Tólf leikmenn komnir til KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2024 12:02 Atli Hrafn Andrason, Eiður Gauti Sæbjörnsson og Vicente Valor komu til KR í gær. kr KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. Í gærkvöldi var greint frá því Atli Hrafn Andrason, Eiður Gauti Sæbjörnsson og Vicente Valor hefðu samið við KR. Atli Hrafn og Eiður Gauti komu frá HK og Vicente frá ÍBV. Alls hafa því tólf nýir leikmenn komið til KR á síðustu vikum. Júlíus Mar Júlíusson, Óliver Dagur Thorlacius og Halldór Snær Georgsson komu frá Fjölni, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu, Hjalti Sigurðsson frá Leikni, Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi og Róbert Elís Hlynsson frá ÍR. Fjórir af þessum tólf nýju leikmönnum eru uppaldir hjá KR: Atli Hrafn, Óliver Dagur, Gabríel Hrannar og Hjalti. Þá komu þrír fyrrverandi leikmenn KR til liðsins um mitt sumar: Ástbjörn Þórðarson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Sá síðastnefndi náði þó ekki að spila með liðinu í sumar vegna meiðsla. Leikmenn sem hafa komið til KR frá því um mitt sumar Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki Atli Hrafn Andrason frá HK Ástbjörn Þórðarson frá FH Eiður Gauti Sæbjörnsson frá HK Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu Guðmundur Andri Tryggvason frá Val Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá FH Halldór Snær Georgsson frá Fjölni Hjalti Sigurðsson frá Leikni Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi Júlíus Mar Júlíusson frá Fjölni Mathias Præst frá Fylki Óliver Dagur Thorlacius frá Fjölni Róbert Elís Hlynsson frá ÍR Vicente Valor frá ÍBV Þekkir marga frá fyrri tíð Atli Hrafn, Óliver Dagur, Gabríel Hrannar, Ástbjörn, Gyrðir og Guðmundur Andri eru fæddir 1999. Þeir Óliver Dagur, Ástbjörn Gyrðir, Guðmundur Andri og Hjalti (fæddur 2000) voru í Íslandsmeistaraliði KR í 2. flokki 2017. Auk þeirra voru Stefán Árni Geirsson og Finnur Tómas Pálmason, núverandi leikmenn KR, í þessu Íslandsmeistaraliði ásamt Tryggva Snæ Geirsson, sem leikur með Fram. Óskar Hrafn Þorvaldsson, núverandi þjálfari KR, þjálfaði þennan hóp eftir að hann sneri sér aftur að þjálfun eftir feril í fjölmiðlum, þó ekki á Íslandsmeistaraárinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson sneri aftur til KR síðasta sumar.vísir/viktor Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið KR að undanförnu. Má þar nefna Mosfellingana Axel Óskar Andrésson og Eyþór Aron Wöhler. Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, er hættur og þá verður að teljast líklegt að Benóný Breki Andrésson, sem skoraði 21 mark síðasta sumar og sló markametið í efstu deild, haldi í víking. Einnig hafa orðið breytingar á skrifstofunni hjá KR því Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, tekur til starfa hjá félaginu sem rekstrarstjóri knattspyrnudeildar um áramótin. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR en hann er nýtekinn við því starfi af Bjarna Guðjónssyni eftir að hafa gegnt ýmsum störfum hjá félaginu auk þess að spila fyrir það í átta ár. KR var í miklum vandræðum lengst af síðasta tímabili. Gregg Ryder var látinn fara sem þjálfari liðsins í júní og eftir nokkra leiki með Pálma við stjórnvölinn tók Óskar Hrafn við. KR-ingar hrukku í gang í úrslitakeppninni, unnu síðustu fjóra leiki sína með markatölunni 19-1 og enduðu í 8. sæti. Liðið hefur ekki endað neðar síðan 2007. Spennandi tímar í vændum Í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, sagði Atli Viðar Björnsson að stuðningsmenn KR mættu væru spenntir fyrir næstu skrefum hjá liðinu. „Ég held að KR-ingar hlakki til og séu spenntir fyrir því sem Óskar ætlar að bjóða þeim upp á næstu árin,“ sagði Atli Viðar. „Það er nýtt yfirborð á vellinum og mikið af nýjum andlitum að koma inn, mikið af uppöldum KR-ingum, þannig að ég skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal.“ Besta deild karla KR Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Í gærkvöldi var greint frá því Atli Hrafn Andrason, Eiður Gauti Sæbjörnsson og Vicente Valor hefðu samið við KR. Atli Hrafn og Eiður Gauti komu frá HK og Vicente frá ÍBV. Alls hafa því tólf nýir leikmenn komið til KR á síðustu vikum. Júlíus Mar Júlíusson, Óliver Dagur Thorlacius og Halldór Snær Georgsson komu frá Fjölni, Matthias Præst frá Fylki, Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu, Hjalti Sigurðsson frá Leikni, Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki, Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi og Róbert Elís Hlynsson frá ÍR. Fjórir af þessum tólf nýju leikmönnum eru uppaldir hjá KR: Atli Hrafn, Óliver Dagur, Gabríel Hrannar og Hjalti. Þá komu þrír fyrrverandi leikmenn KR til liðsins um mitt sumar: Ástbjörn Þórðarson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Sá síðastnefndi náði þó ekki að spila með liðinu í sumar vegna meiðsla. Leikmenn sem hafa komið til KR frá því um mitt sumar Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki Atli Hrafn Andrason frá HK Ástbjörn Þórðarson frá FH Eiður Gauti Sæbjörnsson frá HK Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu Guðmundur Andri Tryggvason frá Val Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá FH Halldór Snær Georgsson frá Fjölni Hjalti Sigurðsson frá Leikni Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi Júlíus Mar Júlíusson frá Fjölni Mathias Præst frá Fylki Óliver Dagur Thorlacius frá Fjölni Róbert Elís Hlynsson frá ÍR Vicente Valor frá ÍBV Þekkir marga frá fyrri tíð Atli Hrafn, Óliver Dagur, Gabríel Hrannar, Ástbjörn, Gyrðir og Guðmundur Andri eru fæddir 1999. Þeir Óliver Dagur, Ástbjörn Gyrðir, Guðmundur Andri og Hjalti (fæddur 2000) voru í Íslandsmeistaraliði KR í 2. flokki 2017. Auk þeirra voru Stefán Árni Geirsson og Finnur Tómas Pálmason, núverandi leikmenn KR, í þessu Íslandsmeistaraliði ásamt Tryggva Snæ Geirsson, sem leikur með Fram. Óskar Hrafn Þorvaldsson, núverandi þjálfari KR, þjálfaði þennan hóp eftir að hann sneri sér aftur að þjálfun eftir feril í fjölmiðlum, þó ekki á Íslandsmeistaraárinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson sneri aftur til KR síðasta sumar.vísir/viktor Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið KR að undanförnu. Má þar nefna Mosfellingana Axel Óskar Andrésson og Eyþór Aron Wöhler. Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, er hættur og þá verður að teljast líklegt að Benóný Breki Andrésson, sem skoraði 21 mark síðasta sumar og sló markametið í efstu deild, haldi í víking. Einnig hafa orðið breytingar á skrifstofunni hjá KR því Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, tekur til starfa hjá félaginu sem rekstrarstjóri knattspyrnudeildar um áramótin. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR en hann er nýtekinn við því starfi af Bjarna Guðjónssyni eftir að hafa gegnt ýmsum störfum hjá félaginu auk þess að spila fyrir það í átta ár. KR var í miklum vandræðum lengst af síðasta tímabili. Gregg Ryder var látinn fara sem þjálfari liðsins í júní og eftir nokkra leiki með Pálma við stjórnvölinn tók Óskar Hrafn við. KR-ingar hrukku í gang í úrslitakeppninni, unnu síðustu fjóra leiki sína með markatölunni 19-1 og enduðu í 8. sæti. Liðið hefur ekki endað neðar síðan 2007. Spennandi tímar í vændum Í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, sagði Atli Viðar Björnsson að stuðningsmenn KR mættu væru spenntir fyrir næstu skrefum hjá liðinu. „Ég held að KR-ingar hlakki til og séu spenntir fyrir því sem Óskar ætlar að bjóða þeim upp á næstu árin,“ sagði Atli Viðar. „Það er nýtt yfirborð á vellinum og mikið af nýjum andlitum að koma inn, mikið af uppöldum KR-ingum, þannig að ég skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal.“
Alexander Helgi Sigurðarson frá Breiðabliki Atli Hrafn Andrason frá HK Ástbjörn Þórðarson frá FH Eiður Gauti Sæbjörnsson frá HK Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá Gróttu Guðmundur Andri Tryggvason frá Val Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá FH Halldór Snær Georgsson frá Fjölni Hjalti Sigurðsson frá Leikni Jakob Gunnar Sigurðsson frá Völsungi Júlíus Mar Júlíusson frá Fjölni Mathias Præst frá Fylki Óliver Dagur Thorlacius frá Fjölni Róbert Elís Hlynsson frá ÍR Vicente Valor frá ÍBV
Besta deild karla KR Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira