Pírati fékk ekki tækifæri til að svara Anna Guðjónsdóttir skrifar 22. apríl 2015 17:20 Jón Þór, þingmaður Pírata, segir aðfarir þingvarðar réttlætanlegar. Vísir/Vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa fengið tækifæri til að svara beiðni Ásmundar Friðrikssonar þar sem hann fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar. Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að Píratar hafi gefið í skyn að þingvörður hafi farið offari gegn manni sem framdi skemmdarverk fyrir utan Alþingishúsið. Mótmælendur komu saman í síðustu viku við Alþingishúsið til að mótmæla því að 888 dagar væri frá því að Alþingi samþykkti að rannsaka einkavæðingu bankanna. Þeir krítuðu á stétt fyrir utan Alþingishúsið, en þingvörður sprautar vatni á gangstéttina og að því virðist, mótmælendur einnig. Þingvörðurinn sést síðan snúa einn mótmælendanna niður. „Á myndböndunum var í fyrstu ekki ljóst hvað gerðist, en eitthvað ofbeldi átti sér stað. Það var ekki ljóst hvort það væri réttlætanlegt og ég tel að það sé góð regla að ef ofbeldi á sér stað þá skuli það rannsakað hvort það hafi verið réttlætanlegt,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór ræddi við þingverðina og sendi forseta Alþingis bréf um málið. Ásmundur Friðriksson fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar.Vísir/VilhelmÞurfti sjálfur að biðjast afsökunar Eftir atburði síðustu viku þar sem mótmælandi var snúinn niður af þingverði fóru Píratar fram á að málið yrði rannsakað. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, segir að þingvörður hafi brugðist rétt við og tekur Jón Þór undir. „Maðurinn sést grípa í vörðinn eða slönguna. Þingvörðurinn hörfar þá nokkra vegalengd þar til hann snýr manninn af sér. Það er augljóst að þetta var réttlætanlegt hjá verðinu,“ segir Jón Þór. „Á myndbandinu sést að þingvörður sprautar vatni á mótmælendur sem er ekki fagleg aðferð þegar þú nálgast kringumstæður þar sem markmiðið er að tryggja öryggi. Mótmælendurnir voru ekki að ógna öryggi,“ segir Jón Þór. „Ég ræddi þetta við þingverðina benti þeim á að skoða þessa ferla og þeir tóku bara vel í það.“ „Ásmundur kannaði ekki þetta mál né talaði við öryggisvörðinn. Hann fór beint með þetta í störf þingsins og fer með rangt mál. Hann segir við höfum meðal annars ásakað þingvörðinn. Ég kynnti mér aðeins lagalegu stöðuna,“ segir Jón Þór. Hann telur mögulegt að það liggi þungt á Ásmundi að hafa sjálfur þurft að biðjast afsökunar eftir ummæli sín um hvort væri búið að rannsaka bakgrunn múslima hér á landi. Alþingi Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa fengið tækifæri til að svara beiðni Ásmundar Friðrikssonar þar sem hann fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar. Ásmundur, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að Píratar hafi gefið í skyn að þingvörður hafi farið offari gegn manni sem framdi skemmdarverk fyrir utan Alþingishúsið. Mótmælendur komu saman í síðustu viku við Alþingishúsið til að mótmæla því að 888 dagar væri frá því að Alþingi samþykkti að rannsaka einkavæðingu bankanna. Þeir krítuðu á stétt fyrir utan Alþingishúsið, en þingvörður sprautar vatni á gangstéttina og að því virðist, mótmælendur einnig. Þingvörðurinn sést síðan snúa einn mótmælendanna niður. „Á myndböndunum var í fyrstu ekki ljóst hvað gerðist, en eitthvað ofbeldi átti sér stað. Það var ekki ljóst hvort það væri réttlætanlegt og ég tel að það sé góð regla að ef ofbeldi á sér stað þá skuli það rannsakað hvort það hafi verið réttlætanlegt,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Jón Þór ræddi við þingverðina og sendi forseta Alþingis bréf um málið. Ásmundur Friðriksson fór fram á að Píratar myndu biðjast afsökunar.Vísir/VilhelmÞurfti sjálfur að biðjast afsökunar Eftir atburði síðustu viku þar sem mótmælandi var snúinn niður af þingverði fóru Píratar fram á að málið yrði rannsakað. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, segir að þingvörður hafi brugðist rétt við og tekur Jón Þór undir. „Maðurinn sést grípa í vörðinn eða slönguna. Þingvörðurinn hörfar þá nokkra vegalengd þar til hann snýr manninn af sér. Það er augljóst að þetta var réttlætanlegt hjá verðinu,“ segir Jón Þór. „Á myndbandinu sést að þingvörður sprautar vatni á mótmælendur sem er ekki fagleg aðferð þegar þú nálgast kringumstæður þar sem markmiðið er að tryggja öryggi. Mótmælendurnir voru ekki að ógna öryggi,“ segir Jón Þór. „Ég ræddi þetta við þingverðina benti þeim á að skoða þessa ferla og þeir tóku bara vel í það.“ „Ásmundur kannaði ekki þetta mál né talaði við öryggisvörðinn. Hann fór beint með þetta í störf þingsins og fer með rangt mál. Hann segir við höfum meðal annars ásakað þingvörðinn. Ég kynnti mér aðeins lagalegu stöðuna,“ segir Jón Þór. Hann telur mögulegt að það liggi þungt á Ásmundi að hafa sjálfur þurft að biðjast afsökunar eftir ummæli sín um hvort væri búið að rannsaka bakgrunn múslima hér á landi.
Alþingi Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira