Fjármálaráðherrar evruríkjanna hafa samþykkt umbótatillögur grískra stjórnvalda. Þetta merkir að Grikkir munu að öllum líkindum fá framlengingu á lánum sínum til fjögurra mánaða.
Í frétt BBC segir að þjóðþing nokkurra aðildarríkja munu þó þurfa að greiða atkvæði um tillögurnar.
Pierre Moscovici, framkvæmdastjóra fjármála-, skatta- og tollamála framkvæmdastjórnar ESB, segir að með samþykkt ráðherranna hafi tekist að koma í veg fyrir neyðarástand.
Hefðu Grikkir ekki fengið framlenginu á lánum sínum myndu opinberir sjóðir þeirra tæmast fljótt.
