Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti 27. apríl 2015 09:00 Iain Williamson og Haukur Páll Sigurðsson spila saman á miðjunni. vísir/stefán Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir Val sjötta sætinu í Pepsi-deildinni í sumar. Valur hafnaði í fimmta sæti á síðasta tímabili og missti af Evrópusæti í lokaumferðinni. Undanfarin ár hafa verið flöt að Hlíðarenda og liðið ekki komist í Evrópukeppni síðan liðið varð síðast meistari 2007. Ólafur Jóhannesson, þrefaldur Íslandsmeistari sem þjálfari FH og fyrrverandi landsliðsþjálfari, er tekinn við Valsliðinu. Honum til aðstoðar er Sigurbjörn Hreiðarsson sem þekkir vel til á Hlíðarenda. Ólafur hefur ekki stýrt félagsliði í efstu deild síðan hann hætti hjá FH 2006. Hann þjálfaði síðast Hauka í 1. deildinni fyrir tveimur árum. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:graf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 3 stjörnur (af 5) Sóknin: 3 stjörnur Þjálfarinn: 3 stjörnur Breiddin: 3 stjörnur Liðsstyrkurinn: 2 stjörnur Hefðin: 3 stjörnurPatrick Pedersen, Ingvar Þór Kale og Haukur Páll Sigurðssonvísir/valli/stefánÞRÍR SEM VALUR TREYSTIR ÁPatrick Pedersen: Mikill markaskorari og nían sem Valur er búin að leita að í mörg ár. Meiddist illa í fyrra en skoraði fimm mörk í níu leikjum og hefur sýnt á undirbúningstímabilinu hversu hæfileikaríkur hann er. Haldist Patrick heill mun hann vafalítið raða inn mörkum og það er eitthvað sem Valur þarf á að halda.Ingvar Þór Kale: Markvarslan var vandræði hjá Val á síðustu leiktíð og endaði með því að Fjalar Þorgeirsson var settur á bekkinn fyrir hinn unga Anton Ara Einarsson. Ingvar hefur ekki eignað sér stöðuna ennþá og er enn að skipta á leikjum við Anton Ara, en mun að öllum líkindum byrja mótið. Valur þarf á svona karakter að halda og auðvitað bara traustum markverði.Haukur Páll Sigurðsson: Fyrirliðinn þarf að fara spila eins og hann gerði fyrst þegar hann kom til Vals. Hann er algjör lykilmaður í liðinu og þarf að finna fyrra form. Fyrst og fremst þarf hann að spila meira og vera til taks. Haukur spilaði aðeins 16 leiki í fyrra og 16 á undan því vegna meiðsla og leikbanna. Hann safnar of mörgum gulum spjöldum og fór tvisvar í bann á síðustu leiktíð.Orri Sigurður Ómarsson í U21 landsleik.vísir/daníelNýstirnið: Orri Sigurður Ómarsson Einn af 1995-kynslóðinni sem snýr nú heim í bílförmum eftir að fara snemma út í atvinnumennsku. Orri Sigurður kom til Valsmanna frá AGF í Danmörku. Hann á að baki hvorki fleiri né færri en 57 leiki fyrir yngri landslið Íslands og var byrjunarliðsmaður í U21 árs liðinu sem komst í umspil um sæti á EM í fyrra. Orri er bakvörður að upplagi en verður notaður sem miðvörður í sumar. Hann vill væntanlega komast aftur út í atvinnumennsku og fær nú heilt Íslandsmót til að sýna að hann eigi heima í atvinnumannaliði.Magnús Már Lúðvíksson fór í Fram.vísir/daníelMARKAÐURINNKomnir: Andri Adolphsson frá ÍA Ingvar Þór Kale frá Víkingi R. Orri Sigurður Ómarsson frá AGF Baldvin Sturluson frá Stjörnunni Hilmar Þór Hilmarsson frá Stjörnunni Tómas Óli Garðarsson frá BreiðablikiFarnir: Arnar Sveinn Geirsson í Víking Ó. Fjalar Þorgeirsson hættur Halldór Hermann Jónsson í KA Kolbeinn Kárason í Leikni Magnús Már Lúðvíksson í Fram Matarr Jobe Tonny Mawejje Billy Berntsson Valsmenn gerðu vel með að stökkva á Ingvar Þór Kale þegar hann losnaði hjá Víkingum en Hlíðarendaliðinu vantaði markvörð. Hann verður þó í samkeppni við Anton Ara Einarsson, en markvaramálin eru í fínu standi hjá liðinu. Orri Sigurður Ómarsson kemur til að styrkja vörnina en verður líklega spilað í nýrri stöðu. Baldvin Sturluson verður í hægri bakverði þegar hann er heill, en hann kom frá Stjörnunni. Fram á við fengu Valsmenn tvo leikmenn sem hafa fín gæði en ekki gert nóg á undanförnum árum; Tómas Óla Garðarsson Og Andra Adolphsson. Þetta eykur þó breiddina í liðinu sem er vel, en hvorugur er byrjunarliðsmaður þegar Valur getur stillt upp sínu sterkasta. Valsmenn misstu enga sem skipta liðinu það miklu máli. Fjalar Þorgeirsson var kominn á bekkinn, Magnús Már Lúðvíksson var ekki að spila jafnvel og áður, Kolbeinn Kárason fékk fá tækifæri og Halldór Hermann var meira og minna meiddur.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN?Hjörtur Hjartarson kemur nýr inn í Pepsi-mörkin í ár, en hann hefur áður stýrt íslensku mörkunum á RÚV og verið sérfræðingur í Messunni á Stöð 2 Sport 2 og Meistaramörkunum. Hjörtur spilaði með Skallagrími, Völsungi, ÍA, Þrótti, Selfossi og Víkingi á 19 ára löngum ferli. Hann varð markakóngur í úrvalsdeildinni árið 2001 þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með ÍA. Ólafur Jóhannesson er mættur á Hlíðarenda.vísir/andri marinóSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Valsliðið hefur verið að skora ágætlega mikið á undirbúningstímabilinu, en það felst mikill styrkur í að vera með Patrick Pedersen frammi. Breiddin er fín og þá hefur liðið fengið reyndan þjálfara sem kann að vinna og með honum er aðstoðarþjálfari sem er í guðatölu á Hlíðarenda. Þetta er tvíeyki sem gæti rifið Val upp úr þeirri flatneskur sem hefur verið í gangi.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Vantar fleiri afgerandi leikmenn og svo gæti varnarleikurinn orðið til vandræða því breiddin þar er alls ekki mikil. Það er ekki mikill bolti í miðjunni þegar Haukur Páll og Williamson spila saman, en í heildina vantar meiri sköpunargleði fyrir aftan framlínuna.Valur er búinn að vinna einn bikar í ár.vísir/andri marinóBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Ef Pedersen helst heill verður hann markakóngur deildarinnar. Við erum komnir með alvöru markvörð og spennandi miðvörð í Orra Sigurði. Í liðinu eru leikmenn eins og Sigurður Egill og Daði Bergsson sem bíða eftir að springa út og það gera þeir í sumar. Bjössi Hreiðars er kominn heim og tók fyrrverandi landsliðsþjálfara með sér. Þvílíkt þjálfarateymi.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Óli Jóh er búinn að gefast upp fyrir mót og segir liðið ekki nógu gott til að taka þátt í Evrópubaráttunni. Þetta eru ekki skemmtileg skilaboð til leikmanna og stuðningsmanna. Ef þjálfarinn er ekki einu sinni að reyna gera neitt annað en að sigla lygnan sjó er maður tæplega spenntur fyrir sumrinu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir Val sjötta sætinu í Pepsi-deildinni í sumar. Valur hafnaði í fimmta sæti á síðasta tímabili og missti af Evrópusæti í lokaumferðinni. Undanfarin ár hafa verið flöt að Hlíðarenda og liðið ekki komist í Evrópukeppni síðan liðið varð síðast meistari 2007. Ólafur Jóhannesson, þrefaldur Íslandsmeistari sem þjálfari FH og fyrrverandi landsliðsþjálfari, er tekinn við Valsliðinu. Honum til aðstoðar er Sigurbjörn Hreiðarsson sem þekkir vel til á Hlíðarenda. Ólafur hefur ekki stýrt félagsliði í efstu deild síðan hann hætti hjá FH 2006. Hann þjálfaði síðast Hauka í 1. deildinni fyrir tveimur árum. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:graf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 3 stjörnur (af 5) Sóknin: 3 stjörnur Þjálfarinn: 3 stjörnur Breiddin: 3 stjörnur Liðsstyrkurinn: 2 stjörnur Hefðin: 3 stjörnurPatrick Pedersen, Ingvar Þór Kale og Haukur Páll Sigurðssonvísir/valli/stefánÞRÍR SEM VALUR TREYSTIR ÁPatrick Pedersen: Mikill markaskorari og nían sem Valur er búin að leita að í mörg ár. Meiddist illa í fyrra en skoraði fimm mörk í níu leikjum og hefur sýnt á undirbúningstímabilinu hversu hæfileikaríkur hann er. Haldist Patrick heill mun hann vafalítið raða inn mörkum og það er eitthvað sem Valur þarf á að halda.Ingvar Þór Kale: Markvarslan var vandræði hjá Val á síðustu leiktíð og endaði með því að Fjalar Þorgeirsson var settur á bekkinn fyrir hinn unga Anton Ara Einarsson. Ingvar hefur ekki eignað sér stöðuna ennþá og er enn að skipta á leikjum við Anton Ara, en mun að öllum líkindum byrja mótið. Valur þarf á svona karakter að halda og auðvitað bara traustum markverði.Haukur Páll Sigurðsson: Fyrirliðinn þarf að fara spila eins og hann gerði fyrst þegar hann kom til Vals. Hann er algjör lykilmaður í liðinu og þarf að finna fyrra form. Fyrst og fremst þarf hann að spila meira og vera til taks. Haukur spilaði aðeins 16 leiki í fyrra og 16 á undan því vegna meiðsla og leikbanna. Hann safnar of mörgum gulum spjöldum og fór tvisvar í bann á síðustu leiktíð.Orri Sigurður Ómarsson í U21 landsleik.vísir/daníelNýstirnið: Orri Sigurður Ómarsson Einn af 1995-kynslóðinni sem snýr nú heim í bílförmum eftir að fara snemma út í atvinnumennsku. Orri Sigurður kom til Valsmanna frá AGF í Danmörku. Hann á að baki hvorki fleiri né færri en 57 leiki fyrir yngri landslið Íslands og var byrjunarliðsmaður í U21 árs liðinu sem komst í umspil um sæti á EM í fyrra. Orri er bakvörður að upplagi en verður notaður sem miðvörður í sumar. Hann vill væntanlega komast aftur út í atvinnumennsku og fær nú heilt Íslandsmót til að sýna að hann eigi heima í atvinnumannaliði.Magnús Már Lúðvíksson fór í Fram.vísir/daníelMARKAÐURINNKomnir: Andri Adolphsson frá ÍA Ingvar Þór Kale frá Víkingi R. Orri Sigurður Ómarsson frá AGF Baldvin Sturluson frá Stjörnunni Hilmar Þór Hilmarsson frá Stjörnunni Tómas Óli Garðarsson frá BreiðablikiFarnir: Arnar Sveinn Geirsson í Víking Ó. Fjalar Þorgeirsson hættur Halldór Hermann Jónsson í KA Kolbeinn Kárason í Leikni Magnús Már Lúðvíksson í Fram Matarr Jobe Tonny Mawejje Billy Berntsson Valsmenn gerðu vel með að stökkva á Ingvar Þór Kale þegar hann losnaði hjá Víkingum en Hlíðarendaliðinu vantaði markvörð. Hann verður þó í samkeppni við Anton Ara Einarsson, en markvaramálin eru í fínu standi hjá liðinu. Orri Sigurður Ómarsson kemur til að styrkja vörnina en verður líklega spilað í nýrri stöðu. Baldvin Sturluson verður í hægri bakverði þegar hann er heill, en hann kom frá Stjörnunni. Fram á við fengu Valsmenn tvo leikmenn sem hafa fín gæði en ekki gert nóg á undanförnum árum; Tómas Óla Garðarsson Og Andra Adolphsson. Þetta eykur þó breiddina í liðinu sem er vel, en hvorugur er byrjunarliðsmaður þegar Valur getur stillt upp sínu sterkasta. Valsmenn misstu enga sem skipta liðinu það miklu máli. Fjalar Þorgeirsson var kominn á bekkinn, Magnús Már Lúðvíksson var ekki að spila jafnvel og áður, Kolbeinn Kárason fékk fá tækifæri og Halldór Hermann var meira og minna meiddur.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN?Hjörtur Hjartarson kemur nýr inn í Pepsi-mörkin í ár, en hann hefur áður stýrt íslensku mörkunum á RÚV og verið sérfræðingur í Messunni á Stöð 2 Sport 2 og Meistaramörkunum. Hjörtur spilaði með Skallagrími, Völsungi, ÍA, Þrótti, Selfossi og Víkingi á 19 ára löngum ferli. Hann varð markakóngur í úrvalsdeildinni árið 2001 þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með ÍA. Ólafur Jóhannesson er mættur á Hlíðarenda.vísir/andri marinóSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Valsliðið hefur verið að skora ágætlega mikið á undirbúningstímabilinu, en það felst mikill styrkur í að vera með Patrick Pedersen frammi. Breiddin er fín og þá hefur liðið fengið reyndan þjálfara sem kann að vinna og með honum er aðstoðarþjálfari sem er í guðatölu á Hlíðarenda. Þetta er tvíeyki sem gæti rifið Val upp úr þeirri flatneskur sem hefur verið í gangi.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Vantar fleiri afgerandi leikmenn og svo gæti varnarleikurinn orðið til vandræða því breiddin þar er alls ekki mikil. Það er ekki mikill bolti í miðjunni þegar Haukur Páll og Williamson spila saman, en í heildina vantar meiri sköpunargleði fyrir aftan framlínuna.Valur er búinn að vinna einn bikar í ár.vísir/andri marinóBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Ef Pedersen helst heill verður hann markakóngur deildarinnar. Við erum komnir með alvöru markvörð og spennandi miðvörð í Orra Sigurði. Í liðinu eru leikmenn eins og Sigurður Egill og Daði Bergsson sem bíða eftir að springa út og það gera þeir í sumar. Bjössi Hreiðars er kominn heim og tók fyrrverandi landsliðsþjálfara með sér. Þvílíkt þjálfarateymi.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Óli Jóh er búinn að gefast upp fyrir mót og segir liðið ekki nógu gott til að taka þátt í Evrópubaráttunni. Þetta eru ekki skemmtileg skilaboð til leikmanna og stuðningsmanna. Ef þjálfarinn er ekki einu sinni að reyna gera neitt annað en að sigla lygnan sjó er maður tæplega spenntur fyrir sumrinu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00