefur haldið því fram að um samsæri sé að ræða. Daginn sem árásirnar urðu birti sjónvarpsstöðin Life News viðtal við mann sem sagði að aðgerð sérsveita Bandaríkjanna væri að ræða. „Síðustu tíu ár hafa íslamistar verið undir stjórn einnar stærstu leyniþjónustu heimsins,“ er haft eftir viðmælenda Life News á vef Independent. Sjá einnig: Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins.Tayyip Erdogan,. forseti Tyrklands.Vísir/AFPSólarhring eftir að forsætisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, gekk með öðrum þjóðarleiðtogum um götur París til minningar um þá sautján sem létu lífið í árásunum, setti forseti Tyrklands fram sína eigin kenningu. „Tívskinnungur vestursins er augljós,“ sagði Tayyip Erdogan á blaðamannafundi á mánudaginn. „Sem múslímar höfum við aldrei staðið með hryðjuverkum eða fjöldamorðum. Rasisma, hatursræðu og íslamofóbíu er um að kenna. Sökudólgarnir eru augljósir. Franskir ríkisborgarar gerðu árásirnar og múslimum er kennt um,“ hefur Financial Times eftir forsetanum. Melih Cokcek, borgarstjóri Ankara, höfuðborgar Tyrklands, sagði greinilegt að Mossad, leyniþjónusta Ísrael, stæði á bakvið árásirnar til að auka hatur gegn Íslam. Hann tengdi árásirnar við það að franska þingið hefði viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki í byrjun desember. Sjá einnig: Nýtt myndband af Kouachi-bræðrunum: Héngu úr bíl og skutu á lögreglu. Fólk hefur sett fram fjölmargar kenningar af þessu tagi úti í hinum stóra heimi, sem og hérna heima, og er víða talað um að árásirnar séu svokallaður „falskur fáni“. Þá má finna gífurlegan fjölda myndbanda á Youtube, þar sem „samsæringar“ svokallaðir, benda á ástæður þess að árásirnar séu falskur fáni, hver hafi staðið að baki þeim og hver tilgangur þeirra hafi í raun og veru verið. Sömu sögu er að segja af Google. Þá hefur því einnig verið haldið fram að lögreglumaðurinn Ahmed Merabet, sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo, sé í raun og veru ekki látinn og að myndbandið af morði hans hafi verið sviðsett.Samsæringurinn Alex Jones eða InfoWarrior tekur málið til skoðunar. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36 Boumeddiene sést í öryggismyndavél í Tyrklandi Talið er að Hayat Boumeddiene sé nú að finna í Sýrlandi. 12. janúar 2015 17:28 Handtekinn við landamæri Tyrklands Fritz-Joly Joachin er talinn tengjast Kouachi bræðrunum sem myrtu blaðamenn Charlie Hebdo. 13. janúar 2015 14:49 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38 Senda flugmóðurskip til Mið-Austurlanda Frakkar ætla að vinna nánar með Bandaríkjunum í baráttunni gegn ISIS. 14. janúar 2015 16:26 Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo Yfirmaður hryðjuverkasamtakana í Jemen segir þá hafa valið skotmarkið, fjármagnað árásina og skipulagt hana. 14. janúar 2015 11:00 „Ekki vera hrædd, vertu róleg, ég ætla ekki að drepa þig“ Sigolène Vinson er blaðamaður á franska skopmyndablaðinu Charlie Hebdo. Hún var í vinnunni þegar Kouachi-bræðurnir réðust inn á ritsjórnarskrifstofurnar og skutu 11 starfsmenn blaðsins til bana. 14. janúar 2015 20:30 Nýtt myndband af Kouachi-bræðrunum: Héngu úr bíl og skutu á lögreglu Búið er að birta nýtt myndband sem sýnir bræðurna Chérif og Said Kouachi skömmu eftir árásirnar á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í síðustu viku. 13. janúar 2015 18:48 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
„Framkvæmdu Bandaríkjamenn árásirnar í París?“ Þetta var forsíðufyrirsögn rússneska dagblaðsins Komsomolskaya Pravda þann 12. janúar síðastliðinn. Dagblaðið ræðir við fjölda fólks sem veltir upp þeim möguleika og einn viðmælandi segir það hafa verið gert til að refsa Frökkum fyrir að vilja létta á viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínudeilunnar. Fjöldi samsæriskenninga hafa litið dagsins ljós yfir árásunum í París og hafa meðal annars þjóðarleiðtogar opinbert slíkar skoðanir sínar. Sjá einnig: Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo. Alexander Zhilin er stjórnmálafræðingur, en í sjö blaðsíðna viðtali við Komsomolskaya Pravda segir hann að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi framkvæmt árásina og sprengt í loft upp efnaverksmiðju í Þýskalandi í fyrra. Tilgangur þess segir hann hafa verið að beita Angelu Merkel þrýstingi vegna viðskiptaþvingana gegn Rússlandi. Pravda er langt frá því að vera eini fjölmiðillinn í Rússlandi sem hefur haldið því fram að um samsæri sé að ræða. Daginn sem árásirnar urðu birti sjónvarpsstöðin Life News viðtal við mann sem sagði að aðgerð sérsveita Bandaríkjanna væri að ræða. „Síðustu tíu ár hafa íslamistar verið undir stjórn einnar stærstu leyniþjónustu heimsins,“ er haft eftir viðmælenda Life News á vef Independent. Sjá einnig: Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins.Tayyip Erdogan,. forseti Tyrklands.Vísir/AFPSólarhring eftir að forsætisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, gekk með öðrum þjóðarleiðtogum um götur París til minningar um þá sautján sem létu lífið í árásunum, setti forseti Tyrklands fram sína eigin kenningu. „Tívskinnungur vestursins er augljós,“ sagði Tayyip Erdogan á blaðamannafundi á mánudaginn. „Sem múslímar höfum við aldrei staðið með hryðjuverkum eða fjöldamorðum. Rasisma, hatursræðu og íslamofóbíu er um að kenna. Sökudólgarnir eru augljósir. Franskir ríkisborgarar gerðu árásirnar og múslimum er kennt um,“ hefur Financial Times eftir forsetanum. Melih Cokcek, borgarstjóri Ankara, höfuðborgar Tyrklands, sagði greinilegt að Mossad, leyniþjónusta Ísrael, stæði á bakvið árásirnar til að auka hatur gegn Íslam. Hann tengdi árásirnar við það að franska þingið hefði viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki í byrjun desember. Sjá einnig: Nýtt myndband af Kouachi-bræðrunum: Héngu úr bíl og skutu á lögreglu. Fólk hefur sett fram fjölmargar kenningar af þessu tagi úti í hinum stóra heimi, sem og hérna heima, og er víða talað um að árásirnar séu svokallaður „falskur fáni“. Þá má finna gífurlegan fjölda myndbanda á Youtube, þar sem „samsæringar“ svokallaðir, benda á ástæður þess að árásirnar séu falskur fáni, hver hafi staðið að baki þeim og hver tilgangur þeirra hafi í raun og veru verið. Sömu sögu er að segja af Google. Þá hefur því einnig verið haldið fram að lögreglumaðurinn Ahmed Merabet, sem tekinn var af lífi fyrir utan skrifstofu Charlie Hebdo, sé í raun og veru ekki látinn og að myndbandið af morði hans hafi verið sviðsett.Samsæringurinn Alex Jones eða InfoWarrior tekur málið til skoðunar.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36 Boumeddiene sést í öryggismyndavél í Tyrklandi Talið er að Hayat Boumeddiene sé nú að finna í Sýrlandi. 12. janúar 2015 17:28 Handtekinn við landamæri Tyrklands Fritz-Joly Joachin er talinn tengjast Kouachi bræðrunum sem myrtu blaðamenn Charlie Hebdo. 13. janúar 2015 14:49 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38 Senda flugmóðurskip til Mið-Austurlanda Frakkar ætla að vinna nánar með Bandaríkjunum í baráttunni gegn ISIS. 14. janúar 2015 16:26 Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo Yfirmaður hryðjuverkasamtakana í Jemen segir þá hafa valið skotmarkið, fjármagnað árásina og skipulagt hana. 14. janúar 2015 11:00 „Ekki vera hrædd, vertu róleg, ég ætla ekki að drepa þig“ Sigolène Vinson er blaðamaður á franska skopmyndablaðinu Charlie Hebdo. Hún var í vinnunni þegar Kouachi-bræðurnir réðust inn á ritsjórnarskrifstofurnar og skutu 11 starfsmenn blaðsins til bana. 14. janúar 2015 20:30 Nýtt myndband af Kouachi-bræðrunum: Héngu úr bíl og skutu á lögreglu Búið er að birta nýtt myndband sem sýnir bræðurna Chérif og Said Kouachi skömmu eftir árásirnar á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í síðustu viku. 13. janúar 2015 18:48 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54
Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós. 11. janúar 2015 11:36
Boumeddiene sést í öryggismyndavél í Tyrklandi Talið er að Hayat Boumeddiene sé nú að finna í Sýrlandi. 12. janúar 2015 17:28
Handtekinn við landamæri Tyrklands Fritz-Joly Joachin er talinn tengjast Kouachi bræðrunum sem myrtu blaðamenn Charlie Hebdo. 13. janúar 2015 14:49
Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29
Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. 10. janúar 2015 23:38
Senda flugmóðurskip til Mið-Austurlanda Frakkar ætla að vinna nánar með Bandaríkjunum í baráttunni gegn ISIS. 14. janúar 2015 16:26
Al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á árásinni á Hebdo Yfirmaður hryðjuverkasamtakana í Jemen segir þá hafa valið skotmarkið, fjármagnað árásina og skipulagt hana. 14. janúar 2015 11:00
„Ekki vera hrædd, vertu róleg, ég ætla ekki að drepa þig“ Sigolène Vinson er blaðamaður á franska skopmyndablaðinu Charlie Hebdo. Hún var í vinnunni þegar Kouachi-bræðurnir réðust inn á ritsjórnarskrifstofurnar og skutu 11 starfsmenn blaðsins til bana. 14. janúar 2015 20:30
Nýtt myndband af Kouachi-bræðrunum: Héngu úr bíl og skutu á lögreglu Búið er að birta nýtt myndband sem sýnir bræðurna Chérif og Said Kouachi skömmu eftir árásirnar á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í síðustu viku. 13. janúar 2015 18:48