Nýi þjálfarinn talar vel um Söru og keppnisskapið hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2015 16:30 Sara Rún Hinriksdóttir. Vísir/Stefán Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn síðasta leik með Keflavík í bili á dögunum en hún er að hefja nám við Canisius-háskólann í Buffalo og er ætlað stórt hlutverk hjá körfuboltaliði skólans næstu fjögur árin. Terry Zeh, þjálfari liðsins, talaði afar vel um Söru Rún í viðtali á Youtube-síðu Canisius-skólans. „Við erum mjög spennt að fá Söru inn í liðið fyrir næsta tímabil og hún kemur með svo margt inn í liðið," sagði Terry Zeh. „Hún er framherji með hæfileika bakvarðar. Hún er góður frákastari, getur spilað fyrir utan og er bæði góð með bolta og án bolta," sagði Terry Zeh. Sara Rún Hinriksdóttir var með 18,8 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni með Keflavíkurliðinu þar af skoraði hún 31 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í lokaleiknum. „Hún kemur með orku inn í liðið okkar og það eru því allir mjög spenntir hér fyrir komu hennar," sagði Zeh. Hann nefnir sérstaklega frammistöðu hennar í b-deild Evrópukeppni 18 ára landsliða síðasta sumar þar sem Sara var næststigahæst (20,8 stig í leik) og sú sem náði flestum tvennum (yfir tíu í stigum og fráköstum) „Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn okkar að geta spilað fyrir utan vegna motion-sóknarinnar sem við spilum. Við viljum að leikmennirnir geti verið með boltann fyrir utan og sent hann þaðan. Þar liggur einn hennar helsti styrkleiki ef við tökum mið af hæð hennar," segir Zeh. „Hún kemur með orku inn í liðið vegna þess hvernig hún spilar leikinn sem og hvernig líkamstjáningin hennar er. Þessi orka frá henni mun hjálpa okkur á hverjum degi á æfingum. Hún er mikill keppnismaður og vill keppa bæði á æfingum sem og í leikjum. Það mun hjálpa okkur strax," sagði Zeh. „Við vildum bæta við leikmönnum sem eru með bein í nefinu og eru miklir keppnismenn. Þegar þú horfir á Söru spila þá er hún slíkur leikmaður og henni er líka alveg sama um það hvort hún særi tilfinningar mótherjans eða ekki. Hún ætlar sér bara að vinna leikinn og það er mikilvægt," sagði Zeh. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Terry Zeh hér fyrir neðan en þar má einnig sjá myndir af Söru þegar hún spilaði með 18 ára landsliðinu í Rúmeníu síðasta sumar. Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn síðasta leik með Keflavík í bili á dögunum en hún er að hefja nám við Canisius-háskólann í Buffalo og er ætlað stórt hlutverk hjá körfuboltaliði skólans næstu fjögur árin. Terry Zeh, þjálfari liðsins, talaði afar vel um Söru Rún í viðtali á Youtube-síðu Canisius-skólans. „Við erum mjög spennt að fá Söru inn í liðið fyrir næsta tímabil og hún kemur með svo margt inn í liðið," sagði Terry Zeh. „Hún er framherji með hæfileika bakvarðar. Hún er góður frákastari, getur spilað fyrir utan og er bæði góð með bolta og án bolta," sagði Terry Zeh. Sara Rún Hinriksdóttir var með 18,8 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni með Keflavíkurliðinu þar af skoraði hún 31 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í lokaleiknum. „Hún kemur með orku inn í liðið okkar og það eru því allir mjög spenntir hér fyrir komu hennar," sagði Zeh. Hann nefnir sérstaklega frammistöðu hennar í b-deild Evrópukeppni 18 ára landsliða síðasta sumar þar sem Sara var næststigahæst (20,8 stig í leik) og sú sem náði flestum tvennum (yfir tíu í stigum og fráköstum) „Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn okkar að geta spilað fyrir utan vegna motion-sóknarinnar sem við spilum. Við viljum að leikmennirnir geti verið með boltann fyrir utan og sent hann þaðan. Þar liggur einn hennar helsti styrkleiki ef við tökum mið af hæð hennar," segir Zeh. „Hún kemur með orku inn í liðið vegna þess hvernig hún spilar leikinn sem og hvernig líkamstjáningin hennar er. Þessi orka frá henni mun hjálpa okkur á hverjum degi á æfingum. Hún er mikill keppnismaður og vill keppa bæði á æfingum sem og í leikjum. Það mun hjálpa okkur strax," sagði Zeh. „Við vildum bæta við leikmönnum sem eru með bein í nefinu og eru miklir keppnismenn. Þegar þú horfir á Söru spila þá er hún slíkur leikmaður og henni er líka alveg sama um það hvort hún særi tilfinningar mótherjans eða ekki. Hún ætlar sér bara að vinna leikinn og það er mikilvægt," sagði Zeh. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Terry Zeh hér fyrir neðan en þar má einnig sjá myndir af Söru þegar hún spilaði með 18 ára landsliðinu í Rúmeníu síðasta sumar.
Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum