Frakkland Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. Erlent 18.2.2025 07:15 Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 17.2.2025 06:51 Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. Erlent 15.2.2025 23:58 Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Tólf særðust, þar af sex alvarlega, þegar handsprengju var kastað inni á bar í borginni Grenoble í Frakklandi í gærkvöldi. Erlent 13.2.2025 07:22 Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Hin franska Jemima Kabeya, sem talin var einn efnilegasti markvörður Frakklands í handbolta, er látin aðeins 21 árs að aldri. Handbolti 11.2.2025 15:15 Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni. Erlent 11.2.2025 14:29 Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Þann 24. febrúar næstkomandi, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að Dominique Pelicot og samverkamenn hans voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn Gisele Pelicot, hefjast réttarhöld yfir manni sem talinn er einn svívirðilegasti barnaníðingur Frakklands. Erlent 11.2.2025 07:43 Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Skoski sjónvarpsleikarinn Callum Kerr hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna andláts móður sinnar og eiginmanns hennar í Aveyron í suðvesturhluta Frakklands þar sem þau bjuggu. Franska lögreglan rannsakar andlát þeirra en grunur leikur á að þau hafi verið myrt. Erlent 9.2.2025 09:43 Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. Lífið 9.2.2025 07:36 Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Sjö norskir skíðagarpar urðu fyrir snjóflóði í frönsku Ölpunum í dag. Fjórir eru látnir samkvæmt tilkynningu franskra yfirvalda. Erlent 29.1.2025 21:25 Mona Lisa fær sérherbergi Mona Lisa verður færð í sérherbergi í Louvre-safninu í París, og gestir utan Evrópusambandsins munu greiða hærri aðgangseyri. Þetta kom fram á blaðamannafundi Macrons frakklandsforseta um fyrirhugaðar umbætur á safninu. Erlent 28.1.2025 19:23 Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Íslenska ríkið var í dag sýknað af öllum kröfum Birkis Kristinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis, í BK-44 málinu svokallaða fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, fer hins vegar ekki tómhentur frá Strassborg. Viðskipti innlent 21.1.2025 12:03 Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Auglýsing frá pakistanska flugfélaginu Pakistan Airlines hefur vakið hörð viðbrögð síðustu daga, svo hörð raunar að forsætisráðherra landsins hefur fyrirskipað rannsókn á málinu. Erlent 16.1.2025 07:02 Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Fjársvikar þóttist vera Brad Pitt í rúmlega ár til að svíkja konu um tugi milljóna. Konan hélt að hún væri að greiða fyrir krabbameinsmeðferð leikarans. Viðtal við hana hefur fengið mikla neikvæða athygli á netinu. Erlent 14.1.2025 19:41 Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Sporvagnar lentu saman á aðallestarstöðinni í Strassborg í Frakklandi í gær með þeim afleiðingum að 68 slösuðust. Erlent 12.1.2025 17:47 „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Caroline Darian, dóttir Dominique og Giséle Pelicot, segist sannfærð um að faðir sinn hafi einnig nauðgað henni þó engar sannanir séu fyrir því. Mynd af hálfklæddri meðvitundarlausri dótturinni fundust í tölvu föðursins. Hún vonar að hann losni aldrei úr fangelsi. Erlent 11.1.2025 08:27 Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Lögregluyfirvöld í Frakklandi hefur handtekið stofnanda vefsíðunnar sem Dominique Pelicot notaði til að finna aðra menn til að nauðga eiginkonu sinni. Erlent 9.1.2025 08:03 Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum. Erlent 7.1.2025 16:41 Le Pen látinn Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska öfgahægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, er látinn, 96 ára að aldri. Hann bauð sig fram fimm sinnum til forseta en dóttir hans, Marine Le Pen, fylgdi í fótspor hans. Erlent 7.1.2025 12:28 Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Réttarhöld hefjast í dag yfir Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, en hann er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í ólögleg kosningaframlög frá ríkisstjórn Muammar Gaddafi, þáverandi leiðtoga Líbíu, árið 2007. Erlent 6.1.2025 07:03 Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. Erlent 28.12.2024 22:54 Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. Erlent 20.12.2024 10:38 EastJet flýgur til Basel og Lyon Breska flugfélagið easyJet bætti í dag við Basel Mulhouse í Sviss og Lyon í Frakklandi sem áfangastöðum frá Keflavíkurflugvelli á áætlun félagsins fyrir sumarið 2025. Sala miða er þegar hafin. Viðskipti innlent 19.12.2024 12:26 Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Dominique Pelicot hefur verið sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Enginn af hinum mönnunum fimmtíu var sýknaður að fullu. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot. Erlent 19.12.2024 08:55 Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Dómarar í frönsku borginni Avignon munu dæma Pelicot málinu svokallaða síðar í dag en þar eru fimmtíu og einn karl ákærðir fyrir að nauðga Gisèle Pelicot reglulega í um áratug. Erlent 19.12.2024 06:38 Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. Erlent 18.12.2024 14:20 Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Björgunarsveitarmenn keppast enn við að ná til byggða sem óttast er að fellibylurinn Chido hafi leikið mjög grátt í eyjaklasanum Mayotte á Indlandshafi. Óttast er að þúsundir hafi dáið þegar hitabeltislægðin gekk þar yfir en samgöngur og samskiptakerfi liggja enn víða niðri. Erlent 16.12.2024 16:05 Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. Erlent 16.12.2024 11:31 Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. Erlent 15.12.2024 21:34 Fimm skotnir til bana í Frakklandi Tveir flóttamenn og tveir öryggisverðir voru skotnir til bana á ströndinni í Loon-Plage nálægt Dunkerque í Norður-Frakklandi í dag. Eftir skotárásina gaf 22 ára maður sig fram og sagðist hafa skotið fimmtu manneskjuna til bana fyrr um daginn. Erlent 14.12.2024 19:14 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 43 ›
Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. Erlent 18.2.2025 07:15
Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 17.2.2025 06:51
Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. Erlent 15.2.2025 23:58
Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Tólf særðust, þar af sex alvarlega, þegar handsprengju var kastað inni á bar í borginni Grenoble í Frakklandi í gærkvöldi. Erlent 13.2.2025 07:22
Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Hin franska Jemima Kabeya, sem talin var einn efnilegasti markvörður Frakklands í handbolta, er látin aðeins 21 árs að aldri. Handbolti 11.2.2025 15:15
Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni. Erlent 11.2.2025 14:29
Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Þann 24. febrúar næstkomandi, rétt rúmum tveimur mánuðum eftir að Dominique Pelicot og samverkamenn hans voru dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn Gisele Pelicot, hefjast réttarhöld yfir manni sem talinn er einn svívirðilegasti barnaníðingur Frakklands. Erlent 11.2.2025 07:43
Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Skoski sjónvarpsleikarinn Callum Kerr hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna andláts móður sinnar og eiginmanns hennar í Aveyron í suðvesturhluta Frakklands þar sem þau bjuggu. Franska lögreglan rannsakar andlát þeirra en grunur leikur á að þau hafi verið myrt. Erlent 9.2.2025 09:43
Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn á lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand í Frakklandi. Hátíðin var haldin í gærkvöldi. Ingvar hlaut verðlaunin sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. Lífið 9.2.2025 07:36
Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Sjö norskir skíðagarpar urðu fyrir snjóflóði í frönsku Ölpunum í dag. Fjórir eru látnir samkvæmt tilkynningu franskra yfirvalda. Erlent 29.1.2025 21:25
Mona Lisa fær sérherbergi Mona Lisa verður færð í sérherbergi í Louvre-safninu í París, og gestir utan Evrópusambandsins munu greiða hærri aðgangseyri. Þetta kom fram á blaðamannafundi Macrons frakklandsforseta um fyrirhugaðar umbætur á safninu. Erlent 28.1.2025 19:23
Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Íslenska ríkið var í dag sýknað af öllum kröfum Birkis Kristinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis, í BK-44 málinu svokallaða fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, fer hins vegar ekki tómhentur frá Strassborg. Viðskipti innlent 21.1.2025 12:03
Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Auglýsing frá pakistanska flugfélaginu Pakistan Airlines hefur vakið hörð viðbrögð síðustu daga, svo hörð raunar að forsætisráðherra landsins hefur fyrirskipað rannsókn á málinu. Erlent 16.1.2025 07:02
Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Fjársvikar þóttist vera Brad Pitt í rúmlega ár til að svíkja konu um tugi milljóna. Konan hélt að hún væri að greiða fyrir krabbameinsmeðferð leikarans. Viðtal við hana hefur fengið mikla neikvæða athygli á netinu. Erlent 14.1.2025 19:41
Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Sporvagnar lentu saman á aðallestarstöðinni í Strassborg í Frakklandi í gær með þeim afleiðingum að 68 slösuðust. Erlent 12.1.2025 17:47
„Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Caroline Darian, dóttir Dominique og Giséle Pelicot, segist sannfærð um að faðir sinn hafi einnig nauðgað henni þó engar sannanir séu fyrir því. Mynd af hálfklæddri meðvitundarlausri dótturinni fundust í tölvu föðursins. Hún vonar að hann losni aldrei úr fangelsi. Erlent 11.1.2025 08:27
Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Lögregluyfirvöld í Frakklandi hefur handtekið stofnanda vefsíðunnar sem Dominique Pelicot notaði til að finna aðra menn til að nauðga eiginkonu sinni. Erlent 9.1.2025 08:03
Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum. Erlent 7.1.2025 16:41
Le Pen látinn Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska öfgahægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, er látinn, 96 ára að aldri. Hann bauð sig fram fimm sinnum til forseta en dóttir hans, Marine Le Pen, fylgdi í fótspor hans. Erlent 7.1.2025 12:28
Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Réttarhöld hefjast í dag yfir Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, en hann er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í ólögleg kosningaframlög frá ríkisstjórn Muammar Gaddafi, þáverandi leiðtoga Líbíu, árið 2007. Erlent 6.1.2025 07:03
Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. Erlent 28.12.2024 22:54
Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. Erlent 20.12.2024 10:38
EastJet flýgur til Basel og Lyon Breska flugfélagið easyJet bætti í dag við Basel Mulhouse í Sviss og Lyon í Frakklandi sem áfangastöðum frá Keflavíkurflugvelli á áætlun félagsins fyrir sumarið 2025. Sala miða er þegar hafin. Viðskipti innlent 19.12.2024 12:26
Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Dominique Pelicot hefur verið sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Enginn af hinum mönnunum fimmtíu var sýknaður að fullu. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot. Erlent 19.12.2024 08:55
Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Dómarar í frönsku borginni Avignon munu dæma Pelicot málinu svokallaða síðar í dag en þar eru fimmtíu og einn karl ákærðir fyrir að nauðga Gisèle Pelicot reglulega í um áratug. Erlent 19.12.2024 06:38
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Hæstiréttur Frakklands staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir forsetanum fyrrverandi, Nicolas Sarkozy. Tvö ár skulu vera skilorðsbundin en hann mun geta afplánað það þriðja með því að bera ökklaband. Erlent 18.12.2024 14:20
Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Björgunarsveitarmenn keppast enn við að ná til byggða sem óttast er að fellibylurinn Chido hafi leikið mjög grátt í eyjaklasanum Mayotte á Indlandshafi. Óttast er að þúsundir hafi dáið þegar hitabeltislægðin gekk þar yfir en samgöngur og samskiptakerfi liggja enn víða niðri. Erlent 16.12.2024 16:05
Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. Erlent 16.12.2024 11:31
Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. Erlent 15.12.2024 21:34
Fimm skotnir til bana í Frakklandi Tveir flóttamenn og tveir öryggisverðir voru skotnir til bana á ströndinni í Loon-Plage nálægt Dunkerque í Norður-Frakklandi í dag. Eftir skotárásina gaf 22 ára maður sig fram og sagðist hafa skotið fimmtu manneskjuna til bana fyrr um daginn. Erlent 14.12.2024 19:14