Mislukkuð hugbúnaðarverkefni kostuðu ríkið milljónir Bjarki Ármannsson skrifar 13. apríl 2015 21:48 Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Vísir/AFP Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Verkefnin voru ekki boðin út og þrjú þeirra hafa ítrekað sætt gagnrýni af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna þess hvernig staðið var að þeim. Kostnaður ríkisins við verkefnin nam hátt í tvö hundruð milljónir króna á núvirði. Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar kom einnig fram að einn fulltrúa þáverandi félagsmálaráðherra í stýrihóp sem hafði umsjón með einu verkefnanna gegndi á sama tíma starfi stjórnarformanns Forsvars. Einnig var hann eigandi fyrirtækis sem síðar rak hugbúnaðinn. „Flestir myndu kalla þetta einhvers konar spillingu, óvönduð stjórnsýsla er kannski smekklegra orðalag,“ sagði Eiríkur Karl Ólafsson Smith, verkefnastjóri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands, í Kastljósi.Ókláruð vinna fór langt fram úr kostnaðaráætlunÞað voru sjávarútvegs- og félagsmálaráðuneytið sem stóðu að gerð samninganna við Forsvar. Um var að ræða fjögur verkefni á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðargerð. Aðeins eitt þeirra, upplýsingakerfi um þjónustu við fatlaða, komst í notkun og það aðeins tímabundið. Fyrsti samningurinn sem gerður var við fyrirtækið, árið 2003, sneri að hugbúnaði til að halda utan um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Verkefnið var lagt á hilluna óklárað þegar Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að kaupa annað hugbúnað, en þá var kostnaður við verkefnið þegar kominn langt fram úr áætlun.Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis.Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður kjördæmisins, skrifaði undir samninginn við Forsvar og lýsti við tilefnið yfir ánægju yfir því að aðili á landsbyggðinni hefði fengið verkefnið. Ríkisendurskoðun gerði síðar athugasemdir við samninginn, meðal annars vegna þess að verkið var ekki boðið út, vinnan aldrei kláruð og engin ákvæði um vanefndir eða tafabætur voru í samningnum.Gerði samning við sjálfan sigGarðar Jónsson, þáverandi skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins, var viðstaddur undirritun samningsins árið 2003. Hann var síðar skipaður í stýrihóp um uppbyggingu upplýsingakerfis um félagsþjónustu fatlaðra, sem síðar fékk heitið Gróska, og hélt sæti sínu í hópnum eftir að hann sagði upp störfum hjá ráðuneytinu árið 2004. Stuttu síðar stofnaði hann félagið Glax group ásamt Elínu Líndal, skrifstofustjóra Forsvars og fyrrverandi aðstoðarþingmanni Páls Péturssonar. Svo fór að ráðuneytið samdi við Forsvar um þarfagreiningu vegna Grósku og úthlutaði fyrirtækinu síðan verkefnið, án útboðs.Garðar Jónsson sat beggja vegna borðsins í samningaviðræðum ríkisins við Forsvar.Vísir/Hörður SveinssonEftir að Forsvar fékk þennan samning, settist Garðar í stól stjórnarformanns fyrirtækisins. Hann hélt þó enn sæti sínu í stýrihópnum, meira að segja þegar félagsmálaráðuneytið skrifaði undir annan samning við Forsvar. Formaður stýrihópsins skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins.Aldrei það stjórntæki sem ætlast var til Ríkisendurskoðun gerði ítrekaðar athugasemdir við það að kostnaður við Grósku fór langt fram úr áætlun án þess að kerfið yrði nokkurn tímann það stjórntæki sem ætlast var til, meðal annars vegna tæknilegra galla. Þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríkinu til sveitarfélaga var hætt að notast við kerfið, að því er virðist í öllum sveitarfélögum nema í Hornafirði og Húnaþingi vestra, en kostnaður við það hafði þá þegar numið um áttatíu milljónum króna á núvirði. „Það er farið fram hjá lögum um opinber innkaup, virðist vera,“ sagði Gestur Páll Reynisson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, í Kastljósi um vinnubrögð ríkisins í samningagerð við Forsvar. „Í tilviki eins meðlims stýrihópsins er um skýrt vanhæfi að ræða.“Uppfært klukkan 10:33Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að kostnaður við Grósku hefði numið 80 milljörðum króna þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Hið rétta er að kostnaðurinn nam 80 milljónum króna. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum áratug samið við fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga um gerð fjögurra hugbúnaðarverkefna en ekkert þeirra er í notkun í dag. Verkefnin voru ekki boðin út og þrjú þeirra hafa ítrekað sætt gagnrýni af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna þess hvernig staðið var að þeim. Kostnaður ríkisins við verkefnin nam hátt í tvö hundruð milljónir króna á núvirði. Frá þessu var greint í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar kom einnig fram að einn fulltrúa þáverandi félagsmálaráðherra í stýrihóp sem hafði umsjón með einu verkefnanna gegndi á sama tíma starfi stjórnarformanns Forsvars. Einnig var hann eigandi fyrirtækis sem síðar rak hugbúnaðinn. „Flestir myndu kalla þetta einhvers konar spillingu, óvönduð stjórnsýsla er kannski smekklegra orðalag,“ sagði Eiríkur Karl Ólafsson Smith, verkefnastjóri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands, í Kastljósi.Ókláruð vinna fór langt fram úr kostnaðaráætlunÞað voru sjávarútvegs- og félagsmálaráðuneytið sem stóðu að gerð samninganna við Forsvar. Um var að ræða fjögur verkefni á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðargerð. Aðeins eitt þeirra, upplýsingakerfi um þjónustu við fatlaða, komst í notkun og það aðeins tímabundið. Fyrsti samningurinn sem gerður var við fyrirtækið, árið 2003, sneri að hugbúnaði til að halda utan um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Verkefnið var lagt á hilluna óklárað þegar Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að kaupa annað hugbúnað, en þá var kostnaður við verkefnið þegar kominn langt fram úr áætlun.Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis.Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður kjördæmisins, skrifaði undir samninginn við Forsvar og lýsti við tilefnið yfir ánægju yfir því að aðili á landsbyggðinni hefði fengið verkefnið. Ríkisendurskoðun gerði síðar athugasemdir við samninginn, meðal annars vegna þess að verkið var ekki boðið út, vinnan aldrei kláruð og engin ákvæði um vanefndir eða tafabætur voru í samningnum.Gerði samning við sjálfan sigGarðar Jónsson, þáverandi skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins, var viðstaddur undirritun samningsins árið 2003. Hann var síðar skipaður í stýrihóp um uppbyggingu upplýsingakerfis um félagsþjónustu fatlaðra, sem síðar fékk heitið Gróska, og hélt sæti sínu í hópnum eftir að hann sagði upp störfum hjá ráðuneytinu árið 2004. Stuttu síðar stofnaði hann félagið Glax group ásamt Elínu Líndal, skrifstofustjóra Forsvars og fyrrverandi aðstoðarþingmanni Páls Péturssonar. Svo fór að ráðuneytið samdi við Forsvar um þarfagreiningu vegna Grósku og úthlutaði fyrirtækinu síðan verkefnið, án útboðs.Garðar Jónsson sat beggja vegna borðsins í samningaviðræðum ríkisins við Forsvar.Vísir/Hörður SveinssonEftir að Forsvar fékk þennan samning, settist Garðar í stól stjórnarformanns fyrirtækisins. Hann hélt þó enn sæti sínu í stýrihópnum, meira að segja þegar félagsmálaráðuneytið skrifaði undir annan samning við Forsvar. Formaður stýrihópsins skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins.Aldrei það stjórntæki sem ætlast var til Ríkisendurskoðun gerði ítrekaðar athugasemdir við það að kostnaður við Grósku fór langt fram úr áætlun án þess að kerfið yrði nokkurn tímann það stjórntæki sem ætlast var til, meðal annars vegna tæknilegra galla. Þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríkinu til sveitarfélaga var hætt að notast við kerfið, að því er virðist í öllum sveitarfélögum nema í Hornafirði og Húnaþingi vestra, en kostnaður við það hafði þá þegar numið um áttatíu milljónum króna á núvirði. „Það er farið fram hjá lögum um opinber innkaup, virðist vera,“ sagði Gestur Páll Reynisson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, í Kastljósi um vinnubrögð ríkisins í samningagerð við Forsvar. „Í tilviki eins meðlims stýrihópsins er um skýrt vanhæfi að ræða.“Uppfært klukkan 10:33Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að kostnaður við Grósku hefði numið 80 milljörðum króna þegar málefni fatlaðra fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Hið rétta er að kostnaðurinn nam 80 milljónum króna.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira