Askja Bárðarbungu byrjuð að rísa á ný? Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2015 23:17 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Myndin var tekin við Fimmvörðuháls í mars 2010. vísir/anton brink Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem reyndist ótrúlega sannspár um goslok í Holuhrauni, vekur athygli á því á bloggsíðu sinni að merki kunni nú að vera farin að sjást um að askja Bárðarbungu sé byrjuð að rísa aftur. Það var í október í haust sem Haraldur benti á að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Í nóvember sagði hann að samkvæmt kúrfunni yrðu goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“, og gat vart verið sannspárri því reyndin varð sú að goslokum var lýst yfir þann 28. febrúar. Haraldur segir að þegar sigið hætti hafi kúrfan á stöðu GPS-tækisins í Bárðarbungu verið orðin lárétt. Nú sjáist greinilega að undanfarna daga virðist GPS-tækið aftur byrjað að rísa. „Þetta getur orsakast af tvennu: (A) Ísinn undir tækinu er að renna niður í sigskálina og tækið hækkar af þeim sökum. (B) Askjan er byrjuð að rísa aftur vegna þess að kvika frá möttli streymir inn í kvikuhólfið undir Bárðarbungu. Ég hallast fremur að seinni skýringunni, en tíminn mun segja til um það. Ef (B) reynist rétt, þá er sennilegt að rennsli af kviku úr dýpinu inn í kvikuhólfið taki mörg ár, áður en það nær þeirri stöðu, sem Bárðarbunga hafði fyrir gosið sem hófst árið 2014,“ segir Haraldur á eldfjallabloggi sínu. Í Kröflueldum á árunum 1975 til 1984 var þetta þekkt fyrirbæri; landið seig meðan á eldgosi stóð en tók svo að rísa á ný eftir að eldgosi lauk. Þegar landris hafði svo náð fyrri stöðu var stutt í að eldgos eða kvikuhlaup brytist út á ný. Fjallað verður um Kröfluelda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Spá Haraldar rættist um goslok "í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem reyndist ótrúlega sannspár um goslok í Holuhrauni, vekur athygli á því á bloggsíðu sinni að merki kunni nú að vera farin að sjást um að askja Bárðarbungu sé byrjuð að rísa aftur. Það var í október í haust sem Haraldur benti á að sigið í Bárðarbungu fylgdi línulegri kúrfu sem nota mætti til að spá fyrir um goslok. Í nóvember sagði hann að samkvæmt kúrfunni yrðu goslok „í lok febrúar eða byrjun mars“, og gat vart verið sannspárri því reyndin varð sú að goslokum var lýst yfir þann 28. febrúar. Haraldur segir að þegar sigið hætti hafi kúrfan á stöðu GPS-tækisins í Bárðarbungu verið orðin lárétt. Nú sjáist greinilega að undanfarna daga virðist GPS-tækið aftur byrjað að rísa. „Þetta getur orsakast af tvennu: (A) Ísinn undir tækinu er að renna niður í sigskálina og tækið hækkar af þeim sökum. (B) Askjan er byrjuð að rísa aftur vegna þess að kvika frá möttli streymir inn í kvikuhólfið undir Bárðarbungu. Ég hallast fremur að seinni skýringunni, en tíminn mun segja til um það. Ef (B) reynist rétt, þá er sennilegt að rennsli af kviku úr dýpinu inn í kvikuhólfið taki mörg ár, áður en það nær þeirri stöðu, sem Bárðarbunga hafði fyrir gosið sem hófst árið 2014,“ segir Haraldur á eldfjallabloggi sínu. Í Kröflueldum á árunum 1975 til 1984 var þetta þekkt fyrirbæri; landið seig meðan á eldgosi stóð en tók svo að rísa á ný eftir að eldgosi lauk. Þegar landris hafði svo náð fyrri stöðu var stutt í að eldgos eða kvikuhlaup brytist út á ný. Fjallað verður um Kröfluelda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.20.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Um land allt Tengdar fréttir Spá Haraldar rættist um goslok "í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Spá Haraldar rættist um goslok "í lok febrúar eða byrjun mars“ "Kúrfan spáir því um goslok í lok febrúar eða byrjun mars 2015,“ skrifaði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur þann 15. nóvember. 28. febrúar 2015 12:39