Kynlífsleysi í sambandi sigga dögg skrifar 19. febrúar 2015 09:00 Vísir/Getty Það að vera í kynlífslausu sambandi án þess í raun að kjósa kynlífsleysið er kallað „involuntary celibacy“ eða ósjálfrátt skírlífi. Kynlífsleysi getur einnig átt við einstaklinga sem myndu kjósa að stunda kynlíf með annarri manneskju en geta það ekki vegna einhverra hamlana, hvort sem það er líkamlegs, andlegs eða jafnvel aðstæðubundið. Í einni rannsókn var kynlífsleysi innan sambands skoðað og þá voru ástæður fyrir kynlífsleysinu ýmsar líkt og meðgangi og/eða fæðing barns, framhjáhalds eða veikinda. Fólk hafði stundað kynlíf fyrir þessa atburði en kynlíf hætti í kjölfar þessara atburða en aðilinn sem þráði kynlíf var í sambandinu og hélt í þá von að kynlíf myndi byrja aftur í náinni framtíð eða hafði bara sætt sig við orðinn hlut. Einstaklingar greina frá því að oftar en ekki sé það annar aðilinn sem ákveður að nú sé kynlífinu lokið, þetta sé því ekki sameiginleg ákvörðun. Í sumum tilfellum greina makar frá því að meðganga hafi alveg gert útaf við kynlífið og því svo viðhaldið þegar kom að uppeldi ungra barna. Það að lifa í kynlífslausu sambandi getur haft neikvæð áhrif á þá manneskju sem langar í kynlíf með maka en stendur það ekki til boða. Fólk greinir frá kvíða einkennum, upplifa höfnun og jafnvel þunglyndi, sérstaklega þegar það ber sig saman við annað fólk sem lifir kynlífi í sínum samböndum. Makinn sem glímir við kynlífsleysið beinir þá gjarnan athygli sinni að áhugamálum eða öðru til að fylla upp í hugsanir og tíma. Margir stunda sjálfsfróun, rækta fantasíurnar og leita í ráðgjöf. Heilsa Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp
Það að vera í kynlífslausu sambandi án þess í raun að kjósa kynlífsleysið er kallað „involuntary celibacy“ eða ósjálfrátt skírlífi. Kynlífsleysi getur einnig átt við einstaklinga sem myndu kjósa að stunda kynlíf með annarri manneskju en geta það ekki vegna einhverra hamlana, hvort sem það er líkamlegs, andlegs eða jafnvel aðstæðubundið. Í einni rannsókn var kynlífsleysi innan sambands skoðað og þá voru ástæður fyrir kynlífsleysinu ýmsar líkt og meðgangi og/eða fæðing barns, framhjáhalds eða veikinda. Fólk hafði stundað kynlíf fyrir þessa atburði en kynlíf hætti í kjölfar þessara atburða en aðilinn sem þráði kynlíf var í sambandinu og hélt í þá von að kynlíf myndi byrja aftur í náinni framtíð eða hafði bara sætt sig við orðinn hlut. Einstaklingar greina frá því að oftar en ekki sé það annar aðilinn sem ákveður að nú sé kynlífinu lokið, þetta sé því ekki sameiginleg ákvörðun. Í sumum tilfellum greina makar frá því að meðganga hafi alveg gert útaf við kynlífið og því svo viðhaldið þegar kom að uppeldi ungra barna. Það að lifa í kynlífslausu sambandi getur haft neikvæð áhrif á þá manneskju sem langar í kynlíf með maka en stendur það ekki til boða. Fólk greinir frá kvíða einkennum, upplifa höfnun og jafnvel þunglyndi, sérstaklega þegar það ber sig saman við annað fólk sem lifir kynlífi í sínum samböndum. Makinn sem glímir við kynlífsleysið beinir þá gjarnan athygli sinni að áhugamálum eða öðru til að fylla upp í hugsanir og tíma. Margir stunda sjálfsfróun, rækta fantasíurnar og leita í ráðgjöf.
Heilsa Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið