Útilokar ekki frumvarp um Seðlabanka á vorþingi Höskuldur Kári Schram skrifar 23. mars 2015 18:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að fjölga bankastjórum úr einum í þrjá. Nefnd sem var gert að endurskoða lög um Seðlabankann skilaði tillögu að frumvarpi fyrr í þessum mánuði en hún telur meðal annars skynsamlegt að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. Bankastjórum var fækkað eftir hrun en Bjarni segir að með þessari tillögu sé ekki verið að fara aftur í gamla fyrirkomulagið. Ráðningarferlið hafi meðal annars tekið breytingum og nú þurfi ráðherra að leita eftir stuðning alþingis ef hann ætlar ekki að ráða þann sem er metinn hæfastur. Þá hafa einni verið gerðar breytingar á samsetningu peningastjórnar og umgjörð bankastjórnar. „Þetta samanlegt gerir það að verkum að við erum ekki að fara beint aftur til gamla fyrirkomulagsins heldur erum við með uppfærðar breytingar í þessum tillögum sem að nú liggja fyrir. Ég ekki ennþá farið með þessar tillögur inn í ríkisstjórn en er með þetta til skoðunar,“ segir Bjarni. Bjarni segir flest lönd vera með fjölskipaða bankastjórn. „Ég hef tekið eftir því að það virðist gæta ákveðins misskilnings varðandi þá hugmynd. Staðreyndin er sú að þó víðast sé einn seðlabankastjóri, formaður bankastjórnar, þá eru bankastjórnirnar yfirleitt skipaðar fleiri en einum. Það er óvanalegt það fyrirkomulag sem við erum með á Íslandi að það sé einn í bankastjórn og sé þannig ekki samhliða og með öðrum að taka ákvarðanir,“ segir Bjarni. Hann útilokar ekki að leggja fram frumvarp þessa efnis á yfirstandandi vorþingi. „Það er ekki afráðið enn hvort að ég kem með frumvarpið inn í ríkisstjórn á næstunni og inn á þetta vorþing eða hvort það bíður haustsins. Ég er að skoða það núna og meta eftir að hafa fengið skýrsluna,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að fjölga bankastjórum úr einum í þrjá. Nefnd sem var gert að endurskoða lög um Seðlabankann skilaði tillögu að frumvarpi fyrr í þessum mánuði en hún telur meðal annars skynsamlegt að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. Bankastjórum var fækkað eftir hrun en Bjarni segir að með þessari tillögu sé ekki verið að fara aftur í gamla fyrirkomulagið. Ráðningarferlið hafi meðal annars tekið breytingum og nú þurfi ráðherra að leita eftir stuðning alþingis ef hann ætlar ekki að ráða þann sem er metinn hæfastur. Þá hafa einni verið gerðar breytingar á samsetningu peningastjórnar og umgjörð bankastjórnar. „Þetta samanlegt gerir það að verkum að við erum ekki að fara beint aftur til gamla fyrirkomulagsins heldur erum við með uppfærðar breytingar í þessum tillögum sem að nú liggja fyrir. Ég ekki ennþá farið með þessar tillögur inn í ríkisstjórn en er með þetta til skoðunar,“ segir Bjarni. Bjarni segir flest lönd vera með fjölskipaða bankastjórn. „Ég hef tekið eftir því að það virðist gæta ákveðins misskilnings varðandi þá hugmynd. Staðreyndin er sú að þó víðast sé einn seðlabankastjóri, formaður bankastjórnar, þá eru bankastjórnirnar yfirleitt skipaðar fleiri en einum. Það er óvanalegt það fyrirkomulag sem við erum með á Íslandi að það sé einn í bankastjórn og sé þannig ekki samhliða og með öðrum að taka ákvarðanir,“ segir Bjarni. Hann útilokar ekki að leggja fram frumvarp þessa efnis á yfirstandandi vorþingi. „Það er ekki afráðið enn hvort að ég kem með frumvarpið inn í ríkisstjórn á næstunni og inn á þetta vorþing eða hvort það bíður haustsins. Ég er að skoða það núna og meta eftir að hafa fengið skýrsluna,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira