Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2015 19:15 Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust með Airbus flugvélinni sem hrapaði í frönsku Ölpunum í gær þar sem flugvélin splundraðist algerlega þegar hún skall í fjallshlíðinni. Mikil sorg ríkir í Þýskalandi og Frakklandi þaðan sem flestir þeirra sem fórust voru frá. Airbus A320 flugvélin sem var á leið frá Barcelona á Spáni til Dusseldorf í Þýskalandi í gærmorgun, lækkaði flugið af óútskýrðum ástæðum eftir að hún náði 38 þúsund feta farflugshæð og missti flugumferðarstjórn samband við hana í 6.800 fetum. Merkel kanslari Þýskalands, Hollande Frakklandsforseti og Rajoy forsætisráðherra Spánar heimsóttu aðgerðarstjórn vegna slyssins í suðurhluta Frakklands í dag en áður höfðu Merkel og Hollande verið flogið með þyrlu yfir slysstaðinn. Mjög erfitt er að komast að slysstaðnum í um 2.000 metra hæð í frönsku Ölpunum og aðkoman er hryllileg, eins og Jean Louis Bietrix leiðsögumaður sem fylgdi björgunarsveitum á vettvang varð vitni að. „Það sem kom mest á óvart var að sjá hvernig flugvélin var orðin að engu. Hún er algerlega í molum, við gátum ekki borið kennsl á nokkurn einasta hlut. Maður fyllist algeru vonleysi þegar maður hugsar til fólksins sem var um borð. Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Bietrix við fréttamenn. Hundrað fjörtíu og fjórir farþegar og sex manna áhöfn fórust öll í slysinu. Forstjóri GermanWings greindi frá því í morgun að stafest væri að 72 Þjóðverjar og 35 Spánverjar hefðu farist með flugvél félagsins í gær. En að auki voru einn til þrír farþegar frá eftirtölum löndum: Bretlandi, Hollandi, Kólombíu, Mexikó, Japan, Danmörku, Belgíu, Ísrael, Ástralíu, Argentínu, Íran, Venezuela og Bandaríkjunum. Thomas Winkelmann forstjóri GermanWings sagði stjórnendur félagsins þakkláta þeim fjölda flugfélaga sem boðist hefðu til að fljúga farþegum félagsins eftir að stór hópur starfsfólks í áhöfnum GermanWings hefði ekki treyst sér af tilfinningaástæðum til að fljúga fyrir félagið í gær og í dag. „Æðstu stjórnendur félagsins hafa fullkinn skilning á þessu vegna þess að við erum í raun ein fjölskylda hjá fyrirtækinu. Allir þekkja alla hjá Germanwings. Þetta hefur því verið gífurlega mikið áfall fyrir alla okkar flugliða og flugmenn,“ segir Winkelmann. Á meðal þeirra sem fórust voru 16 ungmenni og tveir kennarar frá skóla í bænum Haltern am See, 37 þúsund manna bæ í norðvesturhluta Þýsklands. Ulirich Wessel skólastjóri var gráti næst þegar hann sagði frá því að fólk hafi haldið í vonina framan af. Kannski hafi verið fleiri en eitt flug á vegum Germanwings frá Barselóna þennan dag? En sú von hafi fljótlega dáið út og harmleikurinn legið ljós fyrir. „Héðan í frá verður ekkert með sama hætti í skólanum okkar. Hugur okkar er hjá foreldrum sem misst hafa sína elskulegu syni og dætur, hjá afa og ömmu sem hafa misst barnabörnin sín og hjá öllum ættingjum barnanna og kennaranna,“ segir Wessel. Annar flugrita flugvélarinnar, sá sem inniheldur hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum, er fundinn en ritinn sem afritar stöðu og breytingar á öllum mælitækjum hennar hefur enn ekki fundist. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust með Airbus flugvélinni sem hrapaði í frönsku Ölpunum í gær þar sem flugvélin splundraðist algerlega þegar hún skall í fjallshlíðinni. Mikil sorg ríkir í Þýskalandi og Frakklandi þaðan sem flestir þeirra sem fórust voru frá. Airbus A320 flugvélin sem var á leið frá Barcelona á Spáni til Dusseldorf í Þýskalandi í gærmorgun, lækkaði flugið af óútskýrðum ástæðum eftir að hún náði 38 þúsund feta farflugshæð og missti flugumferðarstjórn samband við hana í 6.800 fetum. Merkel kanslari Þýskalands, Hollande Frakklandsforseti og Rajoy forsætisráðherra Spánar heimsóttu aðgerðarstjórn vegna slyssins í suðurhluta Frakklands í dag en áður höfðu Merkel og Hollande verið flogið með þyrlu yfir slysstaðinn. Mjög erfitt er að komast að slysstaðnum í um 2.000 metra hæð í frönsku Ölpunum og aðkoman er hryllileg, eins og Jean Louis Bietrix leiðsögumaður sem fylgdi björgunarsveitum á vettvang varð vitni að. „Það sem kom mest á óvart var að sjá hvernig flugvélin var orðin að engu. Hún er algerlega í molum, við gátum ekki borið kennsl á nokkurn einasta hlut. Maður fyllist algeru vonleysi þegar maður hugsar til fólksins sem var um borð. Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Bietrix við fréttamenn. Hundrað fjörtíu og fjórir farþegar og sex manna áhöfn fórust öll í slysinu. Forstjóri GermanWings greindi frá því í morgun að stafest væri að 72 Þjóðverjar og 35 Spánverjar hefðu farist með flugvél félagsins í gær. En að auki voru einn til þrír farþegar frá eftirtölum löndum: Bretlandi, Hollandi, Kólombíu, Mexikó, Japan, Danmörku, Belgíu, Ísrael, Ástralíu, Argentínu, Íran, Venezuela og Bandaríkjunum. Thomas Winkelmann forstjóri GermanWings sagði stjórnendur félagsins þakkláta þeim fjölda flugfélaga sem boðist hefðu til að fljúga farþegum félagsins eftir að stór hópur starfsfólks í áhöfnum GermanWings hefði ekki treyst sér af tilfinningaástæðum til að fljúga fyrir félagið í gær og í dag. „Æðstu stjórnendur félagsins hafa fullkinn skilning á þessu vegna þess að við erum í raun ein fjölskylda hjá fyrirtækinu. Allir þekkja alla hjá Germanwings. Þetta hefur því verið gífurlega mikið áfall fyrir alla okkar flugliða og flugmenn,“ segir Winkelmann. Á meðal þeirra sem fórust voru 16 ungmenni og tveir kennarar frá skóla í bænum Haltern am See, 37 þúsund manna bæ í norðvesturhluta Þýsklands. Ulirich Wessel skólastjóri var gráti næst þegar hann sagði frá því að fólk hafi haldið í vonina framan af. Kannski hafi verið fleiri en eitt flug á vegum Germanwings frá Barselóna þennan dag? En sú von hafi fljótlega dáið út og harmleikurinn legið ljós fyrir. „Héðan í frá verður ekkert með sama hætti í skólanum okkar. Hugur okkar er hjá foreldrum sem misst hafa sína elskulegu syni og dætur, hjá afa og ömmu sem hafa misst barnabörnin sín og hjá öllum ættingjum barnanna og kennaranna,“ segir Wessel. Annar flugrita flugvélarinnar, sá sem inniheldur hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum, er fundinn en ritinn sem afritar stöðu og breytingar á öllum mælitækjum hennar hefur enn ekki fundist.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira