Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, segir Grikkland ekki stefna í greiðslufall.
Tsipras sagði að landið muni semja við lánadrottna um endurgreiðslur á 240 milljarða evra björgunarpakka landsins þegar hann ávarpaði nýja ríkisstjórn sína fyrr í dag.
Tsipras sagði að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar væri að koma þeim sem væru í nauð til bjargar og að ríkisstjórn hans myndi brátt kynna „raunhæfar áætlanir“ til að takast á við efnahagsvandann. Þá hét hann því að berjast gegn spillingu.
Í frétt BBC kemur fram að Evrópusambandið hafi ítrekað kröfur sínar að landið standi við áður gefnar skuldbindingar.
Segir Grikkland ekki stefna í greiðslufall

Tengdar fréttir

SYRIZA boðar nýtt upphaf
Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám.

Hispurslaus hagfræðiprófessor nýr fjármálaráðherra
Hagfræðiprófessorinn Yanis Varoufakis verður fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Grikklands sem kynnt verður í dag.

Tsipras sver embættiseið
Alexis Tsipras sór embættiseið sem forsætisráðherra Grikklands á skrifstofu Grikklandsforseta fyrr í dag.

Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm
Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar.