Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2025 21:00 Dóra Björt er formaður skipulagsráðs og borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Einar Fregnir af umfangsmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við andapollinn í Seljahverfi í Breiðholti eru stórlega ýktar. Þetta segir formaður umhverfis- og skipulagssviðs og að uppbyggingin sé á hugmyndastigi. Andapollurinn hefur um árabil verið ein þekktasta útivistarperla Seljahverfis. Hér hafa krakkar veitt síli og leikið sér á eyjunni í miðjum pollinum. Það supu því margir íbúar hveljur þegar fréttist af því að til stæði að byggja hundrað íbúðir í næsta nágrenni við pollinn. Greint var frá uppbyggingu 1.700 íbúða á sextán þéttingareitum í Breiðholti í vikunni og er einn þessara reita við andapollinn í Seljahverfi. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæði má hinsvegar sjá að svæðið er merkt sem þróunarsvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að það þýði að deiluskipulagsferli sé ekki hafið. „Þróunarsvæði þýðir bara að það er ákveðið svæði sem hefur verið skilgreint í hverfisskipulagi sem eitthvað sem við gætum þróað áfram og kannski komið með uppbyggingu síðar meir. Það er ekki búið að ákveða að fara af stað með eitt né neitt og það yrði aldrei gert nema að undangengnu miklu samtali og samráði við íbúa.“ Svæðið hafi orðið að þróunarsvæði eftir samráð við íbúa en endanleg ákvörðun um skipulag yrði að sögn Dóru aldrei tekin án frekara samráðs og kynningu. Kynningarefnið geti verið ruglandi. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur. Við erum komin með kortasjá húsnæðisuppbyggingar sem er sannarlega stórt skref í þá átt að bæta upplýsingagjöf en hún getur líka verið ruglandi því það eru mörg hugtök eins og til dæmis þróunarsvæði og þar er kannski verið að varpa fram tölum sem eru ekki neitt sem er búið að staðfesta á neinum stað eða ekkert sem er komið af stað raunverulega.“ Vanda þurfi til verka Húsnæðisskortur sé í borginni og vill meirihlutinn veita fleirum tækifæri á að búa innan gróinna hverfa. Ljóst sé að svæði líkt og andapollurinn séu íbúum mjög kær og að vanda þurfi til verka. „Ég veit að fólki þykir mjög vænt um þennan andapoll og það skiptir fólkið miklu máli hvað gæti komið þarna þannig að við myndum að sjálfsögðu gera það byggt á miklu samráði og það er bara lögbundið í deiluskipulagsferli að við verðum að fara út og kynna hlutina vel. Við myndum líklega hefja ferlið og ganga lengra heldur en lögbundið samráð kveður á um.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira
Andapollurinn hefur um árabil verið ein þekktasta útivistarperla Seljahverfis. Hér hafa krakkar veitt síli og leikið sér á eyjunni í miðjum pollinum. Það supu því margir íbúar hveljur þegar fréttist af því að til stæði að byggja hundrað íbúðir í næsta nágrenni við pollinn. Greint var frá uppbyggingu 1.700 íbúða á sextán þéttingareitum í Breiðholti í vikunni og er einn þessara reita við andapollinn í Seljahverfi. Í vefsjá borgarinnar yfir uppbyggingarsvæði má hinsvegar sjá að svæðið er merkt sem þróunarsvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að það þýði að deiluskipulagsferli sé ekki hafið. „Þróunarsvæði þýðir bara að það er ákveðið svæði sem hefur verið skilgreint í hverfisskipulagi sem eitthvað sem við gætum þróað áfram og kannski komið með uppbyggingu síðar meir. Það er ekki búið að ákveða að fara af stað með eitt né neitt og það yrði aldrei gert nema að undangengnu miklu samtali og samráði við íbúa.“ Svæðið hafi orðið að þróunarsvæði eftir samráð við íbúa en endanleg ákvörðun um skipulag yrði að sögn Dóru aldrei tekin án frekara samráðs og kynningu. Kynningarefnið geti verið ruglandi. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur. Við erum komin með kortasjá húsnæðisuppbyggingar sem er sannarlega stórt skref í þá átt að bæta upplýsingagjöf en hún getur líka verið ruglandi því það eru mörg hugtök eins og til dæmis þróunarsvæði og þar er kannski verið að varpa fram tölum sem eru ekki neitt sem er búið að staðfesta á neinum stað eða ekkert sem er komið af stað raunverulega.“ Vanda þurfi til verka Húsnæðisskortur sé í borginni og vill meirihlutinn veita fleirum tækifæri á að búa innan gróinna hverfa. Ljóst sé að svæði líkt og andapollurinn séu íbúum mjög kær og að vanda þurfi til verka. „Ég veit að fólki þykir mjög vænt um þennan andapoll og það skiptir fólkið miklu máli hvað gæti komið þarna þannig að við myndum að sjálfsögðu gera það byggt á miklu samráði og það er bara lögbundið í deiluskipulagsferli að við verðum að fara út og kynna hlutina vel. Við myndum líklega hefja ferlið og ganga lengra heldur en lögbundið samráð kveður á um.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira
Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fallið hefur verið frá hugmyndum um uppbyggingu um 75 til 100 íbúða við settjörnina í Seljahverfi í Breiðholti. 9. apríl 2025 06:57