Hraunrennslið á við rennsli Skjálfandafljóts Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2015 18:23 Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í fimm mánuði en nú eru 152 dagar frá því að samfellt gos hófst þann 31. ágúst 2014. Vísir/Magnús Tumi Guðmundsson Enn er öflugt eldgos í Holuhrauni og er talið að hraunrennslið sé nú um 100 rúmmetrar á sekúndu en það samsvarar rennsli Skjálfandafljóts. Verulegar líkur eru á því að atburðarásin þróist áfram með sama hætti og verið hefur undanfarna mánuði, sem er hægt minnkandi virkni. Í tilkynningu frá vísindamannaráð almannavarna segir:„Gögn um þróun virkninnar eru annars vegar um sig Bárðarbungu og hins vegar virkni eldgossins.Bárðarbunga: Gögn um Bárðarbungu eru hraði sigsins í miðju bungunnar, rúmmál sigsins, gögn um aflögun jarðskorpunnar umhverfis Bárðarbungu (GPS, InSAR) og jarðskjálftavirkni.Gosið í Holuhrauni: Gögn um stærð og rúmmál hraunsins, og mat á gas- og varmastreymi.Með því að framlengja þróunina fram í tímann fæst að sig Bárðarbungu gæti fjarað út á 5 til 16 mánuðum.Á sama hátt fæst að eldgosið í Holuhrauni gæti þróast með svipuðum hætti og því lokið eftir 4 til 15 mánuði. Gögn um rúmmál hraunsins eru þó ekki eins nákvæm og sig Bárðarbungu.Þessum ályktunum verður að taka með fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að gosið stöðvist mun fyrr. Einnig er mögulegt að gosið verði stöðugt jafnvel svo árum skipti, en þá má reikna með að hraunrennslið yrði aðeins brot af því sem nú Enn er mögulegt að gjósi í Bárðarbungu sjálfri þó svo að þróunin sem lýst er hér að ofan haldi áfram. Þrátt fyrir að gosið í Holuhrauni gæti hætt á næstu mánuðum er ekki víst að þar með yrði umbrotunum lokið. Meðal annars er mögulegt að gjósi á öðrum sprungusveimum Bárðarbungukerfisins.Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í fimm mánuði en nú eru 152 dagar frá því að samfellt gos hófst þann 31. ágúst 2014. Umbrotin hófust 16. ágúst og hafa því staðið í 167 daga. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð að kvöldi 19. ágúst og hefur aðgerðin því staðið yfir í 164 daga. Til samanburðar þá stóð Vestmannaeyjagosið í 130 daga, frá 23. febrúar 1973 til 3. júlí sama ár.Miklar jarðhræringar eru enn í Bárðarbungu. Þrír skjálftar mældusta stærri en 4,0 frá síðasta fundi Vísindamannráðs á þriðjudag. Sá stærsti var M4,6 í gær, fimmtudag, kl. 21:45. Fremur mikil og hviðukennd jarðskjálftavirkni var í öskju Bárðarbungu í gærkvöldi frá 20:50-22:30. Aðeins eru skráðir 4-5 skjálftar á bilinu M3,0-3,9. Alls hafa mælst um hundrað skjálftar í Bárðarbungu á tímabilinu.Rúmlega 30 skjálftar urðu í ganginum á þessu tímabili, sá stærsti M1,5Einn og einn skjálfti hefur mælst við Tungnafelljökul og Öskju, en ekki hrinur. Nokkur virkni hefur verið við Herðubreiðartögl í gær en engir stærri skjálftar.Loftgæði: Í dag (föstudag) má búast við að gasmengunin frá eldstöðvunum berist til suðurs og suðvesturs. Á morgun (laugardag) berst mengunin til suðurs og suðausturs. Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.“ Bárðarbunga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Enn er öflugt eldgos í Holuhrauni og er talið að hraunrennslið sé nú um 100 rúmmetrar á sekúndu en það samsvarar rennsli Skjálfandafljóts. Verulegar líkur eru á því að atburðarásin þróist áfram með sama hætti og verið hefur undanfarna mánuði, sem er hægt minnkandi virkni. Í tilkynningu frá vísindamannaráð almannavarna segir:„Gögn um þróun virkninnar eru annars vegar um sig Bárðarbungu og hins vegar virkni eldgossins.Bárðarbunga: Gögn um Bárðarbungu eru hraði sigsins í miðju bungunnar, rúmmál sigsins, gögn um aflögun jarðskorpunnar umhverfis Bárðarbungu (GPS, InSAR) og jarðskjálftavirkni.Gosið í Holuhrauni: Gögn um stærð og rúmmál hraunsins, og mat á gas- og varmastreymi.Með því að framlengja þróunina fram í tímann fæst að sig Bárðarbungu gæti fjarað út á 5 til 16 mánuðum.Á sama hátt fæst að eldgosið í Holuhrauni gæti þróast með svipuðum hætti og því lokið eftir 4 til 15 mánuði. Gögn um rúmmál hraunsins eru þó ekki eins nákvæm og sig Bárðarbungu.Þessum ályktunum verður að taka með fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að gosið stöðvist mun fyrr. Einnig er mögulegt að gosið verði stöðugt jafnvel svo árum skipti, en þá má reikna með að hraunrennslið yrði aðeins brot af því sem nú Enn er mögulegt að gjósi í Bárðarbungu sjálfri þó svo að þróunin sem lýst er hér að ofan haldi áfram. Þrátt fyrir að gosið í Holuhrauni gæti hætt á næstu mánuðum er ekki víst að þar með yrði umbrotunum lokið. Meðal annars er mögulegt að gjósi á öðrum sprungusveimum Bárðarbungukerfisins.Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið í fimm mánuði en nú eru 152 dagar frá því að samfellt gos hófst þann 31. ágúst 2014. Umbrotin hófust 16. ágúst og hafa því staðið í 167 daga. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð að kvöldi 19. ágúst og hefur aðgerðin því staðið yfir í 164 daga. Til samanburðar þá stóð Vestmannaeyjagosið í 130 daga, frá 23. febrúar 1973 til 3. júlí sama ár.Miklar jarðhræringar eru enn í Bárðarbungu. Þrír skjálftar mældusta stærri en 4,0 frá síðasta fundi Vísindamannráðs á þriðjudag. Sá stærsti var M4,6 í gær, fimmtudag, kl. 21:45. Fremur mikil og hviðukennd jarðskjálftavirkni var í öskju Bárðarbungu í gærkvöldi frá 20:50-22:30. Aðeins eru skráðir 4-5 skjálftar á bilinu M3,0-3,9. Alls hafa mælst um hundrað skjálftar í Bárðarbungu á tímabilinu.Rúmlega 30 skjálftar urðu í ganginum á þessu tímabili, sá stærsti M1,5Einn og einn skjálfti hefur mælst við Tungnafelljökul og Öskju, en ekki hrinur. Nokkur virkni hefur verið við Herðubreiðartögl í gær en engir stærri skjálftar.Loftgæði: Í dag (föstudag) má búast við að gasmengunin frá eldstöðvunum berist til suðurs og suðvesturs. Á morgun (laugardag) berst mengunin til suðurs og suðausturs. Þrír möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu:Gosið í Holuhrauni fjarar út og öskjusig í Bárðarbungu hættir.Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt er að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum.Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.“
Bárðarbunga Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira