Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. apríl 2015 14:51 Frá vettvangi þar sem rannsóknarteymi lögreglunnar er að störfum. vísir/ernir Sjúkraflutningamenn voru kallaðir í Hafnarfjörð í dag vegna tilkynningar um tvö börn sem talið var að hefðu drukknað við Lækjarkinn. Slökkvilið og sjúkraflutningamenn voru kallaðir út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyssins. Tveir drengir hafa verið fluttir á slysadeild Erfiðar aðstæður voru á slysstað og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig Annar drengjanna komst til meðvitundar á vettvangi eftir endurlífgunartilraunir; hinn var fluttur án meðvitundar á slysadeild Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði rétt við Lækjarskóla Slysið átti sér stað við Reykdalsstíflu sem er við Lækjarkinn í Hafnarfirði.Mynd/Já Annar drengjanna sem fluttir voru á slysadeild komst til meðvitundar á vettvangi eftir endurlífgunartilraunir. Hinn drengurinn var fluttur án meðvitundar á slysadeild. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans, að svo stöddu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar festust drengirnir í fossi sem kemur af stíflunni. Á vettvangi var karl á þrítugsaldri sem reyndi að koma drengjunum tveimur til aðstoðar.Erfiðar aðstæður á slysstað „Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Björgunaraðgerðir gengu því erfiðlega, en lífgunartilraunir með annan drenginn báru fljótt árangur en verr gekk með hinn og ekki er hægt að fullyrða frekar um afdrif hans,“ segir lögreglan. Vettvangsvinna lögreglunnar stendur enn yfir en starfsmenn frá Hafnarfjarðarbæ komu einnig á vettvang og vinna að því ásamt lögreglu að yfirfæra aðstæður á og við slysstaðinn til að tryggja að slys sem þetta geti ekki endurtekið sig.Þriðja barnið kom til hjálparUm er að ræða tvo drengi á grunnskólaaldri en Lækjarskóli er í grennd við þar sem slysið átti sér stað. Þriðja barnið var á staðnum þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Því barni var kalt en barnið hafði reynt að koma hinum tveimur til aðstoðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ástand drengjanna tveggja alvarlegt. Hafa þeir verið fluttir á slysadeild Landspítalans. Litlar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu. Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16.58 með upplýsingum úr tilkynningu lögreglunnar. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Sjúkraflutningamenn voru kallaðir í Hafnarfjörð í dag vegna tilkynningar um tvö börn sem talið var að hefðu drukknað við Lækjarkinn. Slökkvilið og sjúkraflutningamenn voru kallaðir út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyssins. Tveir drengir hafa verið fluttir á slysadeild Erfiðar aðstæður voru á slysstað og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig Annar drengjanna komst til meðvitundar á vettvangi eftir endurlífgunartilraunir; hinn var fluttur án meðvitundar á slysadeild Atvikið átti sér stað í Hafnarfirði rétt við Lækjarskóla Slysið átti sér stað við Reykdalsstíflu sem er við Lækjarkinn í Hafnarfirði.Mynd/Já Annar drengjanna sem fluttir voru á slysadeild komst til meðvitundar á vettvangi eftir endurlífgunartilraunir. Hinn drengurinn var fluttur án meðvitundar á slysadeild. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans, að svo stöddu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar festust drengirnir í fossi sem kemur af stíflunni. Á vettvangi var karl á þrítugsaldri sem reyndi að koma drengjunum tveimur til aðstoðar.Erfiðar aðstæður á slysstað „Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Björgunaraðgerðir gengu því erfiðlega, en lífgunartilraunir með annan drenginn báru fljótt árangur en verr gekk með hinn og ekki er hægt að fullyrða frekar um afdrif hans,“ segir lögreglan. Vettvangsvinna lögreglunnar stendur enn yfir en starfsmenn frá Hafnarfjarðarbæ komu einnig á vettvang og vinna að því ásamt lögreglu að yfirfæra aðstæður á og við slysstaðinn til að tryggja að slys sem þetta geti ekki endurtekið sig.Þriðja barnið kom til hjálparUm er að ræða tvo drengi á grunnskólaaldri en Lækjarskóli er í grennd við þar sem slysið átti sér stað. Þriðja barnið var á staðnum þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn. Því barni var kalt en barnið hafði reynt að koma hinum tveimur til aðstoðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ástand drengjanna tveggja alvarlegt. Hafa þeir verið fluttir á slysadeild Landspítalans. Litlar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu. Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16.58 með upplýsingum úr tilkynningu lögreglunnar.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira