Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2015 07:31 Flugvélin lækkaði flugið í átta mínútur áður en hún lenti á fjallshlíð. Vísir/AFP Annar flugmaður Germanwings vélarinnar sem brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn var læstur út úr flugstjórnarklefanum. New York Times heldur því fram að á upptökum úr klefanum megi heyra að flugmaðurinn yfirgaf klefann áður en flugvélin hóf að lækka flugið. Þegar hann snýr aftur bankar hann og fær ekkert svar, þá ber hann fastar á hurðina og fastar, en aldrei er honum svarað á nokkurn hátt. Að lokum reyndi hann að sparka hurðina niður án árangurs en ekkert heyrist frá hinum flugmanninum áður en vélin flýgur á fjallið.AFP fréttaveitan segir einnig svipaða sögu, en áður en vélin lenti á fjallinu mátti heyra viðvörunarbjöllur og engin neyðarköll voru send frá vélinni. Heimildarmenn beggja miðla segja ekki ljóst hvort að flugstjórinn eða aðstoðarflugmaðurinn hafi yfirgefið klefann. Sérfræðingar sem AFP hefur rætt við segja mögulegt að flugmaðurinn hafi verið í yfirliði, eða hann hafi verið látinn. Þá gæti þetta verið viljaverk, eða hann hafi verið neyddur til þess. Ættingjar þeirra sem fórust með vél German Wings í ölpunum í fyrradag eru á leið á slysstaðinn til þess að votta hinum látnu virðingu sína. Móðurfélagið Lufthansa hefur boðið fólkinu að fljúga annaðhvort frá Dusseldorf eða Barcelona og til Marseille og þaðan verður fólkinu síðan ekið að slysstaðnum, þar sem 150 manns fórust. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Enginn komst lífs af Björgunarmenn hafa verið kallaðir af vettvangi. 24. mars 2015 21:09 Bestu sérfræðingar heims vinna að rannsókn flugslyssins Skyndilegt fall á loftþrýstingi gæti skýrt flugslysið í frönsku ölpunum í gær. Flugritar munu varpa ljósi á hvað gerðist í raun og veru. 25. mars 2015 19:15 Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11 Airbus-þota Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum 150 manns voru um borð í vélinni og eru allir taldir af. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. 24. mars 2015 10:52 Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Annar flugmaður Germanwings vélarinnar sem brotlenti í Ölpunum á þriðjudaginn var læstur út úr flugstjórnarklefanum. New York Times heldur því fram að á upptökum úr klefanum megi heyra að flugmaðurinn yfirgaf klefann áður en flugvélin hóf að lækka flugið. Þegar hann snýr aftur bankar hann og fær ekkert svar, þá ber hann fastar á hurðina og fastar, en aldrei er honum svarað á nokkurn hátt. Að lokum reyndi hann að sparka hurðina niður án árangurs en ekkert heyrist frá hinum flugmanninum áður en vélin flýgur á fjallið.AFP fréttaveitan segir einnig svipaða sögu, en áður en vélin lenti á fjallinu mátti heyra viðvörunarbjöllur og engin neyðarköll voru send frá vélinni. Heimildarmenn beggja miðla segja ekki ljóst hvort að flugstjórinn eða aðstoðarflugmaðurinn hafi yfirgefið klefann. Sérfræðingar sem AFP hefur rætt við segja mögulegt að flugmaðurinn hafi verið í yfirliði, eða hann hafi verið látinn. Þá gæti þetta verið viljaverk, eða hann hafi verið neyddur til þess. Ættingjar þeirra sem fórust með vél German Wings í ölpunum í fyrradag eru á leið á slysstaðinn til þess að votta hinum látnu virðingu sína. Móðurfélagið Lufthansa hefur boðið fólkinu að fljúga annaðhvort frá Dusseldorf eða Barcelona og til Marseille og þaðan verður fólkinu síðan ekið að slysstaðnum, þar sem 150 manns fórust.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Enginn komst lífs af Björgunarmenn hafa verið kallaðir af vettvangi. 24. mars 2015 21:09 Bestu sérfræðingar heims vinna að rannsókn flugslyssins Skyndilegt fall á loftþrýstingi gæti skýrt flugslysið í frönsku ölpunum í gær. Flugritar munu varpa ljósi á hvað gerðist í raun og veru. 25. mars 2015 19:15 Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11 Airbus-þota Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum 150 manns voru um borð í vélinni og eru allir taldir af. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. 24. mars 2015 10:52 Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Bestu sérfræðingar heims vinna að rannsókn flugslyssins Skyndilegt fall á loftþrýstingi gæti skýrt flugslysið í frönsku ölpunum í gær. Flugritar munu varpa ljósi á hvað gerðist í raun og veru. 25. mars 2015 19:15
Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11
Airbus-þota Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum 150 manns voru um borð í vélinni og eru allir taldir af. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. 24. mars 2015 10:52
Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15