Útgáfa Aaru´s Awakening fer vel af stað Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2015 14:09 Allar útlínur leiksins eru handteiknaðar. Lumenox Tölvuleikurinn Aaru´s Awakening kom út í vikunni en hann er gerður af íslenska fyrirtækinu Lumenox. Útgáfan mun hafa verið vel af stað og unnið er að því að gefa leikinn út á Playstation og Xbox leikjatölvurnar. „Þetta hefur farið mjög vel af stað,“ segir Jóhann Ingi Guðjónsson um útgáfu leiksins. „Það lítur út fyrir að við séum að ná mjög góðri sölu. Þó við fáum ekki tölur strax lítur þetta mjög vel út.“ Þá segir Jóhann að leikurinn hafi fengið mjög góða dóma erlendis. Þó séu gagnrýnendur stórra miðla enn að spila leikinn og Jóhann segir þá hjá Lumenox vera mjög spennta fyrir hvað komi út úr því. Dómur um leikinn mun birtast á Leikjavísi á næstu misserum. Lumenox mun gefa leikinn út á Playstation þrjú og fjögur og vinna þeir einnig að því að gefa leikinn út á Xbox One leikjatölvu Microsoft. Enn sem komið er, er leikurinn eingöngu fáanlegur á Steam leikjaveitunni fyrir PC tölvur. Allar útlínur leiksins eru handteiknaðar og þykir hann vera einstaklega fallegur. Jóhann segir leikinn vera litaðan á tölvur, en hefði það verið gert með höndum hefði það tekið mjög langan tíma. „Þetta er fyrsti leikur allra sem koma að honum. Þannig að við erum að fara vel yfir það sem allir eru að segja, þá gagnrýnendur og almennir leikjaspilarar. Við reynum að læra sem mest af þessu, því þetta verður ekki síðasti leikurinn okkar,“ segir Jóhann. Leikjavísir Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Tölvuleikurinn Aaru´s Awakening kom út í vikunni en hann er gerður af íslenska fyrirtækinu Lumenox. Útgáfan mun hafa verið vel af stað og unnið er að því að gefa leikinn út á Playstation og Xbox leikjatölvurnar. „Þetta hefur farið mjög vel af stað,“ segir Jóhann Ingi Guðjónsson um útgáfu leiksins. „Það lítur út fyrir að við séum að ná mjög góðri sölu. Þó við fáum ekki tölur strax lítur þetta mjög vel út.“ Þá segir Jóhann að leikurinn hafi fengið mjög góða dóma erlendis. Þó séu gagnrýnendur stórra miðla enn að spila leikinn og Jóhann segir þá hjá Lumenox vera mjög spennta fyrir hvað komi út úr því. Dómur um leikinn mun birtast á Leikjavísi á næstu misserum. Lumenox mun gefa leikinn út á Playstation þrjú og fjögur og vinna þeir einnig að því að gefa leikinn út á Xbox One leikjatölvu Microsoft. Enn sem komið er, er leikurinn eingöngu fáanlegur á Steam leikjaveitunni fyrir PC tölvur. Allar útlínur leiksins eru handteiknaðar og þykir hann vera einstaklega fallegur. Jóhann segir leikinn vera litaðan á tölvur, en hefði það verið gert með höndum hefði það tekið mjög langan tíma. „Þetta er fyrsti leikur allra sem koma að honum. Þannig að við erum að fara vel yfir það sem allir eru að segja, þá gagnrýnendur og almennir leikjaspilarar. Við reynum að læra sem mest af þessu, því þetta verður ekki síðasti leikurinn okkar,“ segir Jóhann.
Leikjavísir Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp