Fjarvera ráðherra gagnrýnd: „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti” Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2015 19:45 Svandís Svavarsdóttir segir hegðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með algjörum ólíkindum. Vísir Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu í pontu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að vera ekki staddur í þingsal þegar verið var að ræða fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, til hans. Svandís sagði hegðun forsætisráðherra með algjörum ólíkindum og sagði hann hafa farið úr þingsal til að fá sér köku. „Ég verð að segja það, virðulegur forseti, að ég held að ég hafi aldrei séð það gerast að háttvirtur þingmaður eigi orðastað við hæstvirtan ráðherra sem, áður en hann svarar þingmanni, fer úr þingsal,“ sagði Svandís. „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. „Mér finnst þetta með algjörum ólíkindum og ég spyr bara forseta hvort þetta geti talist til sóma?“ Fleiri þingmenn andstöðunnar tóku í kjölfarið til máls til að gagnrýna hegðun forsætisráðherra, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa,” sagði Helgi Hrafn. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að þurfa að koma hingað og lýsa því yfir að ég sé ekki hissa á því hvernig forsætisráðherra komi fram við þingið. Það er fullkomlega mannlegt að gera mistök kannski af og til en þetta er skýrt mynstur.” Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakar Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmund fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Mér finnst það grátlegt að hæstvirtur forsætisráðherra forðist þingsalinn og sitji þess í stað úti í matssal og hámi þar í sig köku með rjóma,” sagði Össur við það tilefni. „Þegar forsætisráðherra kýs frekar að sitja og borða súkkulaðiköku með rjóma, þá tel ég það merki um einbeittan brotavilja.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu í pontu Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir að vera ekki staddur í þingsal þegar verið var að ræða fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, til hans. Svandís sagði hegðun forsætisráðherra með algjörum ólíkindum og sagði hann hafa farið úr þingsal til að fá sér köku. „Ég verð að segja það, virðulegur forseti, að ég held að ég hafi aldrei séð það gerast að háttvirtur þingmaður eigi orðastað við hæstvirtan ráðherra sem, áður en hann svarar þingmanni, fer úr þingsal,“ sagði Svandís. „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. „Mér finnst þetta með algjörum ólíkindum og ég spyr bara forseta hvort þetta geti talist til sóma?“ Fleiri þingmenn andstöðunnar tóku í kjölfarið til máls til að gagnrýna hegðun forsætisráðherra, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa,” sagði Helgi Hrafn. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á því að þurfa að koma hingað og lýsa því yfir að ég sé ekki hissa á því hvernig forsætisráðherra komi fram við þingið. Það er fullkomlega mannlegt að gera mistök kannski af og til en þetta er skýrt mynstur.” Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan sakar Sigmund Davíð um að kjósa sætindi fram yfir umræður á þingi. Í mars í fyrra gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Sigmund fyrir að vera ekki viðstaddur umræðu um tillögu ríkisstjórnar um tillögu að slitum á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Mér finnst það grátlegt að hæstvirtur forsætisráðherra forðist þingsalinn og sitji þess í stað úti í matssal og hámi þar í sig köku með rjóma,” sagði Össur við það tilefni. „Þegar forsætisráðherra kýs frekar að sitja og borða súkkulaðiköku með rjóma, þá tel ég það merki um einbeittan brotavilja.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira