Nýtt lag hátíðarinnar Aldrei fór ég Suður: „Þú gerir ekki rassgat einn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2015 13:38 Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar, og Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég Suður. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég Suður verður haldin í tólfta sinn á Ísafirði dagana 3. – 4. apríl. Líkt og fyrri ár verður margt um að vera á hátíðinni en í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar kemur fram að einn af bakhjörlum hennar sé Orkusalan. „Fyrirtækið er liður í því að hátíðin geti orðið að veruleika og gerir sitt til að halda stuðinu gangandi, en í fyrra mættu um þrjú þúsund manns á Aldrei fór ég Suður og er búist við að mikill fjöldi haldi Vestur til að skemmta sér og öðrum,“ segir í tilkynningunni. Sérstakt lag „Þú gerir ekki rassgat einn“ var samið fyrir hátíðina í ár en það er Bragi Valdimar Skúlason sem á heiðurinn að lagi og texta en sjálfur Helgi Björnsson syngur. „Mér finnst lagið alveg frábært og því tekst að lýsa vel stemningunni á bakvið Aldrei fór ég Suður. Það er nú víst þannig að þegar upp er staðið þá gerir maður auðvitað ekki rassgat einn og er gott að eiga góða að í verkefni sem þessu. Við hjá Orkusölunni viljum því leggja okkar af mörkum til að gera aðstandendum hátíðarinnar auðveldara fyrir og finnst mjög skemmtilegt að hafa meðal annars átt þátt í því að koma þessu lagi á framfæri og vekja þannig athygli á hátíðinni,“ segir Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar. Glænýtt myndband við lagið kom út í morgun en í því má meðal annars sjá myndefni frá fyrri hátíðum. Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég Suður, er í skýjunum með afraksturinn, „Það er gaman að sjá hversu margir flottir listamenn hafa komið fram og hversu vel allt hefur heppnast til þessa. Hátíðin í ár verður eflaust þar engin undantekning,“ segir Birna. Til að hátíðargestir fái að njóta enn frekar í ár var ákveðið að hver hljómsveit verði lengur á sviðinu eða í um 30 mínútur sem er um 10 mínútum lengur en í fyrra. „Þetta er langt ferðalag fyrir suma, bæði listamennina og gesti. Við ákváðum því að gefa tónlistarfólkinu tækifæri til að skemmta aðdáendum sínum meira og betur.“ segir Birna. Meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég Suður þetta árið eru Amaba Dama, Hugleikur Dagsson, Prins Póló, Saga Garðarsdóttir og Valdimar Guðmundsson. Aldrei fór ég suður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég Suður verður haldin í tólfta sinn á Ísafirði dagana 3. – 4. apríl. Líkt og fyrri ár verður margt um að vera á hátíðinni en í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar kemur fram að einn af bakhjörlum hennar sé Orkusalan. „Fyrirtækið er liður í því að hátíðin geti orðið að veruleika og gerir sitt til að halda stuðinu gangandi, en í fyrra mættu um þrjú þúsund manns á Aldrei fór ég Suður og er búist við að mikill fjöldi haldi Vestur til að skemmta sér og öðrum,“ segir í tilkynningunni. Sérstakt lag „Þú gerir ekki rassgat einn“ var samið fyrir hátíðina í ár en það er Bragi Valdimar Skúlason sem á heiðurinn að lagi og texta en sjálfur Helgi Björnsson syngur. „Mér finnst lagið alveg frábært og því tekst að lýsa vel stemningunni á bakvið Aldrei fór ég Suður. Það er nú víst þannig að þegar upp er staðið þá gerir maður auðvitað ekki rassgat einn og er gott að eiga góða að í verkefni sem þessu. Við hjá Orkusölunni viljum því leggja okkar af mörkum til að gera aðstandendum hátíðarinnar auðveldara fyrir og finnst mjög skemmtilegt að hafa meðal annars átt þátt í því að koma þessu lagi á framfæri og vekja þannig athygli á hátíðinni,“ segir Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar. Glænýtt myndband við lagið kom út í morgun en í því má meðal annars sjá myndefni frá fyrri hátíðum. Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég Suður, er í skýjunum með afraksturinn, „Það er gaman að sjá hversu margir flottir listamenn hafa komið fram og hversu vel allt hefur heppnast til þessa. Hátíðin í ár verður eflaust þar engin undantekning,“ segir Birna. Til að hátíðargestir fái að njóta enn frekar í ár var ákveðið að hver hljómsveit verði lengur á sviðinu eða í um 30 mínútur sem er um 10 mínútum lengur en í fyrra. „Þetta er langt ferðalag fyrir suma, bæði listamennina og gesti. Við ákváðum því að gefa tónlistarfólkinu tækifæri til að skemmta aðdáendum sínum meira og betur.“ segir Birna. Meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég Suður þetta árið eru Amaba Dama, Hugleikur Dagsson, Prins Póló, Saga Garðarsdóttir og Valdimar Guðmundsson.
Aldrei fór ég suður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira