Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 81-80 | Snæfell Íslandsmeistari 2015 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. apríl 2015 20:45 Hildur Sigurðardóttir með bikarana í kvöld. vísir/óój Snæfell er Íslandsmeistari í körfubolta kvenna annað árið í röð eftir sigur á Keflavík í spennandi leik í Stykkishólmi í kvöld. Snæfellingar unnu þar með rimmuna 3-0 og þar með sinn sjötta leik í röð í lokaúrslitum þar sem liðið vann einnig 3-0 í lokaúrslitum í fyrra. Snæfell leiddi framan af en eftir gott áhlaup Keflavíkurkvenna um miðjan fjórða leikhluta skiptust liðin á að vera í forystu á lokamínútunum. Heimamenn fóru varlega í sínum aðgerðum og sóttu grimmt inn í teig þar sem þær sóttu sér oftast villur og fóru á vítalínuna. Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem átti stórleik, setti einnig niður mikilvægan þrist á lokamínútunum sem gaf Snæfelli forystunna á réttu augnabliki. Á meðan að Snæfellingar héldu áfram að bæta við stigum töpuðu Keflvíkingar boltanum nokkrum sinnum sem reyndist liðinu aðeins of dýrkeypt. Engu að síður fékk Keflavík boltann þegar um tíu sekúndur voru og fékk tækifæri til að tryggja sér sigur en skot Bryndísar Guðmundsdóttur var varið. Gunnhildur, sem er uppalin í Hólminum og dóttir formanns körfuknattleiksdeildar Snæfells, var ekki með í sigurliði Snæfellinga í fyrra. Þá var hún í Haukum sem töpuðu í úrslitarimmunni fyrir Snæfelli. Hún sýndi með sinni frammistöðu í kvöld að hún ætlaði sér sigur og ekkert annað. Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, var næstbesti maður vallarins ásamt Kristen McCarthy, Snæfellingnum sem var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Sara Rún skoraði 31 stig fyrir Keflavík í kvöld og var í aðalhlutverki í sínu liði. Carsen Tyson-Thomas, sem var stigalaus í fyrri hálfleik, var langt frá sínu besta í kvöld og munaði um minna. Þrátt fyrir villuvandræði lykilmanna Snæfells í leiknum gáfu heimamenn aldrei eftir. Hildur Sigurðardóttir, sem segist hafa spilað sinn síðasta leik í kvöld, var í lykilhlutverki eins og svo oft áður og Berglind Gunnarsdóttir skilaði afar dýrmætu varnarframlagi þrátt fyrir að hafa farið tvisvar úr axlarlið í úrslitakeppninni. María Björnsdóttir var frábær undir körfunni Alda Leif Jónsdóttir kom inn með risaframlag af bekknum. Þannig mætti lengi telja en allir sem komu við sögu hjá Snæfelli í kvöld skiluðu sínu og gott betur. Lið Keflavíkur á framtíðina fyrir sér en vonbrigði liðsins voru skiljanlega mikil og leikmenn niðurbrotnir í leikslok. Það verður að teljast grimm örlög fyrir liðið að hafa tapað öllum leikjunum í lokaúrslitunum því allir réðust þeir á lokamínútunum. Niðurstaðan þó glæsilegur sigur Snæfells sem er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið.mynd/sumarliðiHildur: Sátt við ferilinn Hildur Sigurðardóttir tók við Íslandsmeistarabikarnum í leikslok hér í Fjárhúsinu í kvöld við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Hún sagði þó að leikurinn í kvöld hafi verið hennar síðasti en að hún kveðji sátt á þessum tímapunkti. Snæfell lenti í basli í fjórða leikhluta í kvöld en átti nóg eftir fyrir lokamínúturnar og vann svo sigur með minnsta mun. „Við höldum alltaf haus. Við missum alltaf niður forskotið en náum alltaf að klára leikina. Það sýnir bara hversu mikill styrkur er í okkar liði,“ sagði Hildur. „Leikmenn sem komu inn af bekknum stóðu sig frábærlega. Það er mikilvægt í svona leikjum enda vitum við allir leggja sitt af mörkum, sama í hvaða hlutverki þeir eru.“ „Ég veit nú ekki hver staðan er á landsliðsmálum og annað en ég reikna með því að þetta hafi verið síðasti leikurinn. Ég er sátt við minn feril enda hef ég unnið allt,“ sagði hún áður en hún hljóp til að fagna með félögum sínum.Snæfelsstúlkur fagna í leikslok.mynd/sumariðiIngi Þór: Hún er gull af manneskju Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var í sigurvímu eftir leikinn í kvöld og skyldi engan undra eftir að hafa leitt sitt lið til sigurs á Íslandsmótinu annað árið í röð. „Við vorum alls ekki að hugsa á þessum nótum í sumar,“ sagði hann um hvort að hann hafi átt von á því að honum myndi takast að vinna tvo titla í röð. „En svo fengum við Maríu í liðið og þessa yndislegu persónu, Kristen McCarthy. Hún er ekki bara góður leikmaður heldur full af manneskju og svo sannarlega eins og ein af fjölskyldunni.“ „Þegar ég sá hvernig lið var að mótast sá ég að þetta yrði alveg möguleiki.“ Þrátt fyrir að Snæfell hafi unnið 3-0 sigur í úrslitaeinvíginu voru allir þrír leikirnir jafnir og spennandi í lokin. „Þetta eru spennufíklar. Ég næ þessu bara ekki. Þegar Alda Leif var að hitta þessum skotum með alla sína reynslu á bakinu - ég fékk bara rosalega góða tilfinningu. Ég skil ekki þessa spennufíkn hjá þeim þetta eru auðvitað sætustu sigrarnir.“ Hann hrósaði baráttuvilja sinna leikmanna og samheldni allra í kringum liðið. „Við erum saman í þessu eins og ein fjölskylda. Stjórnin sem er í kringum þetta og svo fjölskyldan manns. Maður er bara vel studdur og þetta er einfaldlega yndislegt.“vísir/ernirSigurður: Kaninn brást okkur Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, hrósaði ungu liði sínu þrátt fyrir tapið í kvöld en taldi að þær hefðu átt að gera meira. „Kristen [McCarthy] er frábær leikmaður fyrir Snæfell en við erum því miður ekki með sama ígildi í okkar Kana. Hún átti að fara fyrir okkar ungu stelpum en gerði það ekki. Við lentum í vandræðum út af því.“ „En allar ungu stelpurnar spiluðu frábærlega í dag, sem og Bryndís [Guðmundsdóttir].“ Carmen Tyson-Thomas var stigalaus í fyrri hálfleik og hafði þá tapað fjórum boltum. Hún endaði með tólf stig en framlagið var langt undir væntingum Sigurðar. „Það er leiðinlegt að hún klikki svona hrikalega. Það er svekkjandi en ég hrósa mínum ungu leikmönnum.“ Langflestir leikmenn Keflavíkur tóku þátt í úrslitahelgi yngri flokka sem fór fram hér í Stykkishólmi um helgina og gat því Sigurður ekkert æft fyrir leikinn í dag. „Ég ætlaði ekki að koma inn á það en hversu gáfulegt var að setja þessa helgi á nú. Kannski hafði það ekki áhrif - dæmi hver fyrir sig.“ Hann segir að veturinn hafi verið erfiður framan af en að stelpurnar geti verið stoltar af afrekum sínum. „Fram eftir vetri var liðið eingöngu skipað leikmönnum úr unglinga- og stúlknaflokki. Svo bættum við Kananum við og Bryndís kom inn um jólin, sem og Birna.“ „Ég held að stelpurnar megi vera ánægðar með veturinn en ég er bara þannig gerður að mér finnst alltaf að mitt lið eigi að vinna.“ „En ég óska Snæfelli til hamingju með veturinn. Þetta er flott lið og það spilaði vel í úrslitum.“McCarthy með bikarana en Berglind Gunnarsdóttir myndar hana.vísir/óójMcCarthy: Stolt en þetta var sigur liðsins Kristen McCarthy var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar en hún viðurkenndi sjálf að hafa ekki verið upp á sitt allra besta í kvöld. „Ég var ekki að hitta nógu vel en liðsfélagar mínir stigu upp. Ég er afar stolt af því að hafa unnið MVP-verðlaunin en þetta var sigur þeirra í kvöld.“ Hún talaði afar fallega um Snæfell og Stykkishólm sem hún kveður nú til að leita nýrra áskoranna í sterkari deild. „Ég elska Snæfell og elska að vera hér. Það er svo frábært að fá að vera hluti af meistaraliði hér og enn betra að hafa sópað úrslitarimmunni 3-0.“Snæfell-Keflavík 81-80 (22-21, 23-14, 19-21, 17-24)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Gunnhildur Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/12 fráköst, María Björnsdóttir 11/6 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 6/4 fráköst/3 varin skot, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4, Berglind Gunnarsdóttir 4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 31/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/13 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Carmen Tyson-Thomas 12/12 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 10, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 2. Leiklýsing: Snæfell - KeflavíkLeik lokið | 81-80: Ingunn setur bæði skotin niður og munurinn er bara eitt stig. McCarthy með langa sendingu fram sem Gunnhildur missir af. Fær Ingunni í sig en ekkert dæmt. Keflavík í sókn. Bryndís fær boltann undir körfunni en nær ekki skoti. Tapar baráttunni og Gunnhildur kemst fram um leið og leiktíminn rennur út. Íslandsmeistarar 2015: Snæfell!40. mín | 81-78: McCarthy brýtur og Sandra Lind fer á vítalínuna. Hún setur annað niður og minnkar muninn í þrjú stig. 35 sekúndur eftir þegar Snæfell fer í sókn. Heimamenn klikka á skoti og Ingunn Embla sækir villu þegar 13 sekúndur eru eftir.40. mín | 81-77: Berglind setur bara annað niður en þá kemur löng sending fram á Bryndísi sem klikkar hjá Keflavík. Afar dýrt. Hildur fer svo inn í teig og sækir villu á Ingunni Emblu. Reynslan að skila sér þarna. Hildur setur annað niður og munurinn nú fjögur stig. 46 sekúndur eftir.39. mín | 79-77: Alda með góða vörn á Tyson-Thomas sem klikkar á skoti. Snæfell í sókn og þegar skotklukkan er að renna út sækir Gunnhildur inn í teig og sækir villu. Þvílíkur leikur hjá henni. Ingi Þór tekur leikhlé þegar 1:08 eru eftir.39. mín | 79-77: Alda brýtur á Söru sem setur bæði niður. Gunnhildur gerir sér svo lítið fyrir, setur niður þrist og hirðir svo varnarfrákast. Hildur fer svo á vítalínuna og nýtir annað skotið. 1:44 eftir.38. mín | 75-75: Bryndís tapar boltanum fyrir Keflavík og María er nálægt því að endurheimta forystuna fyrir Snæfell en klikkar. Tekur þó sóknarfrákastið og Ingi Þór biður um leikhlé. 2:34 eftir.37. mín | 73-73: María er áfram öflug undir körfunni en Sara Rún svarar með því að setja niður þrist og jafna metin. Sara er komin með 29 stig í kvöld.35. mín | 71-69: Tyson-Thomas keyrir inn að körfu og skorar, fiskar svo fimmtu villuna á Helgu Hjördísi sem er þar með úr leik. Klikkar á vítinu reyndar. María svarar í sömu mynt og skilar and-1 sókn. María hefur sett mikilvæg stig í kvöld.35. mín | 68-66: Bryndís með and-1 sókn og Berglind fær sína fjórðu villu. Snæfell klikkar í næstu sókn og Tyson-Thomas fer á vítalínuna með því að fiska villu á Öldu. Setur bæði niður og munurinn eitt stig.32. mín | 66-59: Mikilvægur þristur hjá Bryndísi og baráttan heldur áfram. McCarthy er búin að skella harkalega í gólfið nokkrum sinnum í kvöld og fær hér tvær byltur til viðbótar. Bara bolti, segir dómarinn. Þetta er í járnum en sem fyrr eru heimamenn enn skrefinu á undan.Þriðja leikhluta lokið | 64-56: Alda hlóð bara í annan þrist. Stúdínan fyrrverandi að sýna gamalkunn tilþrif og stórskemmtilegt að sjá. Gott svar hjá heimamönnum eftir leikhléð og átta stiga forysta fyrir síðasta leikhlutann.29. mín | 61-54: Framlag frá bekknum. Alda Leif með þrist sem heldur Snæfell í forystu. Svo fær Sara Rún þriðju villuna sína. Eftir gott áhlaup frá Keflavík hefur Snæfell náð aftur undirtökunum.27. mín | 54-52: Svakalegur sprettur hjá Keflavík og tveir þristar hjá Söru Rún sem er komin með 22 stig. Ótrúleg frammistaða hjá henni og Snæfell tekur leikhlé.25. mín | 54-45: Nú fara villuvandræðin að telja hjá Snæfellingum. Fjórir leikmenn eru komnar með þrjár villur, Hugrún Eva, Berlind, Gunnhildur og Helga Hjördís. En þá setur Hildur bara niður þrist og kveikir í mannskapnum. En þetta gæti orðið erfið barátta fyrir heimamenn sem eru ekki með mikla dýpt á bekknum.21. mín | 47-37: Tyson-Thomas nær í villu í fyrstu sókn Keflavíkur og tekur svo tvö sóknarfráköst án þess að skora undir körfunni. Ótrúlegt að fylgjast með þessu. McCarthy setur svo niður fyrsta skot síðari hálfleiksins fyrir Snæfell. Í næstu sókn Keflavíkur kemst Tyson-Thomas á línuna og setur loksins sín fyrstu stig í leiknum.21 skot í fyrri hálfleik: Kristen Denise McCarthy hjá Snæfelli tók 21 skot í fyrri hálfleik, þar af 20 innan bogans. Þar af fóru tíu niður. Þess ber svo að geta að Snæfell fékk ekki eitt einasta vítaskot í fyrri hálfleik.Æpandi munur: Keflavík er með fjórtán tapaða bolta í fyrri hálfleik en Snæfell þrjá. Ef Keflavík lagar það og kemur Kananum sínum í gang fáum við allt annan leik í síðari hálfleik. Það munar bara tíu stigum, þrátt fyrir allt.Baráttan: Keflavík er yfir í fráköstunum, 22-18 en Snæfell er með fleiri sóknarfráköst (9-5).Hvað varð um Tyson-Thomas?: Kaninn hjá Keflavík er að skila skelfilegum tölum eftir fyrri hálfleikinn. Ekkert stig, 0/5 skotnýting, engin stoðsending, tvö fráköst og fjórir tapaðir boltar. Það þarf meira frá henni í síðari hálfleik.Tölfræði fyrri hálfleiks: Snæfell: McCarthy 20/4/4, Gunnhildur 11/2/1, María 6/3/1, Berglind 4/0/1, Hildur 2/7/2, Helga Hjördís 4/0/1. Keflavík: Sara Rún 13/5/2, Sandra 9/6/3, Bryndís 7/5/5, Lovísa 2/1/0, Ingunn Embla 2/0/2, Marín 2/1/1.Fyrri hálfleik lokið | 45-35: María Björnsdóttir lokar fyrri hálfleik á sniðskoti sem endar með því að boltinn dansar eftir hringnum og rennur ljúflega ofan í. En þessi fyrrum hálfleik lýkur án þess að Tyson-Thomas, Kaninn hjá Keflavík, skori eitt einasta stig. Það er ótrúlegt.18. mín | 41-35: Mistök hjá báðum liðum síðustu mínúturnar og skotin eru ekki að detta niður hjá Snæfelli, sem sækja þess í stað inn að körfunni með ágætum árangri.16. mín | 37-31: Hugrún Eva var nýkomin inn á þegar hún náði í sína þriðju villu. Snæfellingum hefur gengið ágætlega þegar þær fá að keyra upp hraðan og er erfitt fyrir Keflavíkurliðð að halda í við það. Gestirnir verða því að klára sínar sóknir og eru að fara með baráttuna inn í teig. Þær ná að hanga inni í leiknum en hversu lengi endist það?12. mín | 27-25: Gunnhildur heldur uppteknum hætti og setur niður annan þrist. Keflavík svarar þó jafn harðan og heldur sér inni í leiknum.Fyrsta leikhluta lokið | 22-21: Aðeins munar einu stigi eftir fyrsta leikhluta. Kaflaskiptur leikur og bæði lið hafa komist á fína spretti. Gunnhildur og McCarthy eru með átta stig hvor fyrir Snæfell og Bryndís 7 og Tyson-Thomas 5 fyrir Keflavík.9. mín | 20-18: Mikið barist. Alda Leif var að fá högg í andlitið og Hildur var völt eftir baráttu við Tyson-Thomas. Þetta heldur þó áfram og heimamenn hanga á naumri forystu.6. mín | 14-12: Gunnhildur í aðalhlutverki. Fær villu, keyrir svo og nær í tvö stig og fær svo aðra villu í næstu sókn Keflavíkur. Og jú, hvað gerir Gunnhildur þá nema að negla niður þristi.5. mín | 9-12: Góður sprettur hjá Keflavík og heimamenn taka leikhlé. Bryndís setti niður þrist og gestirnir hafa verið öflugir undir körfunni síðustu mínúturnar. Hugrún Eva var komin með tvær villur snemma og var tekin af velli.3. mín | 7-4: Keflavík skorar fyrstu stig leiksins en Snæfellingar jafna. Gunnhildur Gunnarsdóttir neglir svo niður einum þristi og kveikir í kofanum.1. mín | 0-0: Þetta er byrjað og Berglind byrjar fyrir Snæfell með vel teipaða öxl. Keflavík vann uppkastið.Fyrir leik: Fólk er beðið um að rísa úr sætum fyrir „þjóðsöng“ Stykkishólms. Þorparinn með Pálma Gunnarssyni hljómar í kerfinu.Fyrir leik: Leikmannakynning er í fullu gangi og það brýst mikill fögnuður út þegar lið Snæfellinga er kynnt. Hátalarakerfið höndlar þetta varla.Fyrir leik: Það er góð stemning í húsinu, vel mætt g fólk er klárt í að fá bikarinn á loft. Heimamenn búast klárlega við því og maður skynjar því spennuna í loftinu. Þetta ætti að verða skemmtilegt kvöld.Fyrir leik: Fjölmargir leikmenn Keflavíkur voru með leikmenn hér í Stykkishólmi um helgina en þá fóru úrslitaleikir yngri flokka fram. Það gæti haft áhrif á lið Keflavíkur í kvöld en þetta sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir síðasta leik: „Það gerir okkur hinsvegar erfitt fyrir að úrslitakeppni yngir flokka er um helgina, einhver snillingur ákvað það, þannig að flestar af stelpunum mínum verða í Hólminum að keppa í úrslitum um helgina. Þannig ég hef engar æfingar og getum við því ekki breytt neinu en við ætlum að vinna á mánudaginn, það er alveg klárt.“Fyrir leik: Snæfell vann alla þrjá leikina í lokaúrslitunum í fyrra og er nú komið í 2-0 forystu. Snæfell hefur því unnið fimm leiki í röð í lokaúrslitunum. Það er þokkalegur árangur, svo ekki sé meira sagt.Fyrir leik: TF Stuð með Páli Óskari ómar í húsinu og kemur það ekki á óvart. Palli tróð eftirminnilega upp þegar Snæfell varð Íslandsmeistari í fyrra, enda nátengdur Inga Þór, þjálfari Snæfellinga. Er Palli í húsinu? Ég hef ekki séð hann en ég var að sjá Hannes Sigurbjörn Jónsson og Guðbjörgu Norðfjörð, formann og varaformann KKÍ.Fyrir leik: Það er mikil reynsla í þessu liði Snæfells sem sýnir í sig í því að liðið hefur unnið báða leikina í rimmunni til þessa með öflugum lokamínútum. Liðið er þó brothætt og má ekki við mörgum skakkaföllum í sínum leikmannahópi. Berglind er á skýrslu hjá Snæfelli en það veruð að koma í ljós hversu mikið hún getur beitt sér.Fyrir leik: Berglind Gunnarsdóttir er lykilmaður í liði Snæfells. Hún hefur hins vegar í vandræðum með öxlina á sér og fór úr axlarlið í leik eitt í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Hún harkaði það af sér en virtist svo aftur fara úr axlarlið í öðrum leikhluta í fyrsta leiknum gegn Keflavík. Hún var með í síðasta leik - spilaði í fjórtán mínútur og skoraði tvö stig.Fyrir leik: Ein allra besta körfuboltakona landsins síðustu ár, Hildur Sigurðardóttir, getur kvatt sem Íslandsmeistari í kvöld. Hún sagði við Fréttablaðið í dag að hún reiknaði með að þetta tímabil yrði hennar síðasta.Fyrir leik: Fyrsti leikurinn í rimmunni var jafn og spennandi og réðst ekki fyrr en að Hildur Sigurðardóttir skoraði tvívegis af vítalínunni þegar sex sekúndur voru eftir. Keflavík vann svo annan leikinn eftir jafna viðureign en Snæfell skoraði níu af ellefu síðustu stigum leiksins og vann níu stiga sigur.Fyrir leik: Láttu Hólminn heilla þig! Við erum mætt í Fjárhúsið í Stykkishólmi og hér er líka bikarinn sem Snæfellingar geta tryggt sér í kvöld. Staðan er 2-0 í rimmunni og það er að duga eða drepast fyrir Keflavík.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Snæfells og Keflavíkur lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Snæfell er Íslandsmeistari í körfubolta kvenna annað árið í röð eftir sigur á Keflavík í spennandi leik í Stykkishólmi í kvöld. Snæfellingar unnu þar með rimmuna 3-0 og þar með sinn sjötta leik í röð í lokaúrslitum þar sem liðið vann einnig 3-0 í lokaúrslitum í fyrra. Snæfell leiddi framan af en eftir gott áhlaup Keflavíkurkvenna um miðjan fjórða leikhluta skiptust liðin á að vera í forystu á lokamínútunum. Heimamenn fóru varlega í sínum aðgerðum og sóttu grimmt inn í teig þar sem þær sóttu sér oftast villur og fóru á vítalínuna. Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem átti stórleik, setti einnig niður mikilvægan þrist á lokamínútunum sem gaf Snæfelli forystunna á réttu augnabliki. Á meðan að Snæfellingar héldu áfram að bæta við stigum töpuðu Keflvíkingar boltanum nokkrum sinnum sem reyndist liðinu aðeins of dýrkeypt. Engu að síður fékk Keflavík boltann þegar um tíu sekúndur voru og fékk tækifæri til að tryggja sér sigur en skot Bryndísar Guðmundsdóttur var varið. Gunnhildur, sem er uppalin í Hólminum og dóttir formanns körfuknattleiksdeildar Snæfells, var ekki með í sigurliði Snæfellinga í fyrra. Þá var hún í Haukum sem töpuðu í úrslitarimmunni fyrir Snæfelli. Hún sýndi með sinni frammistöðu í kvöld að hún ætlaði sér sigur og ekkert annað. Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, var næstbesti maður vallarins ásamt Kristen McCarthy, Snæfellingnum sem var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Sara Rún skoraði 31 stig fyrir Keflavík í kvöld og var í aðalhlutverki í sínu liði. Carsen Tyson-Thomas, sem var stigalaus í fyrri hálfleik, var langt frá sínu besta í kvöld og munaði um minna. Þrátt fyrir villuvandræði lykilmanna Snæfells í leiknum gáfu heimamenn aldrei eftir. Hildur Sigurðardóttir, sem segist hafa spilað sinn síðasta leik í kvöld, var í lykilhlutverki eins og svo oft áður og Berglind Gunnarsdóttir skilaði afar dýrmætu varnarframlagi þrátt fyrir að hafa farið tvisvar úr axlarlið í úrslitakeppninni. María Björnsdóttir var frábær undir körfunni Alda Leif Jónsdóttir kom inn með risaframlag af bekknum. Þannig mætti lengi telja en allir sem komu við sögu hjá Snæfelli í kvöld skiluðu sínu og gott betur. Lið Keflavíkur á framtíðina fyrir sér en vonbrigði liðsins voru skiljanlega mikil og leikmenn niðurbrotnir í leikslok. Það verður að teljast grimm örlög fyrir liðið að hafa tapað öllum leikjunum í lokaúrslitunum því allir réðust þeir á lokamínútunum. Niðurstaðan þó glæsilegur sigur Snæfells sem er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið.mynd/sumarliðiHildur: Sátt við ferilinn Hildur Sigurðardóttir tók við Íslandsmeistarabikarnum í leikslok hér í Fjárhúsinu í kvöld við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Hún sagði þó að leikurinn í kvöld hafi verið hennar síðasti en að hún kveðji sátt á þessum tímapunkti. Snæfell lenti í basli í fjórða leikhluta í kvöld en átti nóg eftir fyrir lokamínúturnar og vann svo sigur með minnsta mun. „Við höldum alltaf haus. Við missum alltaf niður forskotið en náum alltaf að klára leikina. Það sýnir bara hversu mikill styrkur er í okkar liði,“ sagði Hildur. „Leikmenn sem komu inn af bekknum stóðu sig frábærlega. Það er mikilvægt í svona leikjum enda vitum við allir leggja sitt af mörkum, sama í hvaða hlutverki þeir eru.“ „Ég veit nú ekki hver staðan er á landsliðsmálum og annað en ég reikna með því að þetta hafi verið síðasti leikurinn. Ég er sátt við minn feril enda hef ég unnið allt,“ sagði hún áður en hún hljóp til að fagna með félögum sínum.Snæfelsstúlkur fagna í leikslok.mynd/sumariðiIngi Þór: Hún er gull af manneskju Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var í sigurvímu eftir leikinn í kvöld og skyldi engan undra eftir að hafa leitt sitt lið til sigurs á Íslandsmótinu annað árið í röð. „Við vorum alls ekki að hugsa á þessum nótum í sumar,“ sagði hann um hvort að hann hafi átt von á því að honum myndi takast að vinna tvo titla í röð. „En svo fengum við Maríu í liðið og þessa yndislegu persónu, Kristen McCarthy. Hún er ekki bara góður leikmaður heldur full af manneskju og svo sannarlega eins og ein af fjölskyldunni.“ „Þegar ég sá hvernig lið var að mótast sá ég að þetta yrði alveg möguleiki.“ Þrátt fyrir að Snæfell hafi unnið 3-0 sigur í úrslitaeinvíginu voru allir þrír leikirnir jafnir og spennandi í lokin. „Þetta eru spennufíklar. Ég næ þessu bara ekki. Þegar Alda Leif var að hitta þessum skotum með alla sína reynslu á bakinu - ég fékk bara rosalega góða tilfinningu. Ég skil ekki þessa spennufíkn hjá þeim þetta eru auðvitað sætustu sigrarnir.“ Hann hrósaði baráttuvilja sinna leikmanna og samheldni allra í kringum liðið. „Við erum saman í þessu eins og ein fjölskylda. Stjórnin sem er í kringum þetta og svo fjölskyldan manns. Maður er bara vel studdur og þetta er einfaldlega yndislegt.“vísir/ernirSigurður: Kaninn brást okkur Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, hrósaði ungu liði sínu þrátt fyrir tapið í kvöld en taldi að þær hefðu átt að gera meira. „Kristen [McCarthy] er frábær leikmaður fyrir Snæfell en við erum því miður ekki með sama ígildi í okkar Kana. Hún átti að fara fyrir okkar ungu stelpum en gerði það ekki. Við lentum í vandræðum út af því.“ „En allar ungu stelpurnar spiluðu frábærlega í dag, sem og Bryndís [Guðmundsdóttir].“ Carmen Tyson-Thomas var stigalaus í fyrri hálfleik og hafði þá tapað fjórum boltum. Hún endaði með tólf stig en framlagið var langt undir væntingum Sigurðar. „Það er leiðinlegt að hún klikki svona hrikalega. Það er svekkjandi en ég hrósa mínum ungu leikmönnum.“ Langflestir leikmenn Keflavíkur tóku þátt í úrslitahelgi yngri flokka sem fór fram hér í Stykkishólmi um helgina og gat því Sigurður ekkert æft fyrir leikinn í dag. „Ég ætlaði ekki að koma inn á það en hversu gáfulegt var að setja þessa helgi á nú. Kannski hafði það ekki áhrif - dæmi hver fyrir sig.“ Hann segir að veturinn hafi verið erfiður framan af en að stelpurnar geti verið stoltar af afrekum sínum. „Fram eftir vetri var liðið eingöngu skipað leikmönnum úr unglinga- og stúlknaflokki. Svo bættum við Kananum við og Bryndís kom inn um jólin, sem og Birna.“ „Ég held að stelpurnar megi vera ánægðar með veturinn en ég er bara þannig gerður að mér finnst alltaf að mitt lið eigi að vinna.“ „En ég óska Snæfelli til hamingju með veturinn. Þetta er flott lið og það spilaði vel í úrslitum.“McCarthy með bikarana en Berglind Gunnarsdóttir myndar hana.vísir/óójMcCarthy: Stolt en þetta var sigur liðsins Kristen McCarthy var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar en hún viðurkenndi sjálf að hafa ekki verið upp á sitt allra besta í kvöld. „Ég var ekki að hitta nógu vel en liðsfélagar mínir stigu upp. Ég er afar stolt af því að hafa unnið MVP-verðlaunin en þetta var sigur þeirra í kvöld.“ Hún talaði afar fallega um Snæfell og Stykkishólm sem hún kveður nú til að leita nýrra áskoranna í sterkari deild. „Ég elska Snæfell og elska að vera hér. Það er svo frábært að fá að vera hluti af meistaraliði hér og enn betra að hafa sópað úrslitarimmunni 3-0.“Snæfell-Keflavík 81-80 (22-21, 23-14, 19-21, 17-24)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Gunnhildur Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/12 fráköst, María Björnsdóttir 11/6 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 6/4 fráköst/3 varin skot, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4, Berglind Gunnarsdóttir 4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2.Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 31/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/13 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Carmen Tyson-Thomas 12/12 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 10, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 2. Leiklýsing: Snæfell - KeflavíkLeik lokið | 81-80: Ingunn setur bæði skotin niður og munurinn er bara eitt stig. McCarthy með langa sendingu fram sem Gunnhildur missir af. Fær Ingunni í sig en ekkert dæmt. Keflavík í sókn. Bryndís fær boltann undir körfunni en nær ekki skoti. Tapar baráttunni og Gunnhildur kemst fram um leið og leiktíminn rennur út. Íslandsmeistarar 2015: Snæfell!40. mín | 81-78: McCarthy brýtur og Sandra Lind fer á vítalínuna. Hún setur annað niður og minnkar muninn í þrjú stig. 35 sekúndur eftir þegar Snæfell fer í sókn. Heimamenn klikka á skoti og Ingunn Embla sækir villu þegar 13 sekúndur eru eftir.40. mín | 81-77: Berglind setur bara annað niður en þá kemur löng sending fram á Bryndísi sem klikkar hjá Keflavík. Afar dýrt. Hildur fer svo inn í teig og sækir villu á Ingunni Emblu. Reynslan að skila sér þarna. Hildur setur annað niður og munurinn nú fjögur stig. 46 sekúndur eftir.39. mín | 79-77: Alda með góða vörn á Tyson-Thomas sem klikkar á skoti. Snæfell í sókn og þegar skotklukkan er að renna út sækir Gunnhildur inn í teig og sækir villu. Þvílíkur leikur hjá henni. Ingi Þór tekur leikhlé þegar 1:08 eru eftir.39. mín | 79-77: Alda brýtur á Söru sem setur bæði niður. Gunnhildur gerir sér svo lítið fyrir, setur niður þrist og hirðir svo varnarfrákast. Hildur fer svo á vítalínuna og nýtir annað skotið. 1:44 eftir.38. mín | 75-75: Bryndís tapar boltanum fyrir Keflavík og María er nálægt því að endurheimta forystuna fyrir Snæfell en klikkar. Tekur þó sóknarfrákastið og Ingi Þór biður um leikhlé. 2:34 eftir.37. mín | 73-73: María er áfram öflug undir körfunni en Sara Rún svarar með því að setja niður þrist og jafna metin. Sara er komin með 29 stig í kvöld.35. mín | 71-69: Tyson-Thomas keyrir inn að körfu og skorar, fiskar svo fimmtu villuna á Helgu Hjördísi sem er þar með úr leik. Klikkar á vítinu reyndar. María svarar í sömu mynt og skilar and-1 sókn. María hefur sett mikilvæg stig í kvöld.35. mín | 68-66: Bryndís með and-1 sókn og Berglind fær sína fjórðu villu. Snæfell klikkar í næstu sókn og Tyson-Thomas fer á vítalínuna með því að fiska villu á Öldu. Setur bæði niður og munurinn eitt stig.32. mín | 66-59: Mikilvægur þristur hjá Bryndísi og baráttan heldur áfram. McCarthy er búin að skella harkalega í gólfið nokkrum sinnum í kvöld og fær hér tvær byltur til viðbótar. Bara bolti, segir dómarinn. Þetta er í járnum en sem fyrr eru heimamenn enn skrefinu á undan.Þriðja leikhluta lokið | 64-56: Alda hlóð bara í annan þrist. Stúdínan fyrrverandi að sýna gamalkunn tilþrif og stórskemmtilegt að sjá. Gott svar hjá heimamönnum eftir leikhléð og átta stiga forysta fyrir síðasta leikhlutann.29. mín | 61-54: Framlag frá bekknum. Alda Leif með þrist sem heldur Snæfell í forystu. Svo fær Sara Rún þriðju villuna sína. Eftir gott áhlaup frá Keflavík hefur Snæfell náð aftur undirtökunum.27. mín | 54-52: Svakalegur sprettur hjá Keflavík og tveir þristar hjá Söru Rún sem er komin með 22 stig. Ótrúleg frammistaða hjá henni og Snæfell tekur leikhlé.25. mín | 54-45: Nú fara villuvandræðin að telja hjá Snæfellingum. Fjórir leikmenn eru komnar með þrjár villur, Hugrún Eva, Berlind, Gunnhildur og Helga Hjördís. En þá setur Hildur bara niður þrist og kveikir í mannskapnum. En þetta gæti orðið erfið barátta fyrir heimamenn sem eru ekki með mikla dýpt á bekknum.21. mín | 47-37: Tyson-Thomas nær í villu í fyrstu sókn Keflavíkur og tekur svo tvö sóknarfráköst án þess að skora undir körfunni. Ótrúlegt að fylgjast með þessu. McCarthy setur svo niður fyrsta skot síðari hálfleiksins fyrir Snæfell. Í næstu sókn Keflavíkur kemst Tyson-Thomas á línuna og setur loksins sín fyrstu stig í leiknum.21 skot í fyrri hálfleik: Kristen Denise McCarthy hjá Snæfelli tók 21 skot í fyrri hálfleik, þar af 20 innan bogans. Þar af fóru tíu niður. Þess ber svo að geta að Snæfell fékk ekki eitt einasta vítaskot í fyrri hálfleik.Æpandi munur: Keflavík er með fjórtán tapaða bolta í fyrri hálfleik en Snæfell þrjá. Ef Keflavík lagar það og kemur Kananum sínum í gang fáum við allt annan leik í síðari hálfleik. Það munar bara tíu stigum, þrátt fyrir allt.Baráttan: Keflavík er yfir í fráköstunum, 22-18 en Snæfell er með fleiri sóknarfráköst (9-5).Hvað varð um Tyson-Thomas?: Kaninn hjá Keflavík er að skila skelfilegum tölum eftir fyrri hálfleikinn. Ekkert stig, 0/5 skotnýting, engin stoðsending, tvö fráköst og fjórir tapaðir boltar. Það þarf meira frá henni í síðari hálfleik.Tölfræði fyrri hálfleiks: Snæfell: McCarthy 20/4/4, Gunnhildur 11/2/1, María 6/3/1, Berglind 4/0/1, Hildur 2/7/2, Helga Hjördís 4/0/1. Keflavík: Sara Rún 13/5/2, Sandra 9/6/3, Bryndís 7/5/5, Lovísa 2/1/0, Ingunn Embla 2/0/2, Marín 2/1/1.Fyrri hálfleik lokið | 45-35: María Björnsdóttir lokar fyrri hálfleik á sniðskoti sem endar með því að boltinn dansar eftir hringnum og rennur ljúflega ofan í. En þessi fyrrum hálfleik lýkur án þess að Tyson-Thomas, Kaninn hjá Keflavík, skori eitt einasta stig. Það er ótrúlegt.18. mín | 41-35: Mistök hjá báðum liðum síðustu mínúturnar og skotin eru ekki að detta niður hjá Snæfelli, sem sækja þess í stað inn að körfunni með ágætum árangri.16. mín | 37-31: Hugrún Eva var nýkomin inn á þegar hún náði í sína þriðju villu. Snæfellingum hefur gengið ágætlega þegar þær fá að keyra upp hraðan og er erfitt fyrir Keflavíkurliðð að halda í við það. Gestirnir verða því að klára sínar sóknir og eru að fara með baráttuna inn í teig. Þær ná að hanga inni í leiknum en hversu lengi endist það?12. mín | 27-25: Gunnhildur heldur uppteknum hætti og setur niður annan þrist. Keflavík svarar þó jafn harðan og heldur sér inni í leiknum.Fyrsta leikhluta lokið | 22-21: Aðeins munar einu stigi eftir fyrsta leikhluta. Kaflaskiptur leikur og bæði lið hafa komist á fína spretti. Gunnhildur og McCarthy eru með átta stig hvor fyrir Snæfell og Bryndís 7 og Tyson-Thomas 5 fyrir Keflavík.9. mín | 20-18: Mikið barist. Alda Leif var að fá högg í andlitið og Hildur var völt eftir baráttu við Tyson-Thomas. Þetta heldur þó áfram og heimamenn hanga á naumri forystu.6. mín | 14-12: Gunnhildur í aðalhlutverki. Fær villu, keyrir svo og nær í tvö stig og fær svo aðra villu í næstu sókn Keflavíkur. Og jú, hvað gerir Gunnhildur þá nema að negla niður þristi.5. mín | 9-12: Góður sprettur hjá Keflavík og heimamenn taka leikhlé. Bryndís setti niður þrist og gestirnir hafa verið öflugir undir körfunni síðustu mínúturnar. Hugrún Eva var komin með tvær villur snemma og var tekin af velli.3. mín | 7-4: Keflavík skorar fyrstu stig leiksins en Snæfellingar jafna. Gunnhildur Gunnarsdóttir neglir svo niður einum þristi og kveikir í kofanum.1. mín | 0-0: Þetta er byrjað og Berglind byrjar fyrir Snæfell með vel teipaða öxl. Keflavík vann uppkastið.Fyrir leik: Fólk er beðið um að rísa úr sætum fyrir „þjóðsöng“ Stykkishólms. Þorparinn með Pálma Gunnarssyni hljómar í kerfinu.Fyrir leik: Leikmannakynning er í fullu gangi og það brýst mikill fögnuður út þegar lið Snæfellinga er kynnt. Hátalarakerfið höndlar þetta varla.Fyrir leik: Það er góð stemning í húsinu, vel mætt g fólk er klárt í að fá bikarinn á loft. Heimamenn búast klárlega við því og maður skynjar því spennuna í loftinu. Þetta ætti að verða skemmtilegt kvöld.Fyrir leik: Fjölmargir leikmenn Keflavíkur voru með leikmenn hér í Stykkishólmi um helgina en þá fóru úrslitaleikir yngri flokka fram. Það gæti haft áhrif á lið Keflavíkur í kvöld en þetta sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir síðasta leik: „Það gerir okkur hinsvegar erfitt fyrir að úrslitakeppni yngir flokka er um helgina, einhver snillingur ákvað það, þannig að flestar af stelpunum mínum verða í Hólminum að keppa í úrslitum um helgina. Þannig ég hef engar æfingar og getum við því ekki breytt neinu en við ætlum að vinna á mánudaginn, það er alveg klárt.“Fyrir leik: Snæfell vann alla þrjá leikina í lokaúrslitunum í fyrra og er nú komið í 2-0 forystu. Snæfell hefur því unnið fimm leiki í röð í lokaúrslitunum. Það er þokkalegur árangur, svo ekki sé meira sagt.Fyrir leik: TF Stuð með Páli Óskari ómar í húsinu og kemur það ekki á óvart. Palli tróð eftirminnilega upp þegar Snæfell varð Íslandsmeistari í fyrra, enda nátengdur Inga Þór, þjálfari Snæfellinga. Er Palli í húsinu? Ég hef ekki séð hann en ég var að sjá Hannes Sigurbjörn Jónsson og Guðbjörgu Norðfjörð, formann og varaformann KKÍ.Fyrir leik: Það er mikil reynsla í þessu liði Snæfells sem sýnir í sig í því að liðið hefur unnið báða leikina í rimmunni til þessa með öflugum lokamínútum. Liðið er þó brothætt og má ekki við mörgum skakkaföllum í sínum leikmannahópi. Berglind er á skýrslu hjá Snæfelli en það veruð að koma í ljós hversu mikið hún getur beitt sér.Fyrir leik: Berglind Gunnarsdóttir er lykilmaður í liði Snæfells. Hún hefur hins vegar í vandræðum með öxlina á sér og fór úr axlarlið í leik eitt í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Hún harkaði það af sér en virtist svo aftur fara úr axlarlið í öðrum leikhluta í fyrsta leiknum gegn Keflavík. Hún var með í síðasta leik - spilaði í fjórtán mínútur og skoraði tvö stig.Fyrir leik: Ein allra besta körfuboltakona landsins síðustu ár, Hildur Sigurðardóttir, getur kvatt sem Íslandsmeistari í kvöld. Hún sagði við Fréttablaðið í dag að hún reiknaði með að þetta tímabil yrði hennar síðasta.Fyrir leik: Fyrsti leikurinn í rimmunni var jafn og spennandi og réðst ekki fyrr en að Hildur Sigurðardóttir skoraði tvívegis af vítalínunni þegar sex sekúndur voru eftir. Keflavík vann svo annan leikinn eftir jafna viðureign en Snæfell skoraði níu af ellefu síðustu stigum leiksins og vann níu stiga sigur.Fyrir leik: Láttu Hólminn heilla þig! Við erum mætt í Fjárhúsið í Stykkishólmi og hér er líka bikarinn sem Snæfellingar geta tryggt sér í kvöld. Staðan er 2-0 í rimmunni og það er að duga eða drepast fyrir Keflavík.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Snæfells og Keflavíkur lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira