Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2015 12:20 Hildur Sigurðardóttir hlaðin verðlaunum. vísir/valli Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells, voru kjörin bestu leikmenn tímabilsins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í hádeginu í dag. Pavel var frábær í deildakeppninni þar til hann meiddist, en hann kom aftur inn í úrslitakeppninni og leiddi sitt lið til sigurs gegn Tindastóli í lokaúrslitunum. Hann spilaði í heildina 24 leiki á tímabilinu og skoraði 11,4 stig að meðaltali í leik, tók 9,4 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Annað árið í röð leiddi Hildur Sigurðardóttir Snæfelsstúlkur til Íslandsmeistaratitils, en hún var frábær á tímabilinu. Hildur skoraði 13,5 stig að meðaltali í leikjunum 35 sem hún spilaði á tímabilinu, tók 9,3 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar.Pavel tekur við sínum viðurkenningum.vísir/valliHún var mögnuð í lokaúrslitunum, sérstaklega á lokamínútunum í þriðja leiknum gegn Keflavík þar sem Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Hildur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið en kveður sem fimmfaldur Íslandsmeistari og besti leikmaður ársins. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var kjörinn besti þjálfarinn, en hann kom nýliðum Tindastóls í lokaúrslitin þar sem Stólarnir töpuðu gegn KR, 3-1. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kjörinn bestur í kvennadeildinni, en hann gerði Snæfellsliðið að deildar- og Íslandsmeisturum. Michael Craion var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-deild karla og Kristen McCarthy best í Dominos-deild kvenna. Hér að neðan má sjá öll verðlaunin og úrvalsliðin sem einnig voru tilkynnt á lokahófinu í dag.Dominos-deild karla:Besti leikmaður: Pavel Ermolinskij, KRBesti erlendi leikmaðurinn: Michael Craion, KRÞjálfari ársins: Israel Martin, TindastóllVarnarmaður ársins: Darri Hilmarsson, KRBesti ungi leikmaðurinn: Pétur Rúnar Birgisson, TindastóllPrúðasti leikmaðurinn: Darri Hilmarsson KRLið ársins: Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorlákshöfn Darrel Lewis, Tindastóll Helgi Már Magnússon, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KRIngi Þór Steinþórsson.vísir/stefánDominos-deild kvenna:Besti leikmaður: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti erlendi leikmaðurinn: Kristen McCarthy, SnæfellÞjálfari ársins: Ingi Þór Steinþórsson, SnæfellVarnarmaður ársins: Gunnhildur Gunnarsdóttir, SnæfellBesti ungi leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir, KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellLið ársins: Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík Petrúnella Skúladóttir, Grindavík Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti dómarinn í Dominos-deildunum: Sigmundur Már Herbertsson1. deild karla:Besti leikmaður: Ari Gylfason, FSuBesti ungi leikmaðurinn: Erlendur Ágúst Stefánsson, FSuÞjálfari ársins: Viðar Hafsteinsson, HötturLið ársins: Hreinn Gunnar Birgisson, Höttur Fannar Freyr Helgason, ÍA Örn Sigurðarson, Hamar Hlynur Hreinsson, FSu Ari Gylfason, Fsu1. deild kvenna: Besti leikmaður: Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Besti ungi leikmaðurinn: Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Þjálfari ársins: Sævaldur Bjarnason, StjarnanLið ársins: Bríet Lilja Sigurðardóttir, Tindastóll Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Eva María Emilsdóttir, Stjarnan Erna Hákonardóttir, Njarðvík Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells, voru kjörin bestu leikmenn tímabilsins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í hádeginu í dag. Pavel var frábær í deildakeppninni þar til hann meiddist, en hann kom aftur inn í úrslitakeppninni og leiddi sitt lið til sigurs gegn Tindastóli í lokaúrslitunum. Hann spilaði í heildina 24 leiki á tímabilinu og skoraði 11,4 stig að meðaltali í leik, tók 9,4 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Annað árið í röð leiddi Hildur Sigurðardóttir Snæfelsstúlkur til Íslandsmeistaratitils, en hún var frábær á tímabilinu. Hildur skoraði 13,5 stig að meðaltali í leikjunum 35 sem hún spilaði á tímabilinu, tók 9,3 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar.Pavel tekur við sínum viðurkenningum.vísir/valliHún var mögnuð í lokaúrslitunum, sérstaklega á lokamínútunum í þriðja leiknum gegn Keflavík þar sem Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Hildur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið en kveður sem fimmfaldur Íslandsmeistari og besti leikmaður ársins. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var kjörinn besti þjálfarinn, en hann kom nýliðum Tindastóls í lokaúrslitin þar sem Stólarnir töpuðu gegn KR, 3-1. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kjörinn bestur í kvennadeildinni, en hann gerði Snæfellsliðið að deildar- og Íslandsmeisturum. Michael Craion var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-deild karla og Kristen McCarthy best í Dominos-deild kvenna. Hér að neðan má sjá öll verðlaunin og úrvalsliðin sem einnig voru tilkynnt á lokahófinu í dag.Dominos-deild karla:Besti leikmaður: Pavel Ermolinskij, KRBesti erlendi leikmaðurinn: Michael Craion, KRÞjálfari ársins: Israel Martin, TindastóllVarnarmaður ársins: Darri Hilmarsson, KRBesti ungi leikmaðurinn: Pétur Rúnar Birgisson, TindastóllPrúðasti leikmaðurinn: Darri Hilmarsson KRLið ársins: Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorlákshöfn Darrel Lewis, Tindastóll Helgi Már Magnússon, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KRIngi Þór Steinþórsson.vísir/stefánDominos-deild kvenna:Besti leikmaður: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti erlendi leikmaðurinn: Kristen McCarthy, SnæfellÞjálfari ársins: Ingi Þór Steinþórsson, SnæfellVarnarmaður ársins: Gunnhildur Gunnarsdóttir, SnæfellBesti ungi leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir, KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellLið ársins: Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík Petrúnella Skúladóttir, Grindavík Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti dómarinn í Dominos-deildunum: Sigmundur Már Herbertsson1. deild karla:Besti leikmaður: Ari Gylfason, FSuBesti ungi leikmaðurinn: Erlendur Ágúst Stefánsson, FSuÞjálfari ársins: Viðar Hafsteinsson, HötturLið ársins: Hreinn Gunnar Birgisson, Höttur Fannar Freyr Helgason, ÍA Örn Sigurðarson, Hamar Hlynur Hreinsson, FSu Ari Gylfason, Fsu1. deild kvenna: Besti leikmaður: Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Besti ungi leikmaðurinn: Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Þjálfari ársins: Sævaldur Bjarnason, StjarnanLið ársins: Bríet Lilja Sigurðardóttir, Tindastóll Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Eva María Emilsdóttir, Stjarnan Erna Hákonardóttir, Njarðvík Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira