Utanríkismálum útvistað til leikskóla segir Þorsteinn Pálsson Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2015 12:09 Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið fari fram undir lok kjörtímabilsins. Þorsteinn Pálsson segir engu líkara en utanríkismálum þjóðarinnar hafi verið útvistað til leikskólans Grænuborgar. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og formaður flokksins um tíma og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Á landsþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti flokkurinn ályktun um að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu og á sama fundi lét Valgerður af formennsku og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður. Ný forysta gerði ekkert með ályktun landsþingsins um Evrópumál. Þetta hefur valdið Valgerði Vonbrigðum. „Já, já auðvitað hefur það gert það. Ég hef nú að mestu leyti haldið mig til hlés en ég hef þó verið að starfa svolítið innan Já Ísland félagsskaparins. Og er ekki tilbúin að gefa þetta algerlega upp á bátinn,” segir Valgerður. Það sé þó ekki komið að því að þessi mál fæli hana úr Framsóknarflokknum. Valgerður segir enn vera fólk innan flokksins sem deili skoðunum með henni. Það velti nú fyrir sér hvað bréf Gunnars Braga Sveinssonar til Evrópusambandsins þýði. Hún telji krónuna ekki eiga framtíð fyrir sér þegar höft hafi verið afnumin. Það sé skynsamlegast að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er gáttaður á stöðu utanríkismála. „Maður veit eiginlega ekki hvort á að taka þetta í alvöru eða gamni. Það er eiginlega engu líkara en að og ég hygg að ef maður myndi horfa á þetta utanfrá séð þá myndi maður halda að ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg,” sagði Þorsteinn.Ekki til Bessastaða? „Það má vel vera. Svo er spurningin hver er munurinn þar á milli,” segir Þorsteinn. Vísaði Þorsteinn til misvísandi túlkana utanríkisráðherra, formanns utanríkismálanefndar, Morgunblaðsins og fleiri á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Forsætisráðherra hafi fullyrt að samráð hafi verið haft við Evrópusambandið um efni bréfsins. „En sniðganga á sama tíma lögbundið samráð við Alþingi Íslendinga. Þá eru einhverjar siðferðilegar stoðir brostnar,” segir Þorsteinn. Þetta sé mjög alvarlegt og það þurfi t.d. að upplýsa hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af þessu. Það sé engin tilviljun að fylgi flokksins hafi hrunið eftir síðasta landsfund flokksins þar sem stefnan í Evrópumálum var samþykkt, hjá flokki sem áður hafi í áratugi hafi verið í forystu um utanríkismál þjóðarinnar. „Og ég sakna þess að flokkurinn hafi gefið það hlutverk eftir. Afleiðingin er sú að utanríkismálin eru eins og einhver skrípaleikur,” sagði Þorsteinn Pálsson á Sprengisandi í morgun. Alþingi ESB-málið Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið fari fram undir lok kjörtímabilsins. Þorsteinn Pálsson segir engu líkara en utanríkismálum þjóðarinnar hafi verið útvistað til leikskólans Grænuborgar. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og formaður flokksins um tíma og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Á landsþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti flokkurinn ályktun um að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu og á sama fundi lét Valgerður af formennsku og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður. Ný forysta gerði ekkert með ályktun landsþingsins um Evrópumál. Þetta hefur valdið Valgerði Vonbrigðum. „Já, já auðvitað hefur það gert það. Ég hef nú að mestu leyti haldið mig til hlés en ég hef þó verið að starfa svolítið innan Já Ísland félagsskaparins. Og er ekki tilbúin að gefa þetta algerlega upp á bátinn,” segir Valgerður. Það sé þó ekki komið að því að þessi mál fæli hana úr Framsóknarflokknum. Valgerður segir enn vera fólk innan flokksins sem deili skoðunum með henni. Það velti nú fyrir sér hvað bréf Gunnars Braga Sveinssonar til Evrópusambandsins þýði. Hún telji krónuna ekki eiga framtíð fyrir sér þegar höft hafi verið afnumin. Það sé skynsamlegast að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er gáttaður á stöðu utanríkismála. „Maður veit eiginlega ekki hvort á að taka þetta í alvöru eða gamni. Það er eiginlega engu líkara en að og ég hygg að ef maður myndi horfa á þetta utanfrá séð þá myndi maður halda að ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg,” sagði Þorsteinn.Ekki til Bessastaða? „Það má vel vera. Svo er spurningin hver er munurinn þar á milli,” segir Þorsteinn. Vísaði Þorsteinn til misvísandi túlkana utanríkisráðherra, formanns utanríkismálanefndar, Morgunblaðsins og fleiri á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Forsætisráðherra hafi fullyrt að samráð hafi verið haft við Evrópusambandið um efni bréfsins. „En sniðganga á sama tíma lögbundið samráð við Alþingi Íslendinga. Þá eru einhverjar siðferðilegar stoðir brostnar,” segir Þorsteinn. Þetta sé mjög alvarlegt og það þurfi t.d. að upplýsa hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af þessu. Það sé engin tilviljun að fylgi flokksins hafi hrunið eftir síðasta landsfund flokksins þar sem stefnan í Evrópumálum var samþykkt, hjá flokki sem áður hafi í áratugi hafi verið í forystu um utanríkismál þjóðarinnar. „Og ég sakna þess að flokkurinn hafi gefið það hlutverk eftir. Afleiðingin er sú að utanríkismálin eru eins og einhver skrípaleikur,” sagði Þorsteinn Pálsson á Sprengisandi í morgun.
Alþingi ESB-málið Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira