Hálfíslenskur maður kjörinn á þing í Finnlandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. apríl 2015 13:57 Antero Vartia er að vonum ánægður með að komast á þing. Vísir/AFP/Antero Arvo Arnar Antero Vartia, hálfíslenskur maður búsettur í Finnlandi, var í gær kjörinn á finnska þingið en kosningar fóru fram í Finnlandi í gærdag. Antero, eins og hann er jafnan kallaður, á íslenska móður en hefur búið í Finnlandi alla ævi. „Ég er í Græna flokkinum og þetta gekk mjög vel,“ sagði Antero þegar fréttastofa náði af honum tali í dag, daginn eftir að niðurstöðurnar lágu ljósar fyrir. Græni flokkurinn kallast á ensku Green League og segir Antero að sér skiljist áherslur þeirra næstar Bjartri framtíð ef finnst stjórnmál eru borin saman við þau íslensku. „Við erum mjög líberal miðjuflokkur,“ segir Antero sem talar þrátt fyrir að hafa aldrei búið hér á landi fína íslensku. „Ég lærði íslenskuna fyrst,“ útskýrir hann og viðurkennir að hann hafi verið betri í tungumálinu hér áður fyrr. Jännäks menee. #Antero87 A photo posted by Antero Vartia (@anterovartia) on Apr 19, 2015 at 10:15am PDT Náttúruverndarsinni í húð og hár Antero lagði mikla áherslu á orkumál í kosningabaráttu sinni. Hann segir að það sé nauðsynlegt að vernda náttúruna og að það sé ekkert annað í stöðunni en að hætta að eyðileggja fossa og fjöll. „Við verðum algjörleg að hætta þessu. Það hefur verið talað um að það sé of dýrt að hætta þessu og að það sé ekki til neitt annað, það er ekki satt,“ útskýrir Antero og segir fjölmargar betri lausnir til staðar heldur en að eyðileggja náttúruna. „Ég er mjög hissa á því að Ísland skuli ekki hafa innleitt rafmagnsbíla. Það er miklu ódýrara,“ segir hann en hann sjálfur notast við rafmagnsbíl. Það er þó ekki algengt í Finnlandi almennt. Hann bendir á að á Íslandi sé rafmagn mun ódýrara en víðast hvar svo ekkert ætti að standa í vegi fyrir almennri notkun rafmagnsbíla umfram þá sem nýta sér bensín. Hér má kynna sér stefnumál Antero Vartia lesi maður finnsku. Finnsk pólitík ólík íslenskri „Það væri gaman að búa á Íslandi einhvern tímann,“ segir Antero sem vildi gjarnan geta komið oftar í heimsókn hingað til lands. „Nei,“ segir Antero og hlær, spurður um hvort hann hafi einhvern tímann velt því fyrir sér að taka þátt í íslenskri pólitík og bjóða sig fram til Alþingis. Antero bauð sig fram til þings í kjördæmi fyrir Helsinki en þar komast að 22 frambjóðendur og eins og fram hefur komið verður hann einn þeirra sem tekur sæti á nýju þingi. „Það er ekki listakosning eins og á Íslandi. Það eru allir sem eru með sína eigin kosningabaráttu,“ útskýrir Antero. „Þá er auðveldara að komast inn þó maður hafi ekki verið með í pólitík áður.“ Græni flokkurinn hlaut 8,5 prósent atkvæða og 15 sæti af 200 í finnska þinginu. Þetta eru bestu niðurstöður flokksins í þingkosningum. Antero hefur aðeins tekið þátt í stjórnmálum í um tvö ár að eigin sögn en hann bauð sig fram til Evrópuþingsins fyrir ári. Þá náði hann ekki kjöri. Það voru hans fyrstu afskipti af stjórnmálum. Rökning förbjuden #Antero87 A photo posted by Antero Vartia (@anterovartia) on Apr 10, 2015 at 11:53pm PDT Alþingi Tengdar fréttir Hver er þessi næsti forsætisráðherra Finna? Hinn 53 ára Juha Sipilä er um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. 20. apríl 2015 14:30 Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Arvo Arnar Antero Vartia, hálfíslenskur maður búsettur í Finnlandi, var í gær kjörinn á finnska þingið en kosningar fóru fram í Finnlandi í gærdag. Antero, eins og hann er jafnan kallaður, á íslenska móður en hefur búið í Finnlandi alla ævi. „Ég er í Græna flokkinum og þetta gekk mjög vel,“ sagði Antero þegar fréttastofa náði af honum tali í dag, daginn eftir að niðurstöðurnar lágu ljósar fyrir. Græni flokkurinn kallast á ensku Green League og segir Antero að sér skiljist áherslur þeirra næstar Bjartri framtíð ef finnst stjórnmál eru borin saman við þau íslensku. „Við erum mjög líberal miðjuflokkur,“ segir Antero sem talar þrátt fyrir að hafa aldrei búið hér á landi fína íslensku. „Ég lærði íslenskuna fyrst,“ útskýrir hann og viðurkennir að hann hafi verið betri í tungumálinu hér áður fyrr. Jännäks menee. #Antero87 A photo posted by Antero Vartia (@anterovartia) on Apr 19, 2015 at 10:15am PDT Náttúruverndarsinni í húð og hár Antero lagði mikla áherslu á orkumál í kosningabaráttu sinni. Hann segir að það sé nauðsynlegt að vernda náttúruna og að það sé ekkert annað í stöðunni en að hætta að eyðileggja fossa og fjöll. „Við verðum algjörleg að hætta þessu. Það hefur verið talað um að það sé of dýrt að hætta þessu og að það sé ekki til neitt annað, það er ekki satt,“ útskýrir Antero og segir fjölmargar betri lausnir til staðar heldur en að eyðileggja náttúruna. „Ég er mjög hissa á því að Ísland skuli ekki hafa innleitt rafmagnsbíla. Það er miklu ódýrara,“ segir hann en hann sjálfur notast við rafmagnsbíl. Það er þó ekki algengt í Finnlandi almennt. Hann bendir á að á Íslandi sé rafmagn mun ódýrara en víðast hvar svo ekkert ætti að standa í vegi fyrir almennri notkun rafmagnsbíla umfram þá sem nýta sér bensín. Hér má kynna sér stefnumál Antero Vartia lesi maður finnsku. Finnsk pólitík ólík íslenskri „Það væri gaman að búa á Íslandi einhvern tímann,“ segir Antero sem vildi gjarnan geta komið oftar í heimsókn hingað til lands. „Nei,“ segir Antero og hlær, spurður um hvort hann hafi einhvern tímann velt því fyrir sér að taka þátt í íslenskri pólitík og bjóða sig fram til Alþingis. Antero bauð sig fram til þings í kjördæmi fyrir Helsinki en þar komast að 22 frambjóðendur og eins og fram hefur komið verður hann einn þeirra sem tekur sæti á nýju þingi. „Það er ekki listakosning eins og á Íslandi. Það eru allir sem eru með sína eigin kosningabaráttu,“ útskýrir Antero. „Þá er auðveldara að komast inn þó maður hafi ekki verið með í pólitík áður.“ Græni flokkurinn hlaut 8,5 prósent atkvæða og 15 sæti af 200 í finnska þinginu. Þetta eru bestu niðurstöður flokksins í þingkosningum. Antero hefur aðeins tekið þátt í stjórnmálum í um tvö ár að eigin sögn en hann bauð sig fram til Evrópuþingsins fyrir ári. Þá náði hann ekki kjöri. Það voru hans fyrstu afskipti af stjórnmálum. Rökning förbjuden #Antero87 A photo posted by Antero Vartia (@anterovartia) on Apr 10, 2015 at 11:53pm PDT
Alþingi Tengdar fréttir Hver er þessi næsti forsætisráðherra Finna? Hinn 53 ára Juha Sipilä er um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. 20. apríl 2015 14:30 Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Hver er þessi næsti forsætisráðherra Finna? Hinn 53 ára Juha Sipilä er um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. 20. apríl 2015 14:30
Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00