Birkir Bjarnason heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir Pescara í ítölsku B-deildinni. Íslenski landsliðsmaðurinn virðist í flottu formi fyrir leikinn gegn Tékkum 12. júní.
Birkir skoraði sigurmark Pescara, 2-1, úr vítaspyrnu á 74. mínútu í kvöld þegar hans menn unnu Perugia í umspili B-deildarinnar um síðasta sætið í ítölsku A-deildinni.
Birkir skoraði tvö mörk í 3-0 sigri liðsins sem kom því í umspilið í lokumferðinni og nú skaut Birkir Pescara í undanúrslitin þar sem liðið mætir Vicenza.
Pescara og Vicenza mætast heima og að heiman en sigurliðið fer í úrslitaleik um sæti í A-deildinni.
Birkir er nú búinn að skora ellefu mörk í 37 leikjum fyrir Pescara á tímabilinu.
Birkir skaut Pescara í undanúrslit umspilsins
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




