Éta yfir sig í kvöld og berjast á morgun Pétur Marinó Jónsson skrifar 6. mars 2015 19:15 Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. Bardagamennirnir keppa fyrir hönd Mjölnis og eru tilbúnir í slaginn. Vigtun fór fram í hádeginu í dag og náðu allir vigt. Eftir vigtunina skelltu þeir sér á Nandos og fengu sér kærkomna máltíð enda hafa strákarnir borðað lítið sem ekkert síðustu daga. „Við ætlum á brasilískt steikhús í kvöld og éta yfir okkur af kjöti. Það er venjan að fara í bíó kvöldið fyrir bardagana og við munum halda í þá hefð í kvöld,“segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis en hann er með í för. Birgir Örn Tómasson (2-0) berst um léttvigtartitilinn en hann mætir Gavin Hughes (5-0) í lokabardaga kvöldsins. Bjarki Þór Pálsson hirti sama belti í fyrra en þurfti að láta það af hendi þar sem hann snýr sér að atvinnumennsku í íþróttinni. Birgir Örn getur því haldið beltinu í höndum Mjölnis með sigri. Kapparnir munu taka því rólega á morgun áður en þeir halda upp í höll um fjögur leitið. Fyrstur á vað er Bjarki Ómarsson og er reiknað með að hann byrji á milli 21 og 22 annað kvöld og þeir Magnús og Birgir einhverju síðar. Þess má geta að Gunnar Nelson er með í för en hann sér um Snapchat reikning Nova þessa dagana. Þeir sem fylgja Nova á Snapchat undir nafninu novaisland geta skyggnst á bakvið tjöldin og fylgst með ferðum strákanna.Sjá einnig: Leiðin að búrinu: Magnús Ingi Ingvarsson vs. Tim BarnettSjá einnig: Leiðin að búrinu: Birgir Örn Tómasson vs. Gavin HughesBirgir Örn Tómasson, Magnús Ingi Ingvarsson og Bjarki Ómarsson.mynd/mjölnir MMA Tengdar fréttir Magnús Ingi: Ég þarf ekki nema eitt högg til að slá menn niður Magnús Ingi Ingvarsson átti frábært ár í fyrra er hann sigraði alla MMA bardaga sína með rothöggi í fyrstu lotu. Magnús æfir í Mjölni og keppir sinn sjötta MMA bardaga í mars. 28. janúar 2015 23:00 Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Annað kvöld munu þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson berjast á Shinobi War bardagakvöldinu í Liverpool. Bardagamennirnir keppa fyrir hönd Mjölnis og eru tilbúnir í slaginn. Vigtun fór fram í hádeginu í dag og náðu allir vigt. Eftir vigtunina skelltu þeir sér á Nandos og fengu sér kærkomna máltíð enda hafa strákarnir borðað lítið sem ekkert síðustu daga. „Við ætlum á brasilískt steikhús í kvöld og éta yfir okkur af kjöti. Það er venjan að fara í bíó kvöldið fyrir bardagana og við munum halda í þá hefð í kvöld,“segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis en hann er með í för. Birgir Örn Tómasson (2-0) berst um léttvigtartitilinn en hann mætir Gavin Hughes (5-0) í lokabardaga kvöldsins. Bjarki Þór Pálsson hirti sama belti í fyrra en þurfti að láta það af hendi þar sem hann snýr sér að atvinnumennsku í íþróttinni. Birgir Örn getur því haldið beltinu í höndum Mjölnis með sigri. Kapparnir munu taka því rólega á morgun áður en þeir halda upp í höll um fjögur leitið. Fyrstur á vað er Bjarki Ómarsson og er reiknað með að hann byrji á milli 21 og 22 annað kvöld og þeir Magnús og Birgir einhverju síðar. Þess má geta að Gunnar Nelson er með í för en hann sér um Snapchat reikning Nova þessa dagana. Þeir sem fylgja Nova á Snapchat undir nafninu novaisland geta skyggnst á bakvið tjöldin og fylgst með ferðum strákanna.Sjá einnig: Leiðin að búrinu: Magnús Ingi Ingvarsson vs. Tim BarnettSjá einnig: Leiðin að búrinu: Birgir Örn Tómasson vs. Gavin HughesBirgir Örn Tómasson, Magnús Ingi Ingvarsson og Bjarki Ómarsson.mynd/mjölnir
MMA Tengdar fréttir Magnús Ingi: Ég þarf ekki nema eitt högg til að slá menn niður Magnús Ingi Ingvarsson átti frábært ár í fyrra er hann sigraði alla MMA bardaga sína með rothöggi í fyrstu lotu. Magnús æfir í Mjölni og keppir sinn sjötta MMA bardaga í mars. 28. janúar 2015 23:00 Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Magnús Ingi: Ég þarf ekki nema eitt högg til að slá menn niður Magnús Ingi Ingvarsson átti frábært ár í fyrra er hann sigraði alla MMA bardaga sína með rothöggi í fyrstu lotu. Magnús æfir í Mjölni og keppir sinn sjötta MMA bardaga í mars. 28. janúar 2015 23:00
Tíminn vinnur ekki með mér en ég stefni á toppinn Birgir Örn Tómasson er 33 ára gamall bardagakappi og tveggja barna faðir sem berst um titil á Englandi í mars. 26. febrúar 2015 11:30