Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2015 15:39 vísir/gva Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. Hann sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru á mjög traustum stjórnskipunarlegum grunni. Utanríkismál væru á forræði framkvæmdavaldsins en ekki löggjafans og því geti Alþingi ekki gripið inn í meðferð utanríkismála. Hann beri þó virðingu fyrir því að stjórnarandstöðunni hafi þótt fram hjá sér og þinginu gengið. Þá sagði Gunnar að það ætti engum að dyljast að ríkisstjórnin hafi haft það á stefnuskránni að binda endi á umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu. Stefna ríkisstjórnarflokkanna hefði öllum verið ljós og því hefðu flokkarnir fengið skýrt brautargengi í kosningunum. „Það fóru fram kosningar þar sem afstaða fyrra þings laut í lægra haldi og gjörbreytti pólitísku landslagi á Íslandi. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus og mönnum hefur verið tíðrætt um lýðræðislega stjórnarhætti síðustu daga. Í því samhengi verður að halda því til haga að það samræmist ekki lýðræðislegum stjórnarháttum ef ný ríkisstjórn er bundin því að fylgja eftir stefnumálum fyrri ríkisstjórnar sem kjósendur hafa hafnað,“ sagði Gunnar Bragi. „Mín skoðun er síðan sú að til að endurvekja þetta ferli þá þurfi að endurnýja umsóknina og það fari best á því að það það verði þjóðin sem það geri í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig að því verði staðið er mál seinni tíma. Síðari ríkisstjórna en ekki síður ESB sem leggur línurnar um hvernig staðið verði að málum. Nú er staðan sú að málið er á borði ESB og það er fyrir sambandið að vega það og meta hvernig það bregst við bréfinu,“ sagði hann jafnframt og bætti við að hann ætti ekki von á öðru en að Evrópusambandið myndi fallast á beiðni íslenskra stjórnvalda.Hægt er að hlusta á ræðu Gunnars Braga í heild hér. Alþingi Tengdar fréttir Tilraun til að lenda ESB málinu í góðu Ákvörðunin tekin í samráði við ESB. 16. mars 2015 18:59 Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05 Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15 Brigslað um svik og svínarí Hiti var í þingmönnum í gær vegna ESB-mála. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um valdníðslu og brot gegn þingræðinu. Forsætisráðherra sagður svíkja drengskaparheit. Besta mögulega leiðin, segir forsætisráðherra. 17. mars 2015 07:30 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. Hann sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru á mjög traustum stjórnskipunarlegum grunni. Utanríkismál væru á forræði framkvæmdavaldsins en ekki löggjafans og því geti Alþingi ekki gripið inn í meðferð utanríkismála. Hann beri þó virðingu fyrir því að stjórnarandstöðunni hafi þótt fram hjá sér og þinginu gengið. Þá sagði Gunnar að það ætti engum að dyljast að ríkisstjórnin hafi haft það á stefnuskránni að binda endi á umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu. Stefna ríkisstjórnarflokkanna hefði öllum verið ljós og því hefðu flokkarnir fengið skýrt brautargengi í kosningunum. „Það fóru fram kosningar þar sem afstaða fyrra þings laut í lægra haldi og gjörbreytti pólitísku landslagi á Íslandi. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus og mönnum hefur verið tíðrætt um lýðræðislega stjórnarhætti síðustu daga. Í því samhengi verður að halda því til haga að það samræmist ekki lýðræðislegum stjórnarháttum ef ný ríkisstjórn er bundin því að fylgja eftir stefnumálum fyrri ríkisstjórnar sem kjósendur hafa hafnað,“ sagði Gunnar Bragi. „Mín skoðun er síðan sú að til að endurvekja þetta ferli þá þurfi að endurnýja umsóknina og það fari best á því að það það verði þjóðin sem það geri í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig að því verði staðið er mál seinni tíma. Síðari ríkisstjórna en ekki síður ESB sem leggur línurnar um hvernig staðið verði að málum. Nú er staðan sú að málið er á borði ESB og það er fyrir sambandið að vega það og meta hvernig það bregst við bréfinu,“ sagði hann jafnframt og bætti við að hann ætti ekki von á öðru en að Evrópusambandið myndi fallast á beiðni íslenskra stjórnvalda.Hægt er að hlusta á ræðu Gunnars Braga í heild hér.
Alþingi Tengdar fréttir Tilraun til að lenda ESB málinu í góðu Ákvörðunin tekin í samráði við ESB. 16. mars 2015 18:59 Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05 Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15 Brigslað um svik og svínarí Hiti var í þingmönnum í gær vegna ESB-mála. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um valdníðslu og brot gegn þingræðinu. Forsætisráðherra sagður svíkja drengskaparheit. Besta mögulega leiðin, segir forsætisráðherra. 17. mars 2015 07:30 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Skorar á stjórnarandstöðu að láta reyna á vantraust Þingforseti segir ekki gengið á rétt þingsins 16. mars 2015 20:05
Bréf til ESB hættulegt fordæmi Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita. 17. mars 2015 08:15
Brigslað um svik og svínarí Hiti var í þingmönnum í gær vegna ESB-mála. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um valdníðslu og brot gegn þingræðinu. Forsætisráðherra sagður svíkja drengskaparheit. Besta mögulega leiðin, segir forsætisráðherra. 17. mars 2015 07:30
Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48