Justin: Ekki hægt að stoppa KR - bara hægja á því Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2015 09:00 Justin Shouse í leik með Stjörnunni gegn KR. Vísir/Ernir „Sem hópur erum við bara góðir. Þjálfaraliðið hefur sett upp góða leikáætlun og ef við förum eftir henni eigum við góðan mögulega á að vinna KR,“ segir Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar sem mætir KR í bikarúrslitum klukkan 16.00 í dag. Bandaríkjamaðurinn eldhressi er að fara í sinn fjórða bikarúrslitaleik á ferlinum og þann þriðja með Stjörnunni. Áður vann hann einn með Snæfelli. Mótherjinn, KR, er á toppi deildarinnar og hefur verið illviðráðanlegt allt tímabilið. „Það er erfitt að vinna þetta KR-lið því það er með svo marga góða leikmenn. Aðalatriðið er að hafa tök á Pavel sem er erfitt því hann er svo góður leikmaður. Ef þú getur stöðvað hann að einhverju leyti þá ertu í góðum málum. Svo verðum við að hafa hemil á Craion inn í teignum. Það er auðvitað erfitt en við teljum okkur geta mætt KR í flestum stöðum. Lykilatriðið er bara að hægja á öllum leikmönnum KR-liðsins því það er ekki hægt að stoppa það,“ segir Justin.Brynjar Þór Björnsson og Dagur Kár Jónsson með bikarinn góða.Vísir/StefánFyrir fimm árum síðan fór Justin fyrir Stjörnuliðinu sem vann óvænt draumalið KR í bikarúrslitum með Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. „Maður lærir af svoleiðis reynslu. Það eru nokkrir í liðinu sem spiluðu þann leik og líka ungir strákar sem upplifðu gleðina eftir þann leik í kringum félagið. Þetta er allt annar leikur auðvitað og við verðum að spila af krafti og gera þetta með hjartanu. Við munum samt hvað gerðist 2009 og höfum það aftast í hausnum,“ segir Justin Hann segist hafa fulla trú á sigri Stjörnunnar í dag líkt og hann gerði 2009. „Algjörlega. Maður verður alltaf að telja sér trú um að maður getur unnið. Teitur var með flotta leikáætlun 2009 og Hrafn er með aðra eins núna. Maður verður bara að treysta á sjálfan sig og liðsfélagana.“Vísir/ValliStjarnan hefur verið að spila betur eftir áramót og er í þriðja sæti Dominos-deildarinnar. Kanaskiptin höfðu góð áhrif á liðið. „Það var mikilvægt púsl fyrir okkur að fá Jeremy Atkinson. Hann bætir sig með hverjum leiknum sem er mikilvægt í aðdraganda svona stórleiks. Við unnum Fjölni og Skallagrím í síðustu leikjum og þó þau séu við botninn var hann að spila vel. Að fá hann hefur líka gert okkur kleift að sækja bæði inn í teig jafnt og að skjóta fyrir utan eins og við gerðum of mikið af með Jarrid Frye,“ segir Justin. Atkinson hefur þó verið duglegur að fá tæknivillur í fyrstu leikjunum hér á landi. Um daginn fékk hann eina slíka fyrir að kasta boltanum of fast í hendurnar á dómara og annað atvik kom upp gegn Skallagrími. „Það hefur reynst honum erfitt að gefa boltann á dómarana,“ segir Justin og hlær. „Svo öskraði hann „shot“ þegar einn leikmaður Skallagríms tók skot um daginn. Það er bara eitthvað sem okkur Bandaríkjamönnum er kennt að gera frá blautu barnsbeini. Maður er að láta liðsfélagana vita að það er skot á leiðinni. En þetta er bannað á Íslandi og hann hefur lært af því. Hann er líka frábær gaur sem ætti ekki að vera fá svona margar tæknivillur,“ segir Justin Shouse. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
„Sem hópur erum við bara góðir. Þjálfaraliðið hefur sett upp góða leikáætlun og ef við förum eftir henni eigum við góðan mögulega á að vinna KR,“ segir Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar sem mætir KR í bikarúrslitum klukkan 16.00 í dag. Bandaríkjamaðurinn eldhressi er að fara í sinn fjórða bikarúrslitaleik á ferlinum og þann þriðja með Stjörnunni. Áður vann hann einn með Snæfelli. Mótherjinn, KR, er á toppi deildarinnar og hefur verið illviðráðanlegt allt tímabilið. „Það er erfitt að vinna þetta KR-lið því það er með svo marga góða leikmenn. Aðalatriðið er að hafa tök á Pavel sem er erfitt því hann er svo góður leikmaður. Ef þú getur stöðvað hann að einhverju leyti þá ertu í góðum málum. Svo verðum við að hafa hemil á Craion inn í teignum. Það er auðvitað erfitt en við teljum okkur geta mætt KR í flestum stöðum. Lykilatriðið er bara að hægja á öllum leikmönnum KR-liðsins því það er ekki hægt að stoppa það,“ segir Justin.Brynjar Þór Björnsson og Dagur Kár Jónsson með bikarinn góða.Vísir/StefánFyrir fimm árum síðan fór Justin fyrir Stjörnuliðinu sem vann óvænt draumalið KR í bikarúrslitum með Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. „Maður lærir af svoleiðis reynslu. Það eru nokkrir í liðinu sem spiluðu þann leik og líka ungir strákar sem upplifðu gleðina eftir þann leik í kringum félagið. Þetta er allt annar leikur auðvitað og við verðum að spila af krafti og gera þetta með hjartanu. Við munum samt hvað gerðist 2009 og höfum það aftast í hausnum,“ segir Justin Hann segist hafa fulla trú á sigri Stjörnunnar í dag líkt og hann gerði 2009. „Algjörlega. Maður verður alltaf að telja sér trú um að maður getur unnið. Teitur var með flotta leikáætlun 2009 og Hrafn er með aðra eins núna. Maður verður bara að treysta á sjálfan sig og liðsfélagana.“Vísir/ValliStjarnan hefur verið að spila betur eftir áramót og er í þriðja sæti Dominos-deildarinnar. Kanaskiptin höfðu góð áhrif á liðið. „Það var mikilvægt púsl fyrir okkur að fá Jeremy Atkinson. Hann bætir sig með hverjum leiknum sem er mikilvægt í aðdraganda svona stórleiks. Við unnum Fjölni og Skallagrím í síðustu leikjum og þó þau séu við botninn var hann að spila vel. Að fá hann hefur líka gert okkur kleift að sækja bæði inn í teig jafnt og að skjóta fyrir utan eins og við gerðum of mikið af með Jarrid Frye,“ segir Justin. Atkinson hefur þó verið duglegur að fá tæknivillur í fyrstu leikjunum hér á landi. Um daginn fékk hann eina slíka fyrir að kasta boltanum of fast í hendurnar á dómara og annað atvik kom upp gegn Skallagrími. „Það hefur reynst honum erfitt að gefa boltann á dómarana,“ segir Justin og hlær. „Svo öskraði hann „shot“ þegar einn leikmaður Skallagríms tók skot um daginn. Það er bara eitthvað sem okkur Bandaríkjamönnum er kennt að gera frá blautu barnsbeini. Maður er að láta liðsfélagana vita að það er skot á leiðinni. En þetta er bannað á Íslandi og hann hefur lært af því. Hann er líka frábær gaur sem ætti ekki að vera fá svona margar tæknivillur,“ segir Justin Shouse.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira