Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. Talsmaður írakskra stjórnvalda greindu frá þessu fyrr í dag.
Khorsabad er 2.700 ára gamall bær og meðal annars þekktur fyrir lamassustyttur sínar - styttur af nautum með mannshöfuð og vængi. Khorsabad hét áður Dur-Sharrukin og var mikilvæg borg í ríki Assýríu.
Síðustu daga hafa borist fregnir af því að liðsmenn ISIS hafi eyðilagt hina fornu bæi Nineveh, Nimrud og Hatra.
Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak

Tengdar fréttir

Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum
Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar.

Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum
Yfirmaður UNESCO vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um varðveitingu menningararfleifðar Írak.

ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni
Liðsmenn ISIS hafa birt myndband sem sýnir þá eyðileggja ævaforna muni á safni í íröksku borginni Mosul.

ISIS skemma aðra forna borg í Írak
Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu.