Tvítugur karlmaður, John T. Booker, er í haldi bandarísku alríkislögreglunnar grunaður um að hafa skipulagt sprengjuárás á herstöð nálægt borginni Manhattan í Kansasríki.
Talsmaður alríkislögreglunnar segir að Booker hafi ætlað að gera árásina í nafni ISIS samtakanna.
Booker reyndi í fyrstu að skrá sig í herinn en umsókn hans var hafnað eftir að hann lýsti yfir samúð með málstað ISIS samtakanna á fésbókarsíðu sinni.
