Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2015 21:38 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir heitinu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni.“ Þar fer hann yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. FH-ingar töpuðu ekki aðeins leiknum og misstu Íslandsmeistaratitilinn til Stjörnunnar, heldur var félagið einnig dæmt til að greiða hundrað þúsund króna sekt vegna ófullnægjandi frammistöðu við framkvæmd leiksins. Jón Rúnar endurritar í pistlinum skýrslur dómara og eftirlitsmanns KSÍ upp úr gögnum málsins sem eru opinber gögn eftir áfrýjun FH-inga á úrskurði aga- og úrskurðarnefndar. „Það er ljóst að ekki verða allir sammála mér/okkur en ég bið menn að lesa þetta með opnum hug og án fordóma," segir Jón Rúnar og það er ljóst að þetta er athyglisverður lestur. „Niðurstaða mín er sú að nauðsynlegt er að breyta reglum er varða aga- og úrskurðarnefnd sem og því regluverki sem áfrýjunardómstóll KSÍ starfar eftir. Það á að vera réttur okkar að geta varið okkur, það gengur ekki að skrifuðum skýrslum dómara og eftirlitsmanna sé tekið sem hinni Heilögu ritningu. Ef það er samþykkt að dómarar geti gert mistök í leik þá á það sama að gilda um skýrslugerð þeirra," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er óþolandi að það góða fólk sem situr í áfrýjunardómstól KSÍ geti leyft sér að skauta framhjá öllum rökum þess er áfrýjar og ofan í kaupið neita „sakborningi“ um að fá að verja sig í munnlegum málflutningi sem og að tefla fram vitnum. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að þessir sömu lögfræðispekingar sætti sig við svona trakteringar þar sem þeir vinna fyrir sína skjólstæðinga fyrir almennum dómstólum.“ Jón Rúnar fer bæði yfir skýrslu eftirlitsmanns leiksins og skýrslu dómarans Kristins Jakobssonar sem var þarna að dæma sinn síðasta leik í efstu deild. Jón Rúnar spyr meðal annars: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar.net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir heitinu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni.“ Þar fer hann yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. FH-ingar töpuðu ekki aðeins leiknum og misstu Íslandsmeistaratitilinn til Stjörnunnar, heldur var félagið einnig dæmt til að greiða hundrað þúsund króna sekt vegna ófullnægjandi frammistöðu við framkvæmd leiksins. Jón Rúnar endurritar í pistlinum skýrslur dómara og eftirlitsmanns KSÍ upp úr gögnum málsins sem eru opinber gögn eftir áfrýjun FH-inga á úrskurði aga- og úrskurðarnefndar. „Það er ljóst að ekki verða allir sammála mér/okkur en ég bið menn að lesa þetta með opnum hug og án fordóma," segir Jón Rúnar og það er ljóst að þetta er athyglisverður lestur. „Niðurstaða mín er sú að nauðsynlegt er að breyta reglum er varða aga- og úrskurðarnefnd sem og því regluverki sem áfrýjunardómstóll KSÍ starfar eftir. Það á að vera réttur okkar að geta varið okkur, það gengur ekki að skrifuðum skýrslum dómara og eftirlitsmanna sé tekið sem hinni Heilögu ritningu. Ef það er samþykkt að dómarar geti gert mistök í leik þá á það sama að gilda um skýrslugerð þeirra," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er óþolandi að það góða fólk sem situr í áfrýjunardómstól KSÍ geti leyft sér að skauta framhjá öllum rökum þess er áfrýjar og ofan í kaupið neita „sakborningi“ um að fá að verja sig í munnlegum málflutningi sem og að tefla fram vitnum. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að þessir sömu lögfræðispekingar sætti sig við svona trakteringar þar sem þeir vinna fyrir sína skjólstæðinga fyrir almennum dómstólum.“ Jón Rúnar fer bæði yfir skýrslu eftirlitsmanns leiksins og skýrslu dómarans Kristins Jakobssonar sem var þarna að dæma sinn síðasta leik í efstu deild. Jón Rúnar spyr meðal annars: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar.net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti