Ár liðið frá snjóflóðinu: Tekst á við áskorunina en þykir erfitt að líta til baka SUnna Karen SIgurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2015 13:40 "Þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg. vísir/valli Ár er liðið frá einu mannskæðasta snjóflóði í sögu Everest. Sextán nepalskir leiðsögumenn fórust og var þess minnst í búðum fjallgöngumanna í dag. Ættingjar, leiðsögumenn og fjallgöngumenn komu saman og af virðingavotti við hina látnu var ákveðið að leggja niður störf í dag. Vilborg Arna Gissurardóttir upplifði hamfarirnar í fyrra en reynir nú aftur ári síðar við þetta stærsta fjall heims. Hún segir erfitt að líta til baka og viðurkennir að hún sé nú heldur hvekktari en áður þegar hún heyri snjóflóðin falla.Everest meiri áskorun en í byrjun „Það hefur verið mjög kyrrt yfir og menn leggja niður vinnu svona að mestu leyti. En þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg Arna sem nú er stödd í grunnbúðum Everest. Hún segir atburðina sitja henni í fersku minni og að það sé nánast óraunverulegt að vera í dag á sama stað í sömu sporum. Everest sé þannig orðin meiri áskorun en í byrjun. Þá gerir Vilborg ráð fyrir að vera á toppi fjallsins eftir um það bil mánuð.Óttablendin virðing fyrir framhaldinu„Við gerum ráð fyrir að toppa á bilinu 12.-25. maí en við erum núna farin að byrja að færa okkur upp í ísfallið. Við fórum til dæmis í fyrstu ferðina okkar upp í gær og það er í fyrsta sinn sem ég fer upp í sjálft ísfallið. Á sama tíma og það er stórkostlegt að upplifa þessa náttúru þá er maður líka með smá kökk í hálsinum yfir öllu því sem gerðist í fyrra. En svona heilt yfir er óttablendin virðing fyrir framhaldinu hjá flestum klifrurum á svæðinu,“ segir hún að lokum. Vilborg Arna Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ár er liðið frá einu mannskæðasta snjóflóði í sögu Everest. Sextán nepalskir leiðsögumenn fórust og var þess minnst í búðum fjallgöngumanna í dag. Ættingjar, leiðsögumenn og fjallgöngumenn komu saman og af virðingavotti við hina látnu var ákveðið að leggja niður störf í dag. Vilborg Arna Gissurardóttir upplifði hamfarirnar í fyrra en reynir nú aftur ári síðar við þetta stærsta fjall heims. Hún segir erfitt að líta til baka og viðurkennir að hún sé nú heldur hvekktari en áður þegar hún heyri snjóflóðin falla.Everest meiri áskorun en í byrjun „Það hefur verið mjög kyrrt yfir og menn leggja niður vinnu svona að mestu leyti. En þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg Arna sem nú er stödd í grunnbúðum Everest. Hún segir atburðina sitja henni í fersku minni og að það sé nánast óraunverulegt að vera í dag á sama stað í sömu sporum. Everest sé þannig orðin meiri áskorun en í byrjun. Þá gerir Vilborg ráð fyrir að vera á toppi fjallsins eftir um það bil mánuð.Óttablendin virðing fyrir framhaldinu„Við gerum ráð fyrir að toppa á bilinu 12.-25. maí en við erum núna farin að byrja að færa okkur upp í ísfallið. Við fórum til dæmis í fyrstu ferðina okkar upp í gær og það er í fyrsta sinn sem ég fer upp í sjálft ísfallið. Á sama tíma og það er stórkostlegt að upplifa þessa náttúru þá er maður líka með smá kökk í hálsinum yfir öllu því sem gerðist í fyrra. En svona heilt yfir er óttablendin virðing fyrir framhaldinu hjá flestum klifrurum á svæðinu,“ segir hún að lokum.
Vilborg Arna Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira