Bjarni Benediktsson: Efnahagsstaða Íslendinga nú sú sterkasta frá upphafi Bjarki Ármannsson skrifar 25. maí 2015 11:23 Fjármálaráðherra segir stöðu í efnahagsmálum standa helst uppúr að kjörtímabili hálfnuðu. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að góð staða efnahagsmála sé klárlega það sem standi helst uppúr að kjörtímabili sínu hálfnuðu. Hann segist telja að Ísland sé í dag í sterkustu stöðu sem landið hefur nokkru sinni verið í, efnahagslega séð. Þetta kemur fram í máli Bjarna í viðtali sem birtist á Eyjunni í dag. Hann segir það hafa tekist á skemmri tíma en hann þorði að vona að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu, sem endurspeglist meðal annars í lágri verðbólgu, auknum kaupmætti og hallalausum ríkisrekstri. „Góðærisárin fyrir hrun voru byggð á gríðarlega miklum viðskiptahalla, það hlaut að þurfa að koma leiðrétting út af því,“ segir Bjarni í viðtalinu. „En ef við berum okkur saman við þann tíma í dag, þá erum við með hærri landsframleiðslu, meiri kaupmátt og við erum með jöfnuð í viðskiptum við útlönd. Undirstöðuatvinnugreinarnar standa einnig allar betur en þær gerðu þá.“ Hann segir þó ekki hægt að neita því að ástandið á vinnumarkaði setji ákveðið „óveðurský“ yfir efnahagsástandið og vonar að það rætist vel úr kjaraviðræðum.Stöðugleikaskattur skili mörg hundruð milljörðum Bjarni ræðir einnig frumvarp um afnám hafta, sem stendur til að leggja fram á þingi á næstu dögum. Hann segist vona að 2015 verði ár „stórra aðgerða“ í þeim efnum. Hann segir að unnið sé að heildstæðri áætlun sem feli ekki í sér að höftin verði afnumin að fullu á þessu ári, en muni leysa langstærstu ógnirnar við afnámsferlið á árinu. Hann tekur undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um að stöðugleikaskatturinn svokallaði muni skila mörg hundruð milljörðum í þjóðarbúið.„Það er algjört grundvallaratriði að við erum ekki að vinna að lausn fjármagnshaftanna út frá því að grípa til einhverra tekjuöflunaraðgerða,“ segir Bjarni. „Þetta er aðgerð sem er nauðsynlegt að fara í til þess að losa hagkerfið undan höftunum. Það leiðir hins vegar af sjálfu sér, að þegar þú leggur á skatt, þá munu koma tekjur til ríkisins og við munum nota þær tekjur til þess að greiða niður skuldir. Þar erum við að ræða um mörg hundruð milljarða, alveg klárlega.“ Tengdar fréttir Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07 Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01 Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að góð staða efnahagsmála sé klárlega það sem standi helst uppúr að kjörtímabili sínu hálfnuðu. Hann segist telja að Ísland sé í dag í sterkustu stöðu sem landið hefur nokkru sinni verið í, efnahagslega séð. Þetta kemur fram í máli Bjarna í viðtali sem birtist á Eyjunni í dag. Hann segir það hafa tekist á skemmri tíma en hann þorði að vona að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu, sem endurspeglist meðal annars í lágri verðbólgu, auknum kaupmætti og hallalausum ríkisrekstri. „Góðærisárin fyrir hrun voru byggð á gríðarlega miklum viðskiptahalla, það hlaut að þurfa að koma leiðrétting út af því,“ segir Bjarni í viðtalinu. „En ef við berum okkur saman við þann tíma í dag, þá erum við með hærri landsframleiðslu, meiri kaupmátt og við erum með jöfnuð í viðskiptum við útlönd. Undirstöðuatvinnugreinarnar standa einnig allar betur en þær gerðu þá.“ Hann segir þó ekki hægt að neita því að ástandið á vinnumarkaði setji ákveðið „óveðurský“ yfir efnahagsástandið og vonar að það rætist vel úr kjaraviðræðum.Stöðugleikaskattur skili mörg hundruð milljörðum Bjarni ræðir einnig frumvarp um afnám hafta, sem stendur til að leggja fram á þingi á næstu dögum. Hann segist vona að 2015 verði ár „stórra aðgerða“ í þeim efnum. Hann segir að unnið sé að heildstæðri áætlun sem feli ekki í sér að höftin verði afnumin að fullu á þessu ári, en muni leysa langstærstu ógnirnar við afnámsferlið á árinu. Hann tekur undir með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um að stöðugleikaskatturinn svokallaði muni skila mörg hundruð milljörðum í þjóðarbúið.„Það er algjört grundvallaratriði að við erum ekki að vinna að lausn fjármagnshaftanna út frá því að grípa til einhverra tekjuöflunaraðgerða,“ segir Bjarni. „Þetta er aðgerð sem er nauðsynlegt að fara í til þess að losa hagkerfið undan höftunum. Það leiðir hins vegar af sjálfu sér, að þegar þú leggur á skatt, þá munu koma tekjur til ríkisins og við munum nota þær tekjur til þess að greiða niður skuldir. Þar erum við að ræða um mörg hundruð milljarða, alveg klárlega.“
Tengdar fréttir Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07 Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01 Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30 Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Bjarni vill breyta stjórnarskránni samhliða forsetakosningum Vill bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. 20. maí 2015 07:07
Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að framlengja þurfi þingstörfin svo hægt sé að leggja fram frumvarp um afnám hafta. 22. maí 2015 13:01
Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. 21. maí 2015 17:30
Hjúkrunarfræðingar segja launakröfur hógværar "Með samningsvilja getur ríkið komið í veg fyrir að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga hefjist þann 27. maí næstkomandi.“ 22. maí 2015 13:34