„Ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna“ Heimir Már Pétursson og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2015 13:39 Guðlaugur Þór Þórðarson. Fréttablaðið/Vilhelm Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ekki liggja fyrir að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins eins og stjórn félagsins leggur til að verði gert. Það væri ansi groddaleg eingreiðsla frá skattgreiðendum upp á fjóra milljarða ef þær hugmyndir gengju eftir. Stjórn Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis hinn 28. apríl til að fara yfir tillögur til lausnar erfiðri fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Nefnd forsætisráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra fer með málefni Ríkisútvarpsins ohf. og aðgerðir til lausnar fjárhagsvanda þess. Nefndin hefur þegar samþykkt að ekki verði að lækkun útvarpsgjaldsins á næsta ári eins og til stóð og mun Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra væntanlega leggja fram frumvarp þar að lútandi í haust.Öllu stærri biti er hins vegar hvernig skuli farið með lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. Stjórnendur Ríkisútvarpsins leggja til að ríkið létti þeim af stofnuninni. Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis segir enga samþykkt liggja fyrir um yfirtöku ríkisins á þeim. „Það kom okkur á óvart hvað mikið var lagt upp úr því í þeirra hugmyndum að auka framlög skattgreiðenda til stofnunarinnar. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að hækka á þessum kjörtímabili framlögin um fimm hundrið milljónir á hverju ári. Ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir þá væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldi og ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ segir Guðlaugur. Frá árinu 2006 til 2015 hefur ríkissjóður tekið á sig afskriftir á skuldum Ríkisútvarpsins upp á tvo milljarða króna á verðlagi ársins í ár. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir um 180 milljóna aukafjárveitingu til Ríkisútvarpsins og á móti gerðar kröfur um að Ríkisútvarpið leggi fram áætlanir um tiltekt í rekstrinum fyrir lok marsmánaðar á þessu ári. Stofnunin hefur þegar ákveðið að selja stóra lóð við útvarpshúsið sem áætlað er að skili 1,4 milljarði króna. Guðlaugur Þór segir fjárlaganefnd enn bíða upplýsinga frá Ríkisútvarpinu ohf. Honum finnist ekki koma til greina að létta lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. „Ég get ekki séð nein málefnaleg rök fyrir því og ég held að það verði mjög erfitt að horfa framan í aðrar stofnanir ríkisins sem veita grunnþjónustu ef við myndum forgangsraða í þá veru.“ Það væri í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar sem ákveðið hafi að forgangsraða í þágu heilbrigðis- og velferðamála. „Ef við gengum þessa leið þá myndi þessi ríkisstjórn fyrst og fremst forgangsráða í þágu ríkisfjölmiðla. Ég sé enginn málefnaleg rök fyrir því. Þessi ríkisstjórn hefur og mun áfram forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar.“ Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ekki liggja fyrir að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins eins og stjórn félagsins leggur til að verði gert. Það væri ansi groddaleg eingreiðsla frá skattgreiðendum upp á fjóra milljarða ef þær hugmyndir gengju eftir. Stjórn Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis hinn 28. apríl til að fara yfir tillögur til lausnar erfiðri fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Nefnd forsætisráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra fer með málefni Ríkisútvarpsins ohf. og aðgerðir til lausnar fjárhagsvanda þess. Nefndin hefur þegar samþykkt að ekki verði að lækkun útvarpsgjaldsins á næsta ári eins og til stóð og mun Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra væntanlega leggja fram frumvarp þar að lútandi í haust.Öllu stærri biti er hins vegar hvernig skuli farið með lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. Stjórnendur Ríkisútvarpsins leggja til að ríkið létti þeim af stofnuninni. Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis segir enga samþykkt liggja fyrir um yfirtöku ríkisins á þeim. „Það kom okkur á óvart hvað mikið var lagt upp úr því í þeirra hugmyndum að auka framlög skattgreiðenda til stofnunarinnar. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að hækka á þessum kjörtímabili framlögin um fimm hundrið milljónir á hverju ári. Ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir þá væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldi og ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ segir Guðlaugur. Frá árinu 2006 til 2015 hefur ríkissjóður tekið á sig afskriftir á skuldum Ríkisútvarpsins upp á tvo milljarða króna á verðlagi ársins í ár. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir um 180 milljóna aukafjárveitingu til Ríkisútvarpsins og á móti gerðar kröfur um að Ríkisútvarpið leggi fram áætlanir um tiltekt í rekstrinum fyrir lok marsmánaðar á þessu ári. Stofnunin hefur þegar ákveðið að selja stóra lóð við útvarpshúsið sem áætlað er að skili 1,4 milljarði króna. Guðlaugur Þór segir fjárlaganefnd enn bíða upplýsinga frá Ríkisútvarpinu ohf. Honum finnist ekki koma til greina að létta lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. „Ég get ekki séð nein málefnaleg rök fyrir því og ég held að það verði mjög erfitt að horfa framan í aðrar stofnanir ríkisins sem veita grunnþjónustu ef við myndum forgangsraða í þá veru.“ Það væri í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar sem ákveðið hafi að forgangsraða í þágu heilbrigðis- og velferðamála. „Ef við gengum þessa leið þá myndi þessi ríkisstjórn fyrst og fremst forgangsráða í þágu ríkisfjölmiðla. Ég sé enginn málefnaleg rök fyrir því. Þessi ríkisstjórn hefur og mun áfram forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar.“
Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira