Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2015 23:15 Kayla Jean Mueller var rænt í Aleppo í ágúst 2013. Vísir/AFP Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. Mueller var rænt af liðsmönnum ISIS í Aleppo í ágúst 2013 og er nú látin. Barack Obama Bandaríkjaforseti staðfesti þetta fyrr í dag. Tilkynningin kemur fjórum dögum eftir að talsmenn hryðjuverkasamtakanna fullyrtu að Mueller hefði látist í loftárás Jórdaníuhers. Að sögn talsmanns Bandaríkjastjórnar fékk fjölskylda Muellers sendar upplýsingar frá gíslatökumönnunum um síðustu helgi. „Þegar upplýsingarnar voru síðar sannreyndar af leyniþjónustunni var dregin sú ályktun að hún væri látin,“ segir Bernadette Meehan, talsmaður Hvíta hússins. Mueller hélt að landamærum Tyrklands og Sýrlands árið 2012 til að aðstoða fólk á flótta, en var svo rænt í borginni Aleppo í ágústmánuði 2013. Fjölskylda Kayla Jean Mueller hafði áður lýst því yfir að þau vonuðust til að Kayla væri á lífi, en í dag sendu foreldrar hennar svo frá sér yfirlýsingu um að hún væri látin. „Við erum miður okkar að þurfa að greina frá því að okkur hafa borist upplýsingar um að Kayla Jean Mueller sé látin. Við erum stolt af því hvaða konu Kayla hafði að geyma og það sem hún gerði á meðan hún var enn á meðal okkar. Hún lifði lífi með tilgang,“ sögðu Carl og Marsha Mueller.Fengu bréf frá KayluForeldrar Mueller birtu einnig bréf frá henni sem hún hafði sent með aðstoð fanga sem hafði verið sleppt á síðasta ári. „Ef ykkur berst þetta bréf í hendur þá er mér enn haldið fanginni, en samföngum mínum hefur verið sleppt. Ég hef beðið þá um að hafa samband við ykkur og senda þetta bréf. Ég veit ekki hvað ég á að skrifa. En þið skuluð þó vita að ég er örugg, er ómeidd og við góða heilsu (ég hef raunar þyngst),“ segir í bréfinu. Mueller segir ennfremur að hún geti einungis skrifað lítið í einu þar sem heimþrá hennar geri það að verkum að hún bresti í grát. „Ég sakna ykkar og líður eins og heill áratugur sé liðinn síðan ég sá ykkur síðast. Ég hef haft mikinn tíma til að hugsa og hef ímyndað mér hvað ég kem til með að gera þegar ég kem aftur heim, fyrstu útileguna okkar, hvernig verður þegar við hittumst á flugvellinum.“ Mueller skrifar einnig að hún vilji ekki að fjölskylda hennar eigi að þurfa að semja um lausn hennar og bendir á fólk sem þau gætu haft samband við. „Enginn okkar hefði trúað því að ég yrði svo lengi í haldi en ég held áfram að berjast á þann hátt sem ég kann. Ég bý enn yfir krafti og mun ekki brotna. Ég mun ekki gefast upp, óháð því hvað þetta tekur langan tíma. Ég veit að þið mynduð vilja að ég væri sterk, og það er nákvæmlega það sem ég er. Ekki hafa áhyggjur af mér, haldið áfram að biðja, og með vilja guðs verðum við brátt saman á ný.“ Vísir/AFP Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. Mueller var rænt af liðsmönnum ISIS í Aleppo í ágúst 2013 og er nú látin. Barack Obama Bandaríkjaforseti staðfesti þetta fyrr í dag. Tilkynningin kemur fjórum dögum eftir að talsmenn hryðjuverkasamtakanna fullyrtu að Mueller hefði látist í loftárás Jórdaníuhers. Að sögn talsmanns Bandaríkjastjórnar fékk fjölskylda Muellers sendar upplýsingar frá gíslatökumönnunum um síðustu helgi. „Þegar upplýsingarnar voru síðar sannreyndar af leyniþjónustunni var dregin sú ályktun að hún væri látin,“ segir Bernadette Meehan, talsmaður Hvíta hússins. Mueller hélt að landamærum Tyrklands og Sýrlands árið 2012 til að aðstoða fólk á flótta, en var svo rænt í borginni Aleppo í ágústmánuði 2013. Fjölskylda Kayla Jean Mueller hafði áður lýst því yfir að þau vonuðust til að Kayla væri á lífi, en í dag sendu foreldrar hennar svo frá sér yfirlýsingu um að hún væri látin. „Við erum miður okkar að þurfa að greina frá því að okkur hafa borist upplýsingar um að Kayla Jean Mueller sé látin. Við erum stolt af því hvaða konu Kayla hafði að geyma og það sem hún gerði á meðan hún var enn á meðal okkar. Hún lifði lífi með tilgang,“ sögðu Carl og Marsha Mueller.Fengu bréf frá KayluForeldrar Mueller birtu einnig bréf frá henni sem hún hafði sent með aðstoð fanga sem hafði verið sleppt á síðasta ári. „Ef ykkur berst þetta bréf í hendur þá er mér enn haldið fanginni, en samföngum mínum hefur verið sleppt. Ég hef beðið þá um að hafa samband við ykkur og senda þetta bréf. Ég veit ekki hvað ég á að skrifa. En þið skuluð þó vita að ég er örugg, er ómeidd og við góða heilsu (ég hef raunar þyngst),“ segir í bréfinu. Mueller segir ennfremur að hún geti einungis skrifað lítið í einu þar sem heimþrá hennar geri það að verkum að hún bresti í grát. „Ég sakna ykkar og líður eins og heill áratugur sé liðinn síðan ég sá ykkur síðast. Ég hef haft mikinn tíma til að hugsa og hef ímyndað mér hvað ég kem til með að gera þegar ég kem aftur heim, fyrstu útileguna okkar, hvernig verður þegar við hittumst á flugvellinum.“ Mueller skrifar einnig að hún vilji ekki að fjölskylda hennar eigi að þurfa að semja um lausn hennar og bendir á fólk sem þau gætu haft samband við. „Enginn okkar hefði trúað því að ég yrði svo lengi í haldi en ég held áfram að berjast á þann hátt sem ég kann. Ég bý enn yfir krafti og mun ekki brotna. Ég mun ekki gefast upp, óháð því hvað þetta tekur langan tíma. Ég veit að þið mynduð vilja að ég væri sterk, og það er nákvæmlega það sem ég er. Ekki hafa áhyggjur af mér, haldið áfram að biðja, og með vilja guðs verðum við brátt saman á ný.“ Vísir/AFP
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15