Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. apríl 2015 19:00 Leiðarljósið við afnám gjaldeyrishaftanna verður að standa vörð um almenning, koma í veg fyrir að krónan hrynji og verja stöðugleikann. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og ítrekar að höftum verði aflétt alveg á næstunni. Hann hafnar því að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna. Samstarfið gangi mjög vel. Sigmundur Davíð fékk nær einróma stuðning til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag, sem og aðrir í forystu flokksins.Sjá einnig: „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þagað þunnu hljóði eftir yfirlýsingu forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishafta en það hefur ýtt undir sögusagnir þess efnis að hún hafi ekki verið gefin í góðu samkomulagi. Það segir forsætisráðherra hinsvegar af og frá. Hann sé í reglulegu sambandi við formann Sjálfstæðisflokksins um þau skref sem hafi verið tekin í málinu þótt þeir gangi ekki svo langt að lesa yfir ræður hvors annars á landsfundum eða flokksþingum. Svokallaður stöðugleikaskattur á að skila hundruðum milljarða samkvæmt ræðunni. Sigmundur Davíð segir þó að þar sé ekki um eiginlega tekjuleið að ræða. Þetta fari ekki í rekstur ríkissjóðs eða framkvæmdir. Það sé einfaldlega verið að skapa svigrúm svo hægt sé að aflétta höftunum.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Slitabúin og kröfuhafar bankanna fengu harða útreið í ræðu ráðherrans sem hélt því fram að þau stunduðu njósnir og sálgreiningar og hefðu varið átján milljörðum í verja hagsmuni sína. Ráðherrann ræddi hinsvegar ekki fylgistap flokksins og ásakanir um að hann hafi gengið bak orða sinna varðandi þjóðina og Evrópumálin. Hann segir nú að hann hafi átt við heildarkostnað, til að mynda af öllum rekstri slitabúanna, allri umsýslu þeirra sem og lögfræðikostnaði. Hann tekur því fjarri að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa heldur hafi hann verið að gera grein fyrir hversu mikilir hagsmunir væru í húfi. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Forsætisráðherra sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að frumvarp um afnám hafta yrði lagt fyrir á Alþingi fyrir þinglok. 20 þingfundardagar eru eftir af þingi. Digurbarkalegar yfirlýsingar, segir Árni Páll Árnason 11. apríl 2015 09:00 Sigmundur hlaut yfirburða kosningu: Verður formaður næstu tvö árin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í dag endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi. 11. apríl 2015 15:07 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Leiðarljósið við afnám gjaldeyrishaftanna verður að standa vörð um almenning, koma í veg fyrir að krónan hrynji og verja stöðugleikann. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og ítrekar að höftum verði aflétt alveg á næstunni. Hann hafnar því að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna. Samstarfið gangi mjög vel. Sigmundur Davíð fékk nær einróma stuðning til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag, sem og aðrir í forystu flokksins.Sjá einnig: „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur þagað þunnu hljóði eftir yfirlýsingu forsætisráðherra um afnám gjaldeyrishafta en það hefur ýtt undir sögusagnir þess efnis að hún hafi ekki verið gefin í góðu samkomulagi. Það segir forsætisráðherra hinsvegar af og frá. Hann sé í reglulegu sambandi við formann Sjálfstæðisflokksins um þau skref sem hafi verið tekin í málinu þótt þeir gangi ekki svo langt að lesa yfir ræður hvors annars á landsfundum eða flokksþingum. Svokallaður stöðugleikaskattur á að skila hundruðum milljarða samkvæmt ræðunni. Sigmundur Davíð segir þó að þar sé ekki um eiginlega tekjuleið að ræða. Þetta fari ekki í rekstur ríkissjóðs eða framkvæmdir. Það sé einfaldlega verið að skapa svigrúm svo hægt sé að aflétta höftunum.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Slitabúin og kröfuhafar bankanna fengu harða útreið í ræðu ráðherrans sem hélt því fram að þau stunduðu njósnir og sálgreiningar og hefðu varið átján milljörðum í verja hagsmuni sína. Ráðherrann ræddi hinsvegar ekki fylgistap flokksins og ásakanir um að hann hafi gengið bak orða sinna varðandi þjóðina og Evrópumálin. Hann segir nú að hann hafi átt við heildarkostnað, til að mynda af öllum rekstri slitabúanna, allri umsýslu þeirra sem og lögfræðikostnaði. Hann tekur því fjarri að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa heldur hafi hann verið að gera grein fyrir hversu mikilir hagsmunir væru í húfi.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Forsætisráðherra sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að frumvarp um afnám hafta yrði lagt fyrir á Alþingi fyrir þinglok. 20 þingfundardagar eru eftir af þingi. Digurbarkalegar yfirlýsingar, segir Árni Páll Árnason 11. apríl 2015 09:00 Sigmundur hlaut yfirburða kosningu: Verður formaður næstu tvö árin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í dag endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi. 11. apríl 2015 15:07 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Forsætisráðherra sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að frumvarp um afnám hafta yrði lagt fyrir á Alþingi fyrir þinglok. 20 þingfundardagar eru eftir af þingi. Digurbarkalegar yfirlýsingar, segir Árni Páll Árnason 11. apríl 2015 09:00
Sigmundur hlaut yfirburða kosningu: Verður formaður næstu tvö árin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í dag endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi. 11. apríl 2015 15:07
„Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44
Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent