Samninganefndir BHM og ríkis koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun en nefndirnar áttu fund í dag.
Í samtali við fréttastofu segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, að ríkið hafi lagt fram plagg sem BHM mun skoða í dag og fjalla nánar um á fundinum á morgun. Fundurinn hefst klukkan 14.
Páll vildi lítið gefa upp um efni tillögunnar en sagði hana snerta á nokkrum þáttum deilunnar. Þetta sé eitthvað sem samninganefndin telji þess eðlis að mikilvægt sé að fara betur yfir.
„Ég tel að við séum betur sett eftir daginn í dag,“ sagði Páll í samtali við fréttastofu. „Við erum að vinna í málinu en hvort að það dugar það kemur svo í ljós.“
Formaður samninganefndar BHM: "Erum betur sett eftir daginn í dag“

Tengdar fréttir

Skortur á samtali skýrir viðræðuhnút
Engin sátt er um að rétta bara hlut lægst launuðu hópa segir Ari Skúlason. Þeir tekjuhærri vilji ná sömu stöðu og fyrir hrun. Þorsteinn Pálsson segir rekstur þjóðarbúsins þurfa að vera samkeppnishæfan til að laun verði hér samkeppnishæf.

Styrktu verkfallssjóði BHM um 15 milljónir
Stéttarfélag í almannaþjónustu sýndi Bandalagi háskólamanna stuðning í verkfalli þeirra.

Verkfallsaðgerðir í gangi
Í dag er fertugasti og sjötti dagur í verkfallsaðgerðum þeirra BHM félaga sem lengst hafa verið í verkfalli.

Von á tillögu frá ríkinu í deilunum við BHM
Boðað hefur verið til fundar klukkan þrjú í dag í kjaradeilu háskólamanna og ríkisins.