Sykurlaust avókadó- og kókosnammi Gunnar Már Kamban skrifar 4. febrúar 2015 14:00 visir/gmk Ég tileinkaði avókadó heilan kafla í HABS bókinni og þessi unaðslegi ávöxtur er bara það frábær að ég ætla að gefa ykkur enn frekari hugmyndir að því hvernig hægt er að nota hann í matargerð. Hérna eru nokkrar góðar ástæður fyrir því að þú ættir að borða avókadóAvókadó er stútfullt af næringuÞað er alveg hægt að segja að avókadó sé vítamínbomba en hérna er listinn í 100 gr af avókadóK vítamín – 26% af dagsþörfinni Fólín – 20% af dagsþörfinniC vítamín – 17% af dagsþörfinni Kalíum – 14% af dagsþörfinniB5 vítamín – 14% af dagsþörfinni B6 vítamín – 13% af dagsþörfinni E vítamín –10% af dagsþörfinni 100 gr innihalda um 160 kaloríur, 2 gr af próteinum og 15 gr af hollri fitu. Það eru 9 gr af kolvetnum í 100 gr en 7 gr af þeim eru trefjar svo það eru í raun aðeins 2 gr af kolvetnum í 100 gr.Avókadó inniheldur hjartvænar fiturUm 77% allra kaloría sem koma frá avókadó koma frá fitunni. Engar áhyggjur því þessi fita er af hinu góða og er svipuð að upplagi og ólífuolía. Þessi tegund fitu er talin hafa jákvæð áhrif á bólgur í líkamanum og er því góð vörn gegn bólgusjúkdómum.Avókadó er trefjaríktTrefjar eru nauðsynlegur hluti af daglegri hollustu og þær er að finna í nokkuð ríkum mæli í avókadó. Trefjar auka mettun, hafa jákvæð áhrif á blóðsykurjafnvægi og geta aðstoðað við að léttast. Trefjarnar í avókadó eru að hluta vatnsleysanlegar og hafa því þann eiginleika að „fæða“ góðu bakteríurnar í meltingarveginum sem er afar mikilvægt fyrir heilsuna. 100 gr af avókadó innihalda um 7 gr af trefjum sem er tæplega þriðjungur af ráðlögðum dagsskammti.Avókadó og kókosnammiSvakalega góðir og grænir nammibitar sem gott er að eiga í ísskápnum. Þetta eru tveggja laga bitar svo að við byrjum á því græna...Hráefnin í græna laginu:1 avókadó, lítið 2 msk erythritol frá NOW6 msk kókosolía (brædd) t.d frá Himneskri Hollustu eða Cocofina160 gr ristaðar kókosflögur frá Himneskri Hollustu5 dropar stevia með vanillu frá NOWsalt á hnífsoddiAðferð:Blandaðu öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél og maukaðu þar til blandan verður slétt. Einnig hægt að nota blandara eða töfrasprota. Settu smjörpappír í eldfast mót, dreifðu blöndunni í mótið og settu í frystinn.Hráefnin í súkkulaðinu:3 msk kókosolía t.d frá Himneskri Hollustu eða Cocofina50 gr dökkt súkkulaði t.d. 90% frá Naturata eða dökkt frá Balance með stevíu 2 msk erythritol frá NOW3 msk kakó t.d. frá Rainforest foods5 dropar stevia með vanillu frá NOWsalt á hnífsoddiAðferð: Bræddu saman kókosolíuna, súkkulaðið og erythritol í potti á lágum hita. 2. Taktu pottinn af hitanum og bættu við restinni af hráefnunum. Taktu grænu blönduna úr kælinum og helltu súkkulaðiblöndunni yfir. Settu aftur í frystinn í 15 mínútur eða þar til súkkulaðið er harðnað. Best að geyma í kæliskáp.Frekari upplýsingar um sykurlausan lífstíl og námskeið má finna á heimasíðu Hættu að borða sykur. Eftirréttir Heilsa Smákökur Tengdar fréttir Sjáðu viðbætta sykurinn í matnum þínum Landlæknisembættið með nýjan vef sem sýnir magn viðbætts sykurs í matvælum á myndrænan hátt. 2. febrúar 2015 14:35 Þjóðarátak gegn sykurneyslu Íslendingar eru að verða ein af feitari þjóðum heims en hvernig í ósköpunum komum við okkur í þessa stöðu? 1. febrúar 2015 14:00 Brownies með hnetusmjöri Uppskrift af sykurlausum súkkulaðidraumi 28. október 2014 14:00 Leiðin að sykurlausri sælu Ég, Sigga Dögg, er dísæt sykuræta sem ætla að vera svotil sykurlaus í september. Hvað hef ég komið mér útí? Hér er dagbókin mín um meðvitað sykurleysi. 5. september 2014 11:00 Ertu sykurfíkill? Rikka skrifar um sykurfíkn í tilefni átaksins Sykurlaus september. 12. september 2014 09:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Ég tileinkaði avókadó heilan kafla í HABS bókinni og þessi unaðslegi ávöxtur er bara það frábær að ég ætla að gefa ykkur enn frekari hugmyndir að því hvernig hægt er að nota hann í matargerð. Hérna eru nokkrar góðar ástæður fyrir því að þú ættir að borða avókadóAvókadó er stútfullt af næringuÞað er alveg hægt að segja að avókadó sé vítamínbomba en hérna er listinn í 100 gr af avókadóK vítamín – 26% af dagsþörfinni Fólín – 20% af dagsþörfinniC vítamín – 17% af dagsþörfinni Kalíum – 14% af dagsþörfinniB5 vítamín – 14% af dagsþörfinni B6 vítamín – 13% af dagsþörfinni E vítamín –10% af dagsþörfinni 100 gr innihalda um 160 kaloríur, 2 gr af próteinum og 15 gr af hollri fitu. Það eru 9 gr af kolvetnum í 100 gr en 7 gr af þeim eru trefjar svo það eru í raun aðeins 2 gr af kolvetnum í 100 gr.Avókadó inniheldur hjartvænar fiturUm 77% allra kaloría sem koma frá avókadó koma frá fitunni. Engar áhyggjur því þessi fita er af hinu góða og er svipuð að upplagi og ólífuolía. Þessi tegund fitu er talin hafa jákvæð áhrif á bólgur í líkamanum og er því góð vörn gegn bólgusjúkdómum.Avókadó er trefjaríktTrefjar eru nauðsynlegur hluti af daglegri hollustu og þær er að finna í nokkuð ríkum mæli í avókadó. Trefjar auka mettun, hafa jákvæð áhrif á blóðsykurjafnvægi og geta aðstoðað við að léttast. Trefjarnar í avókadó eru að hluta vatnsleysanlegar og hafa því þann eiginleika að „fæða“ góðu bakteríurnar í meltingarveginum sem er afar mikilvægt fyrir heilsuna. 100 gr af avókadó innihalda um 7 gr af trefjum sem er tæplega þriðjungur af ráðlögðum dagsskammti.Avókadó og kókosnammiSvakalega góðir og grænir nammibitar sem gott er að eiga í ísskápnum. Þetta eru tveggja laga bitar svo að við byrjum á því græna...Hráefnin í græna laginu:1 avókadó, lítið 2 msk erythritol frá NOW6 msk kókosolía (brædd) t.d frá Himneskri Hollustu eða Cocofina160 gr ristaðar kókosflögur frá Himneskri Hollustu5 dropar stevia með vanillu frá NOWsalt á hnífsoddiAðferð:Blandaðu öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél og maukaðu þar til blandan verður slétt. Einnig hægt að nota blandara eða töfrasprota. Settu smjörpappír í eldfast mót, dreifðu blöndunni í mótið og settu í frystinn.Hráefnin í súkkulaðinu:3 msk kókosolía t.d frá Himneskri Hollustu eða Cocofina50 gr dökkt súkkulaði t.d. 90% frá Naturata eða dökkt frá Balance með stevíu 2 msk erythritol frá NOW3 msk kakó t.d. frá Rainforest foods5 dropar stevia með vanillu frá NOWsalt á hnífsoddiAðferð: Bræddu saman kókosolíuna, súkkulaðið og erythritol í potti á lágum hita. 2. Taktu pottinn af hitanum og bættu við restinni af hráefnunum. Taktu grænu blönduna úr kælinum og helltu súkkulaðiblöndunni yfir. Settu aftur í frystinn í 15 mínútur eða þar til súkkulaðið er harðnað. Best að geyma í kæliskáp.Frekari upplýsingar um sykurlausan lífstíl og námskeið má finna á heimasíðu Hættu að borða sykur.
Eftirréttir Heilsa Smákökur Tengdar fréttir Sjáðu viðbætta sykurinn í matnum þínum Landlæknisembættið með nýjan vef sem sýnir magn viðbætts sykurs í matvælum á myndrænan hátt. 2. febrúar 2015 14:35 Þjóðarátak gegn sykurneyslu Íslendingar eru að verða ein af feitari þjóðum heims en hvernig í ósköpunum komum við okkur í þessa stöðu? 1. febrúar 2015 14:00 Brownies með hnetusmjöri Uppskrift af sykurlausum súkkulaðidraumi 28. október 2014 14:00 Leiðin að sykurlausri sælu Ég, Sigga Dögg, er dísæt sykuræta sem ætla að vera svotil sykurlaus í september. Hvað hef ég komið mér útí? Hér er dagbókin mín um meðvitað sykurleysi. 5. september 2014 11:00 Ertu sykurfíkill? Rikka skrifar um sykurfíkn í tilefni átaksins Sykurlaus september. 12. september 2014 09:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sjáðu viðbætta sykurinn í matnum þínum Landlæknisembættið með nýjan vef sem sýnir magn viðbætts sykurs í matvælum á myndrænan hátt. 2. febrúar 2015 14:35
Þjóðarátak gegn sykurneyslu Íslendingar eru að verða ein af feitari þjóðum heims en hvernig í ósköpunum komum við okkur í þessa stöðu? 1. febrúar 2015 14:00
Leiðin að sykurlausri sælu Ég, Sigga Dögg, er dísæt sykuræta sem ætla að vera svotil sykurlaus í september. Hvað hef ég komið mér útí? Hér er dagbókin mín um meðvitað sykurleysi. 5. september 2014 11:00
Ertu sykurfíkill? Rikka skrifar um sykurfíkn í tilefni átaksins Sykurlaus september. 12. september 2014 09:30