Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Bjarki Ármannsson skrifar 16. mars 2015 18:17 Hanna Birna Kristjánsdóttir. Vísir/Vilhelm Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins og svara spurningum um það. Nefndin bauð Hönnu Birnu á sinn fund í janúar, í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis sagði samskipti hennar við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins „ósamrýmanleg“ stöðu hennar, en svar hennar barst ekki fyrr en í dag. Í bréfi Hönnu Birnu, sem fréttastofa RÚV birti fyrr í dag, kemur einnig fram að hún hyggst snúa aftur á Alþingi seinni hluta næsta mánaðar. Hún vísar til þess að hún hafi þegar svarað skriflegum fyrirspurnum umboðsmanns og að hún gegni ekki lengur embætti ráðherra. Hún vísar til þeirra upplýsinga og gagna sem þegar liggja fyrir í málinu og segist ekki óska eftir að koma frekari upplýsingum á framfæri.Sjá einnig: Hanna Birna setjist ekki aftur á þing „Rannsókn og saksókn umrædds máls lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrum aðstoðarmanni mínum í nóvember síðastliðnum,“ segir Hanna Birna í bréfi sínu, en Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, játaði í nóvember að hafa lekið persónuupplýsingum úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Hanna Birna hefur ítrekað haldið því fram að hún hafi ekki vitað af broti Gísla Freys fyrr en hann játaði það. „Í það ár sem málið var til umræðu reyndi ég alltaf að svara spurningum um það í samræmi við þá vitneskju sem ég hafði á hverjum tíma,“ segir jafnframt í bréfinu, en fundarboð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var meðal annars sent vegna þess að þingmenn töldu fullyrðingar Hönnu Birnu um málið á Alþingi ekki standast. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja tjá sig um svar ráðherrans fyrrverandi fyrr en eftir að nefndin hefur tekið það fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30 Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins og svara spurningum um það. Nefndin bauð Hönnu Birnu á sinn fund í janúar, í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis sagði samskipti hennar við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins „ósamrýmanleg“ stöðu hennar, en svar hennar barst ekki fyrr en í dag. Í bréfi Hönnu Birnu, sem fréttastofa RÚV birti fyrr í dag, kemur einnig fram að hún hyggst snúa aftur á Alþingi seinni hluta næsta mánaðar. Hún vísar til þess að hún hafi þegar svarað skriflegum fyrirspurnum umboðsmanns og að hún gegni ekki lengur embætti ráðherra. Hún vísar til þeirra upplýsinga og gagna sem þegar liggja fyrir í málinu og segist ekki óska eftir að koma frekari upplýsingum á framfæri.Sjá einnig: Hanna Birna setjist ekki aftur á þing „Rannsókn og saksókn umrædds máls lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrum aðstoðarmanni mínum í nóvember síðastliðnum,“ segir Hanna Birna í bréfi sínu, en Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, játaði í nóvember að hafa lekið persónuupplýsingum úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Hanna Birna hefur ítrekað haldið því fram að hún hafi ekki vitað af broti Gísla Freys fyrr en hann játaði það. „Í það ár sem málið var til umræðu reyndi ég alltaf að svara spurningum um það í samræmi við þá vitneskju sem ég hafði á hverjum tíma,“ segir jafnframt í bréfinu, en fundarboð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var meðal annars sent vegna þess að þingmenn töldu fullyrðingar Hönnu Birnu um málið á Alþingi ekki standast. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja tjá sig um svar ráðherrans fyrrverandi fyrr en eftir að nefndin hefur tekið það fyrir á fundi sínum í fyrramálið.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30 Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00
Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18
Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30
Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30