Stjórnarþingmenn kvörtuðu yfir stjórnarandstöðunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 14:42 Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkona sagði stjórnarandstöðuna röfla undir liðnum fundarstjórn forseta. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona framsóknar, sagðist vera orðinn stressuð vegna þeirra stóru mála sem liggja fyrir í þinginu. „Ég geng út frá því að við sem að hér sitjum í þessum sal viljum öll það sama; það er að vinna vel fyrir land og þjóð, afgreiða góð mál og bæta ásýnd Alþingis,“ sagði hún. „Hvernig má það þá vera að ítrekað þurfi maður að vera í þessum virðulega fundarsal alþingis og hlusta á, ég vil leyfa mér að segja röfl, herra forseti, þingmanna undir liðnum fundarstjórn forseta,“ sagði hún og sagði að sínu mati væri það misnotkun á fundarliðnum.Tók undir með Silju Elsa Lára Arnardóttir, flokksystir Silju Daggar, tók í sama streng. „Það er dapurlegt hvernig starfsemi þingsins er þessa dagana,“ sagði Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í umræðum um störf þingsins í morgun. „Ómældur tími fer í argaþras og leiðindi undir fundarstjórn forseta.“ Vísaði hún til athugasemda stjórnarandstöðuþingmanna sem gert hafa athugasemdir við að stór mál, eins og afnám gjaldeyrishafta, hafi ekki komið inn í þingið en eigi að afgreiða á þeim stutta tíma sem eftir er af vorþingi. „Á meðan viðhalda sömu þingmenn þessum dagskrárlið í gangi og getur þetta talið nokkrum klukkustundum á viku,“ sagði hún.Brugðust illa við Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar Framtíðar, sagði þessi mikilvægu mál væru alls ekki komin í þingið. „Það eru ýmis mál sem við bíðum eftir sem liggja alls ekki fyrir í þinginu,“ sagði hún og nefndi til dæmis húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði hún. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna,„Mér var nú bara hálf misboðið hérna áðan undir ræðum háttvirtra þingmanna Silju Daggar Gunnarsdóttir og Elsu Láru Árnadóttur, um að þingmenn væru ekki að vinna að fullum heilindum,“ sagði hún og bætti við að full ástæða hafi verið að gera athugasemdir um fjarveru leiðtoga ríkisstjórnarinnar í gær.Eins og einræðisherra úr Tinnabók Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að hver einasti þingmaður hefði rétt á því að koma í ræðustól og lýsa skoðunum sínum án þess að vera kallaðir röflarar. „Þegar forsætisráðherra hæstvirtur hagar sér eins og einræðisherra í Tinnabók og heldur að hann geti bara birst á tröppunum á stjórnarráðinu og tilkynnt um tilfærslur á byggingum, nýjar byggingar sem eigi að smíða, útdeilt styrkjum með sms-um hingað og þangað, fært til umdæmismörk lögregluyfirvalda og svo framvegis með pennastrikum, þá verða þingmenn Framsóknarflokksins einfaldlega að þola það að það sé gagnrýnt,“ sagði hann.Uppfært klukkan 15.00. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona framsóknar, sagðist vera orðinn stressuð vegna þeirra stóru mála sem liggja fyrir í þinginu. „Ég geng út frá því að við sem að hér sitjum í þessum sal viljum öll það sama; það er að vinna vel fyrir land og þjóð, afgreiða góð mál og bæta ásýnd Alþingis,“ sagði hún. „Hvernig má það þá vera að ítrekað þurfi maður að vera í þessum virðulega fundarsal alþingis og hlusta á, ég vil leyfa mér að segja röfl, herra forseti, þingmanna undir liðnum fundarstjórn forseta,“ sagði hún og sagði að sínu mati væri það misnotkun á fundarliðnum.Tók undir með Silju Elsa Lára Arnardóttir, flokksystir Silju Daggar, tók í sama streng. „Það er dapurlegt hvernig starfsemi þingsins er þessa dagana,“ sagði Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í umræðum um störf þingsins í morgun. „Ómældur tími fer í argaþras og leiðindi undir fundarstjórn forseta.“ Vísaði hún til athugasemda stjórnarandstöðuþingmanna sem gert hafa athugasemdir við að stór mál, eins og afnám gjaldeyrishafta, hafi ekki komið inn í þingið en eigi að afgreiða á þeim stutta tíma sem eftir er af vorþingi. „Á meðan viðhalda sömu þingmenn þessum dagskrárlið í gangi og getur þetta talið nokkrum klukkustundum á viku,“ sagði hún.Brugðust illa við Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar Framtíðar, sagði þessi mikilvægu mál væru alls ekki komin í þingið. „Það eru ýmis mál sem við bíðum eftir sem liggja alls ekki fyrir í þinginu,“ sagði hún og nefndi til dæmis húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði hún. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna,„Mér var nú bara hálf misboðið hérna áðan undir ræðum háttvirtra þingmanna Silju Daggar Gunnarsdóttir og Elsu Láru Árnadóttur, um að þingmenn væru ekki að vinna að fullum heilindum,“ sagði hún og bætti við að full ástæða hafi verið að gera athugasemdir um fjarveru leiðtoga ríkisstjórnarinnar í gær.Eins og einræðisherra úr Tinnabók Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að hver einasti þingmaður hefði rétt á því að koma í ræðustól og lýsa skoðunum sínum án þess að vera kallaðir röflarar. „Þegar forsætisráðherra hæstvirtur hagar sér eins og einræðisherra í Tinnabók og heldur að hann geti bara birst á tröppunum á stjórnarráðinu og tilkynnt um tilfærslur á byggingum, nýjar byggingar sem eigi að smíða, útdeilt styrkjum með sms-um hingað og þangað, fært til umdæmismörk lögregluyfirvalda og svo framvegis með pennastrikum, þá verða þingmenn Framsóknarflokksins einfaldlega að þola það að það sé gagnrýnt,“ sagði hann.Uppfært klukkan 15.00.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira