Barist í Skotlandi annað kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. maí 2015 22:30 Þrír fræknir Íslendingar úr Mjölni berjast annað kvöld í Skotlandi. Bardagarnir fara fram í Headhunters Championship bardagasamtökunum í Falkirk og er fjaðurvigtarbelti í húfi.Hrólfur Ólafsson (1-0) berst sinn fyrsta bardaga síðan hann lenti í erfiðum meiðslum í apríl 2013. Við undirbúning fyrir sinn annan bardaga sleit Hrólfur krossband og verður þetta hans fyrsti bardagi síðan í nóvember 2012.Sunna Rannveig Davíðsdóttir (1-1) er fyrsta íslenska konan til að berjast í MMA en hún mun berjast sinn fyrsta bardaga síðan í september 2013. Erfiðlega hefur gengið fyrir Sunnu að fá bardaga en sjö andstæðingar hafa hætt við bardaga gegn henni. Það verður því kærkomið fyrir Sunnu mæta Helen Copus (2-0-1) annað kvöld.Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Sunna Rannveig Davíðsdóttir vs. Helen CopusBjarki Ómarsson (3-2) er einn efnilegasti bardagakappi þjóðarinnar. Bjarki berst um fjaðurvigtartitil bardagasamtakanna gegn Calum Murrie (5-1).Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Bjarki Ómarsson vs. Calum MurrieJón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, er með í för en þegar Vísir hafði samband var vigtun að hefjast. „Stemningin í hópnum er mjög góð. Ég er mjög bjartsýnn fyrir bardagana en þetta verða erfiðir bardagar,“ segir Jón Viðar. „Sunna er að berjast tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan sig gegn mjög sterkri glímustelpu. Bjarki berst um fjaðurvigtarbeltið gegn andstæðingi með taekwondo bakgrunn. Svo fer Hrólfur gegn sterkum glímukappa þannig að þetta verða allt hörku bardagar.“ „Þetta er hvergi sýnt beint þannig að við hvetjum bara fólk til að fylgjast með okkur á stórskemmtilegu Snapchatti Mjölnis undir mjolnirmma. Við munum svo snappa beltið í bak og fyrir þegar það verður komið í hús,“ segir Jón Viðar og hlær. MMA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Sjá meira
Þrír fræknir Íslendingar úr Mjölni berjast annað kvöld í Skotlandi. Bardagarnir fara fram í Headhunters Championship bardagasamtökunum í Falkirk og er fjaðurvigtarbelti í húfi.Hrólfur Ólafsson (1-0) berst sinn fyrsta bardaga síðan hann lenti í erfiðum meiðslum í apríl 2013. Við undirbúning fyrir sinn annan bardaga sleit Hrólfur krossband og verður þetta hans fyrsti bardagi síðan í nóvember 2012.Sunna Rannveig Davíðsdóttir (1-1) er fyrsta íslenska konan til að berjast í MMA en hún mun berjast sinn fyrsta bardaga síðan í september 2013. Erfiðlega hefur gengið fyrir Sunnu að fá bardaga en sjö andstæðingar hafa hætt við bardaga gegn henni. Það verður því kærkomið fyrir Sunnu mæta Helen Copus (2-0-1) annað kvöld.Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Sunna Rannveig Davíðsdóttir vs. Helen CopusBjarki Ómarsson (3-2) er einn efnilegasti bardagakappi þjóðarinnar. Bjarki berst um fjaðurvigtartitil bardagasamtakanna gegn Calum Murrie (5-1).Sjá einnig: Leiðin að búrinu-Bjarki Ómarsson vs. Calum MurrieJón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, er með í för en þegar Vísir hafði samband var vigtun að hefjast. „Stemningin í hópnum er mjög góð. Ég er mjög bjartsýnn fyrir bardagana en þetta verða erfiðir bardagar,“ segir Jón Viðar. „Sunna er að berjast tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan sig gegn mjög sterkri glímustelpu. Bjarki berst um fjaðurvigtarbeltið gegn andstæðingi með taekwondo bakgrunn. Svo fer Hrólfur gegn sterkum glímukappa þannig að þetta verða allt hörku bardagar.“ „Þetta er hvergi sýnt beint þannig að við hvetjum bara fólk til að fylgjast með okkur á stórskemmtilegu Snapchatti Mjölnis undir mjolnirmma. Við munum svo snappa beltið í bak og fyrir þegar það verður komið í hús,“ segir Jón Viðar og hlær.
MMA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Sjá meira