Sigmundur Már Herbertsson, körfuboltadómari, dæmir á EM 2015 sem fram fer í haust, en þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.
„Þessi útnefning er mikil viðurkenning fyrir íslenskan körfuknattleik og íslenska dómara og er því enn einn nýr kaflinn skrifaður í körfuknattleikssögu Íslands,“ segir í frétt körfuknattleikssambandsins.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur dómari dæmir á lokamóti A-landsliða hjá FIBA. Sigmundur hefur undanfarin ár dæmt í evrópukeppnum félagsliða og lokamótum yngri landsliða.
Óvíst er hvar Sigmundur mun dæma, en ljóst er að það verður ekki í Berlín þar sem riðill íslenska liðsins verður spilaður. Hann mun dæma í Frakklandi, Lettlandi eða Króatíu.
Sigmundur Már dæmir á EM 2015
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
