Get ég safnað mér 5 milljónum í eigið fé til íbúðakaupa með þau laun sem ég hef? Þorgrímur Einar Guðbjartsson skrifar 10. febrúar 2015 20:47 Það var í fréttum á dögunum að til þess að fólk geti keypt íbúð sem kostar 30 milljónir, þurfi viðkomandi að eiga a.m.k. 5 milljónir í eigið fé. Í kjölfar þess, og frétta um að framundan sé um 23% hækkun á húsnæðisverði næstu 3 ár, og að Starfsgreinasambandið setti fram kröfu um að lágmarkslaun verði 300 þúsund kr. á mánuði, ákvað ég ( þó að ég sé ekki hagfræðingur eða reiknimeistari ) að setja upp dæmi, sem kannski er raunhæft og kannski ekki, um 5 manna fjölskyldu sem hefur áhuga á því að kaupa sér húsnæði. Forsendurnar sem ég gef mér eru þessar: Þetta er 5 manna fjölskylda, gift hjón með 3 börn. Hjónin eru 27 ára gömul, hún vinnur hjá ríkinu og hann á almennum vinnumarkaði. Konan er ekki með neina yfirvinnu, fær laun samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og ríkisins og er í launaflokki 27, þrepi 4 og fær því heildarlaun kr: 335.502 eða kr: 201.377 eftir skatt (37%). Ég dreg ekki frá í kaupinu aðrar greiðslur, svo sem lífeyrissjóð eða stéttarfélagsgjald. Maðurinn er 27 ára almennur verkamaður og þiggur laun samkvæmt kjarasamningi við starfsgreinasambandið og er í launaflokki 24 eftir 7 ára vinnu, fær 253.709 í mánaðarlaun + tveggja tíma yfirvinnu á dag. Það gerir 105.390 kr., alls 359.099 kr. Þau eru í leiguíbúð á fjórðu hæð í blokk á Meistaravöllum og greiða fyrir hana 225.000 kr. á mánuði. Fyrir skemmstu endurnýjuðu þau bílinn og keyptu Chevrolet Captiva 2008 árgerð og greiddu fyrir hana kr 2.400.000 kr., hvar þau tóku lán fyrir 80% ( 1.900.000 ) greiðslunnar til 5 ára og er mánaðarleg afborgun því um það bil 35.000 kr. 20% greiðslunnar voru þau búin að ná að spara uppí útborgun í íbúð, en urðu að nota smá af þeirri summu í þessi bílakaup. Þau eiga í dag á sparibók, 1.100.000 sem þau eru búin að ná að spara á síðustu 8 árum, síðan þau stofnuðu til fjölskyldu. Hvorugt þeirra hjóna greiðir eða þiggur meðlag í þessu dæmi. Samkvæmt framfærsluviðmiði umboðsmanns skuldara þurfa þau 346.169 kr. á mánuði til aðframfleyta þessari 5 manna fjölskyldu. Þau eru ekki með of mikið fé handa á milli og fara ekki í sumarfrí til útlanda, en taka bústað á leigu eina viku á ári og hafa náð að lágmarka kostnað við 5 vikna sumarfrí niður í 180.000 kr., þar með talið ferðalög, gisting og afþreying. Þá reikna ég einnig inn í dæmið að þau geri ráð fyrir a.m.k. 20.000 kr. í óvænt útgjöld í hverjum mánuði. Þá lítur þetta svona út: Laun hans kr: 276.442 á ári kr: 3.317.304 Laun hennar kr: 201.377 á ári kr: 2.416.524 Alls laun: á ári kr: 5.733.828Útgjöldin eru þá svona: Húsaleiga kr: 225.000 á ári kr: 2.700.000 Framfærsla kr: 346.169 á ári kr: 4.154.028 Afborgun af bíl kr: 35.000 á ári kr: 420.000 Sumarfríið kr: 15.000 á ári kr: 180.000 Ófyrirséð útgjöld kr: 20.000 á ári kr: 240.000 Alls útgjöld því á ári kr: 7.694.028 Eða tap á rekstri heimilisins um kr: -1.960.200 Þá sjáum við í hendi okkar að þetta gengur ekki upp. Þau verða að afla hærri tekna til að ná að gera upp dæmið. Þau ákveða að gera eftirfarandi breytingar: Finna ódýrara húsnæði, svipuð stærð í m2 en leigan 180.000 kr. eða á ári kr: 2.160.000. Hann kemst í nýja vinnu og hækkar kaupið uppí 320.000 kr. eða á ári kr: 3.840.000. Hún heldur sinni vinnu en fær auka vinnu sem gefur 80.000 kr. eða á ári kr: 960.000. Hennar aðaltekjur 201.377 kr. eða á ári kr: 2.416.524. Þannig að með þessum breytingum ná þau að koma tekjum sínum í kr / ár: 7.216.524 Og lækka útgjöldin vegna hagstæðari leigu, niður í kr/ár: 7.154.028 Sem gefur þeim því mismun uppá kr/ár: 62.496 Þennan mismun hafa þau ákveðið að leggja til hliðar til íbúðakaupa þegar þau hafa náð þessum 5 milljónum sem þarf að eiga til að geta keypt 30 milljóna króna húsnæði. Þetta þýðir í raun að það tekur þau um 80 ár að spara fyrir þessari útborgun, miðað við að húsnæðisverðið hækki ekki. Þá hlýt ég að spyrja: Hvað er það sem er að valda hækkun á húsnæðisverði þegar borðleggjandi er að fáir hafa í raun getu til að kaupa húsnæði eins og staðan er í dag? Eru það húsnæðisleigufélög sem eru að kaupa þessar íbúðir til endurleigu? Ef þetta er raunin, að það þurfi 5 milljónir kr. í eigið fé til að geta keypt 30 milljóna króna íbúð, af hverju eru þá ekki launin hærri? Hvernig stendur á því að þetta bil er svona langt, þ.e. milli tekna og íbúðarverðs? Ég get því miður ekki dregið aðra ályktun af þessu hér að ofan, en að húsnæðisverð sé í dag algert rugl! p.s Athugið að frá launum dreg ég eingöngu skatt 37% af heildartekjum mínus 52.000 kr. persónuafslátt. p.s.s. Ef þau hefðu nú verið varkárari í bólinu og ættu aðeins 2 börn, tæki það þau ekki nema 9 ár að safna fyrir útborguninni :) - að því gefnu að þau eignist ekki fleiri börn á þeim tíma. Heimilda var aflað á netinu á vefunum: ums.is, sgs.is, mbl.is húsnæði til leigu, og bilasolur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Það var í fréttum á dögunum að til þess að fólk geti keypt íbúð sem kostar 30 milljónir, þurfi viðkomandi að eiga a.m.k. 5 milljónir í eigið fé. Í kjölfar þess, og frétta um að framundan sé um 23% hækkun á húsnæðisverði næstu 3 ár, og að Starfsgreinasambandið setti fram kröfu um að lágmarkslaun verði 300 þúsund kr. á mánuði, ákvað ég ( þó að ég sé ekki hagfræðingur eða reiknimeistari ) að setja upp dæmi, sem kannski er raunhæft og kannski ekki, um 5 manna fjölskyldu sem hefur áhuga á því að kaupa sér húsnæði. Forsendurnar sem ég gef mér eru þessar: Þetta er 5 manna fjölskylda, gift hjón með 3 börn. Hjónin eru 27 ára gömul, hún vinnur hjá ríkinu og hann á almennum vinnumarkaði. Konan er ekki með neina yfirvinnu, fær laun samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og ríkisins og er í launaflokki 27, þrepi 4 og fær því heildarlaun kr: 335.502 eða kr: 201.377 eftir skatt (37%). Ég dreg ekki frá í kaupinu aðrar greiðslur, svo sem lífeyrissjóð eða stéttarfélagsgjald. Maðurinn er 27 ára almennur verkamaður og þiggur laun samkvæmt kjarasamningi við starfsgreinasambandið og er í launaflokki 24 eftir 7 ára vinnu, fær 253.709 í mánaðarlaun + tveggja tíma yfirvinnu á dag. Það gerir 105.390 kr., alls 359.099 kr. Þau eru í leiguíbúð á fjórðu hæð í blokk á Meistaravöllum og greiða fyrir hana 225.000 kr. á mánuði. Fyrir skemmstu endurnýjuðu þau bílinn og keyptu Chevrolet Captiva 2008 árgerð og greiddu fyrir hana kr 2.400.000 kr., hvar þau tóku lán fyrir 80% ( 1.900.000 ) greiðslunnar til 5 ára og er mánaðarleg afborgun því um það bil 35.000 kr. 20% greiðslunnar voru þau búin að ná að spara uppí útborgun í íbúð, en urðu að nota smá af þeirri summu í þessi bílakaup. Þau eiga í dag á sparibók, 1.100.000 sem þau eru búin að ná að spara á síðustu 8 árum, síðan þau stofnuðu til fjölskyldu. Hvorugt þeirra hjóna greiðir eða þiggur meðlag í þessu dæmi. Samkvæmt framfærsluviðmiði umboðsmanns skuldara þurfa þau 346.169 kr. á mánuði til aðframfleyta þessari 5 manna fjölskyldu. Þau eru ekki með of mikið fé handa á milli og fara ekki í sumarfrí til útlanda, en taka bústað á leigu eina viku á ári og hafa náð að lágmarka kostnað við 5 vikna sumarfrí niður í 180.000 kr., þar með talið ferðalög, gisting og afþreying. Þá reikna ég einnig inn í dæmið að þau geri ráð fyrir a.m.k. 20.000 kr. í óvænt útgjöld í hverjum mánuði. Þá lítur þetta svona út: Laun hans kr: 276.442 á ári kr: 3.317.304 Laun hennar kr: 201.377 á ári kr: 2.416.524 Alls laun: á ári kr: 5.733.828Útgjöldin eru þá svona: Húsaleiga kr: 225.000 á ári kr: 2.700.000 Framfærsla kr: 346.169 á ári kr: 4.154.028 Afborgun af bíl kr: 35.000 á ári kr: 420.000 Sumarfríið kr: 15.000 á ári kr: 180.000 Ófyrirséð útgjöld kr: 20.000 á ári kr: 240.000 Alls útgjöld því á ári kr: 7.694.028 Eða tap á rekstri heimilisins um kr: -1.960.200 Þá sjáum við í hendi okkar að þetta gengur ekki upp. Þau verða að afla hærri tekna til að ná að gera upp dæmið. Þau ákveða að gera eftirfarandi breytingar: Finna ódýrara húsnæði, svipuð stærð í m2 en leigan 180.000 kr. eða á ári kr: 2.160.000. Hann kemst í nýja vinnu og hækkar kaupið uppí 320.000 kr. eða á ári kr: 3.840.000. Hún heldur sinni vinnu en fær auka vinnu sem gefur 80.000 kr. eða á ári kr: 960.000. Hennar aðaltekjur 201.377 kr. eða á ári kr: 2.416.524. Þannig að með þessum breytingum ná þau að koma tekjum sínum í kr / ár: 7.216.524 Og lækka útgjöldin vegna hagstæðari leigu, niður í kr/ár: 7.154.028 Sem gefur þeim því mismun uppá kr/ár: 62.496 Þennan mismun hafa þau ákveðið að leggja til hliðar til íbúðakaupa þegar þau hafa náð þessum 5 milljónum sem þarf að eiga til að geta keypt 30 milljóna króna húsnæði. Þetta þýðir í raun að það tekur þau um 80 ár að spara fyrir þessari útborgun, miðað við að húsnæðisverðið hækki ekki. Þá hlýt ég að spyrja: Hvað er það sem er að valda hækkun á húsnæðisverði þegar borðleggjandi er að fáir hafa í raun getu til að kaupa húsnæði eins og staðan er í dag? Eru það húsnæðisleigufélög sem eru að kaupa þessar íbúðir til endurleigu? Ef þetta er raunin, að það þurfi 5 milljónir kr. í eigið fé til að geta keypt 30 milljóna króna íbúð, af hverju eru þá ekki launin hærri? Hvernig stendur á því að þetta bil er svona langt, þ.e. milli tekna og íbúðarverðs? Ég get því miður ekki dregið aðra ályktun af þessu hér að ofan, en að húsnæðisverð sé í dag algert rugl! p.s Athugið að frá launum dreg ég eingöngu skatt 37% af heildartekjum mínus 52.000 kr. persónuafslátt. p.s.s. Ef þau hefðu nú verið varkárari í bólinu og ættu aðeins 2 börn, tæki það þau ekki nema 9 ár að safna fyrir útborguninni :) - að því gefnu að þau eignist ekki fleiri börn á þeim tíma. Heimilda var aflað á netinu á vefunum: ums.is, sgs.is, mbl.is húsnæði til leigu, og bilasolur.is.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar