Fylgjendum aðildar að ESB fjölgar Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2015 12:00 Meirihluti landsmanna á móti því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Að auki hafa aldrei fleiri verið hlyntir því að Ísland verði aðili að sambandinu og nú, eða 46,2 prósent, samkvæmt könnun Capacent Galluop fyrir Já Ísland Sextíu prósent þeirra 1.450 sem voru í úrtaki Capacent Gallup svöruðu spurningum í viðhorfskönnun fyrirtækisins fyrir Já Ísland varðandi Evrópusambandið. Þegar spurt var hvernig fólk myndi greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að sambandinu kom í ljós að naumur meirihluti er andvígur aðild eða 54 prósent en 46 prósent eru fylgjandi aðild. En til samanburðar voru 68 prósent andvíg aðild að Evrópusambandinu í febrúar árið 2013. „Þá hefur verið hæg en örugg þróun undanfarin misseri þar sem þar sem þeim sem styða aðild fjölgar og að sama skapi fækkar þeim sem eru á móti. Þannig að munurinn er orðinn mjög lítill. Hann er kominn langt inn fyrir tíu prósentustig,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland. Utanríkisráðherra hefur boðað að ný þingsályktunartillaga verði lögð fram á næstu dögum um að aðildarumsókn Íslands frá árinu 2009 verði dregin til baka. Meirihluti landsmanna er á móti slíkri tillögu, eða 53,2 prósent, 35,7 prósent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 prósent svara hvorki né. Munurinn er meiri þegar einungis þeir sem taka afstöðu eru skoðaðir. „Og þá kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu, sem eru um 89 prósent afspurðra, eru 60 prósent sem vilja ekki að umsóknin verði dregin til baka. Þannig að þetta tvennt teiknar mjög til þess að það sé í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar að draga umsóknina til baka,“ segir Jón Steindór. Það þarf ekki að koma á óvart að 70 prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn vilja að umsóknin verði dregin til baka. Tólf prósent kjósenda flokksins eru því andvíg og 16 prósent svara hvorki né. Þá vilja 59 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, 28 prósent kjósenda flokksins vilja halda umsókninni til streitu en 14 prósent hvorki né. Afstaðan er allt önnur hjá kjósendum Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. 88 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti því að draga umsóknina til baka og 77 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Þá eru 64 prósent kjósenda Vinstri grænna andvíg því að slíta viðræðunum og 68 prósent kjósenda Pírata vilja halda umsókninni áfram. ESB-málið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Að auki hafa aldrei fleiri verið hlyntir því að Ísland verði aðili að sambandinu og nú, eða 46,2 prósent, samkvæmt könnun Capacent Galluop fyrir Já Ísland Sextíu prósent þeirra 1.450 sem voru í úrtaki Capacent Gallup svöruðu spurningum í viðhorfskönnun fyrirtækisins fyrir Já Ísland varðandi Evrópusambandið. Þegar spurt var hvernig fólk myndi greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að sambandinu kom í ljós að naumur meirihluti er andvígur aðild eða 54 prósent en 46 prósent eru fylgjandi aðild. En til samanburðar voru 68 prósent andvíg aðild að Evrópusambandinu í febrúar árið 2013. „Þá hefur verið hæg en örugg þróun undanfarin misseri þar sem þar sem þeim sem styða aðild fjölgar og að sama skapi fækkar þeim sem eru á móti. Þannig að munurinn er orðinn mjög lítill. Hann er kominn langt inn fyrir tíu prósentustig,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland. Utanríkisráðherra hefur boðað að ný þingsályktunartillaga verði lögð fram á næstu dögum um að aðildarumsókn Íslands frá árinu 2009 verði dregin til baka. Meirihluti landsmanna er á móti slíkri tillögu, eða 53,2 prósent, 35,7 prósent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 prósent svara hvorki né. Munurinn er meiri þegar einungis þeir sem taka afstöðu eru skoðaðir. „Og þá kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu, sem eru um 89 prósent afspurðra, eru 60 prósent sem vilja ekki að umsóknin verði dregin til baka. Þannig að þetta tvennt teiknar mjög til þess að það sé í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar að draga umsóknina til baka,“ segir Jón Steindór. Það þarf ekki að koma á óvart að 70 prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn vilja að umsóknin verði dregin til baka. Tólf prósent kjósenda flokksins eru því andvíg og 16 prósent svara hvorki né. Þá vilja 59 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, 28 prósent kjósenda flokksins vilja halda umsókninni til streitu en 14 prósent hvorki né. Afstaðan er allt önnur hjá kjósendum Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. 88 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti því að draga umsóknina til baka og 77 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Þá eru 64 prósent kjósenda Vinstri grænna andvíg því að slíta viðræðunum og 68 prósent kjósenda Pírata vilja halda umsókninni áfram.
ESB-málið Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira