Sjá einnig: Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð
Sameinuðu þjóðirnar segja að skipsskaðinn sé sá mannskæðasti á Miðjarðarhafi í sögunni og ástandið á hafinu í ár er mun alvarlegra en í fyrra. Talið er að rúmlega átta hundruð flóttamenn hafi farist með skipinu, en alls telja Sameinuðu þjóðirnar að um 1.300 hafi látið lífið á Miðjarðarhafinu í apríl.

Hinn 27 ára gamli Mohammed Alì Malek, er talinn hafa verið við stjórnvölin á fiskiskipinu þegar slysið varð. Hann var meðal þeirra 28 sem komu lífs af ásamt öðrum smyglara. Einungis karlmenn og ungir menn á táningsaldri lifðu slysið af.
Í stað þess að leggja að hlið portúgalska skipsins sem hafði komið þeim til bjargar sigldi Malek á það. Eftirlifendur segja að við það hafi fólk orðið hrætt og flestir hafi hlaupið yfir í aðra hlið skipsins. Við það hvolfdi skipinu mjög fljótt, en fjölmargir flóttamenn höfðu verið læstir á neðri þilförum skipsins.
Helstu áherslur nýrrar áætlunar Evrópusambandsins er að handtaka æðstu smyglarana og eyðileggja skip þeirra. Enn sem komið er hafa yfirvöld í Ítalíu handtekið um þúsund smyglara en þeir eru flestir skipstjórar báta, en ekki yfirmenn í smyglhringjunum.