Besti bardagamaðurinn í UFC pund fyrir pund, Jon Jones, er búinn að koma sér í vandræði á nýjan leik.
Lögreglan í Albuquerque leitar nú að Jones en hann er grunaður um að hafa lent í árekstri og síðan ekið á brott.
Ólétt kona var í hinum bílnum og var hún flutt á spítala með minniháttar meiðsli. Áreksturinn varð nærri æfingasalnum þar sem Jones er iðulega.
Jones á að berjast þann 23. maí næstkomandi. Hann varði titil sinn í janúar gegn Daniel Cormier en eftir bardagann kom í ljós að hann hefi fallið á lyfjaprófi. Kókaín fannst í blóðsýni bardagakappans.
Hann fór í kjölfarið í meðferð sem reyndar var afar stutt.
