Þingmenn takast á um hvort ríkið hafi átt Arion og Íslandsbanka Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2015 16:01 Vigdís þakkaði landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur. Vísir/Daníel Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, þakkaði íslensku þjóðinni fyrir að hafa tekið slaginn með framsóknarmönnum í Icesave-málinu. Tvö ár eru í dag frá því að EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu og sýknaði því ríkið af kröfu um að ríkisábyrgð væri á innlánum á þessum reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. „Ég þakka landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með okkur Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og þora að fylgja sannfæringu sinni í skugga svæsinna hótanna, bölbæna og niðurrifs sem stjórnað var af þáverandi ráðherrum Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði hún í umræðum um störf þingsins.Vigdís talaði um að Steingrímur hefði einkavætt tvo banka á einni nóttu.Vísir/StefánVill rannsaka einkavæðinguna eftir hrun Vigdís sagði að hluti þessa máls skæki nú þjóðina að nýjum leik. „Einkavæðing háttvirts þingmanns Steingríms J. Sigfússonar, þegar hann var fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili, var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annarra fjármálafyrirtækja eða lögum fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins verið breytt,“ sagði hún. Sagði hún að þessi einkavæðing hefði verið gerð án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs. „Einnig þarf að upplýsa ef og þegar farið verður í rannsókn á þessari einkavæðingu bankanna hinni seinni á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af Fjármálaeftirlitinu varðandi stofnúrsskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í að færa valdið til þáverandi fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu,“ sagði Vigdís en bætti við að hún væri ekki að ýja að því að framin hefðu verið lögbrot. Katrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVASegir ríkið aldrei hafa átt Arion og Íslandsbanka Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, kallaði eftir skýringum á þeim fullyrðingum stjórnarþingmanna að ríkið hafi einhver tíman átt Arion banka og Íslandsbanka. „Hvenær þjóðnýtti íslenska ríkið þessa banka og kröfur í þá? Hvenær? Hvenær var ríkið með eignarhald á þessum fjármálastofnunum í sínum höndum til þess að geta einkavætt þær eins og formaður fjárlaganefndar sagði hér áðan?,“ spurði hún. „Ég held að Framsóknarflokkurinn og forsætisráðherra þurfi að fara að sýna okkur það og kannski skrifa litla skýrslu um það, hvenær nákvæmlega eignarhald á þessum fjármálastofnunum var í höndum ríkisins. Því þá förum við kannski að komast eitthvað áfram í þessari umræðu,“ sagði hún og bætti við: „Þetta er algjör þvæla sem hér er haldið fram. Það er svo einfalt. Menn tala hér eins og ríkið hafi einhver tíman átt þetta. Það var bara aldrei þannig.“ Kallaði hún líka eftir að rannsókn sem Alþingi ályktaði um að láta gera á einkavæðingu bankanna í byrjun aldarinnar færi fram. Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, þakkaði íslensku þjóðinni fyrir að hafa tekið slaginn með framsóknarmönnum í Icesave-málinu. Tvö ár eru í dag frá því að EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu og sýknaði því ríkið af kröfu um að ríkisábyrgð væri á innlánum á þessum reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. „Ég þakka landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með okkur Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og þora að fylgja sannfæringu sinni í skugga svæsinna hótanna, bölbæna og niðurrifs sem stjórnað var af þáverandi ráðherrum Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði hún í umræðum um störf þingsins.Vigdís talaði um að Steingrímur hefði einkavætt tvo banka á einni nóttu.Vísir/StefánVill rannsaka einkavæðinguna eftir hrun Vigdís sagði að hluti þessa máls skæki nú þjóðina að nýjum leik. „Einkavæðing háttvirts þingmanns Steingríms J. Sigfússonar, þegar hann var fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili, var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annarra fjármálafyrirtækja eða lögum fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins verið breytt,“ sagði hún. Sagði hún að þessi einkavæðing hefði verið gerð án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs. „Einnig þarf að upplýsa ef og þegar farið verður í rannsókn á þessari einkavæðingu bankanna hinni seinni á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af Fjármálaeftirlitinu varðandi stofnúrsskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í að færa valdið til þáverandi fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu,“ sagði Vigdís en bætti við að hún væri ekki að ýja að því að framin hefðu verið lögbrot. Katrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVASegir ríkið aldrei hafa átt Arion og Íslandsbanka Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, kallaði eftir skýringum á þeim fullyrðingum stjórnarþingmanna að ríkið hafi einhver tíman átt Arion banka og Íslandsbanka. „Hvenær þjóðnýtti íslenska ríkið þessa banka og kröfur í þá? Hvenær? Hvenær var ríkið með eignarhald á þessum fjármálastofnunum í sínum höndum til þess að geta einkavætt þær eins og formaður fjárlaganefndar sagði hér áðan?,“ spurði hún. „Ég held að Framsóknarflokkurinn og forsætisráðherra þurfi að fara að sýna okkur það og kannski skrifa litla skýrslu um það, hvenær nákvæmlega eignarhald á þessum fjármálastofnunum var í höndum ríkisins. Því þá förum við kannski að komast eitthvað áfram í þessari umræðu,“ sagði hún og bætti við: „Þetta er algjör þvæla sem hér er haldið fram. Það er svo einfalt. Menn tala hér eins og ríkið hafi einhver tíman átt þetta. Það var bara aldrei þannig.“ Kallaði hún líka eftir að rannsókn sem Alþingi ályktaði um að láta gera á einkavæðingu bankanna í byrjun aldarinnar færi fram.
Alþingi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira