Eurovision-teymið ekki á leið heim strax Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2015 11:06 „Núna er bara kærkomin hvíld,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar. Vísir/Stefán/Andri Marinó Eurovision-teymið sem fór út til Vínarborgar fyrir Íslands hönd verður sennilega áfram úti fram á sunnudag, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Sem kunnugt er, komst íslenska atriðið ekki áfram í úrslitakeppnina sem fer fram annað kvöld. „Þetta eru það fáir dagar sem eftir eru og það kostar það mikið bæði að breyta flugmiðum og hótelgistingu að ég held að við verðum bara hérna,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar á Íslandi, sem er með hópnum úti.Sjá einnig: „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ Hera segir að meðlimum hópsins standi til boða að snúa aftur heim fyrr en að hún viti ekki til þess að neinn ætli sér það. Dagurinn í dag fari í hvíld og frjálsan tíma og svo standi til að fara öll saman á lokakeppnina á morgun. „Nú getur maður bara horft á í ró og það er ekki sama stressið,“ segir Hera. „Ef við hefðum komist áfram, hefðum við í morgun strax farið upp í höll og það hefðu verið tvö rennsli í dag. Svo rennsli og úrslit á morgun. Þannig að núna er bara kærkomin hvíld.“Sjá einnig: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Hún segir að allir í hópnum séu með miða á keppninna á morgun og aðgangur þeirra baksviðs gildi enn, þó þau verði þá náttúrulega ekki með aðstöðu í tónleikahöllinni.@FelixBergsson: Íslensku keppendurnir verða í Vín fram á sunnudag en fá ekki meiri dagpeninga #lol #12stig pic.twitter.com/JA1HXkMFt8— Thury Bjork (@thurybjork) May 22, 2015 Á morgunverðarfundi Advania í morgun var Felix Bergsson, kynnir keppninnar, í myndbandsspjalli í beinni frá Austurríki. Sló Felix á létta strengi og sagði í gríni að Eurovision-teymið fengi ekki lengur dagpeninga eftir að Ísland datt úr keppni. Hera vill þó minnst segja um það hvort þau réttindi séu breytt. „Það er bara samkomulag milli okkar og hópsins,“ segir Hera. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar.“Sjá einnig: María þurfti að vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport Hópurinn sjálfur, sem er úti á vegum RÚV, telur alls um tuttugu manns. Hera segir að aðstandendur keppenda, sem dvelji ekki á sama hóteli og séu ekki úti á vegum RÚV, séu hátt í þrjátíu til viðbótar. „Það er bara yndislegt að hafa þau hérna, ég held að það hafi aldrei komið jafn margir aðstandendur með keppendum og núna,“ segir hún. Eurovision Tengdar fréttir Svíinn í leðurbuxunum: „Ónáttúrulegt að tveir menn vilji sofa saman“ Måns Zelmerlöw hefur í gegnum tíðina látið falla óvægin ummæli í garð samkynhneigðra. 22. maí 2015 10:00 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Ítalir loka Eurovision Röð keppenda í úrslitum Eurovision kunngerð. 22. maí 2015 08:34 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Eurovision-teymið sem fór út til Vínarborgar fyrir Íslands hönd verður sennilega áfram úti fram á sunnudag, líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Sem kunnugt er, komst íslenska atriðið ekki áfram í úrslitakeppnina sem fer fram annað kvöld. „Þetta eru það fáir dagar sem eftir eru og það kostar það mikið bæði að breyta flugmiðum og hótelgistingu að ég held að við verðum bara hérna,“ segir Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar á Íslandi, sem er með hópnum úti.Sjá einnig: „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ Hera segir að meðlimum hópsins standi til boða að snúa aftur heim fyrr en að hún viti ekki til þess að neinn ætli sér það. Dagurinn í dag fari í hvíld og frjálsan tíma og svo standi til að fara öll saman á lokakeppnina á morgun. „Nú getur maður bara horft á í ró og það er ekki sama stressið,“ segir Hera. „Ef við hefðum komist áfram, hefðum við í morgun strax farið upp í höll og það hefðu verið tvö rennsli í dag. Svo rennsli og úrslit á morgun. Þannig að núna er bara kærkomin hvíld.“Sjá einnig: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Hún segir að allir í hópnum séu með miða á keppninna á morgun og aðgangur þeirra baksviðs gildi enn, þó þau verði þá náttúrulega ekki með aðstöðu í tónleikahöllinni.@FelixBergsson: Íslensku keppendurnir verða í Vín fram á sunnudag en fá ekki meiri dagpeninga #lol #12stig pic.twitter.com/JA1HXkMFt8— Thury Bjork (@thurybjork) May 22, 2015 Á morgunverðarfundi Advania í morgun var Felix Bergsson, kynnir keppninnar, í myndbandsspjalli í beinni frá Austurríki. Sló Felix á létta strengi og sagði í gríni að Eurovision-teymið fengi ekki lengur dagpeninga eftir að Ísland datt úr keppni. Hera vill þó minnst segja um það hvort þau réttindi séu breytt. „Það er bara samkomulag milli okkar og hópsins,“ segir Hera. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar.“Sjá einnig: María þurfti að vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport Hópurinn sjálfur, sem er úti á vegum RÚV, telur alls um tuttugu manns. Hera segir að aðstandendur keppenda, sem dvelji ekki á sama hóteli og séu ekki úti á vegum RÚV, séu hátt í þrjátíu til viðbótar. „Það er bara yndislegt að hafa þau hérna, ég held að það hafi aldrei komið jafn margir aðstandendur með keppendum og núna,“ segir hún.
Eurovision Tengdar fréttir Svíinn í leðurbuxunum: „Ónáttúrulegt að tveir menn vilji sofa saman“ Måns Zelmerlöw hefur í gegnum tíðina látið falla óvægin ummæli í garð samkynhneigðra. 22. maí 2015 10:00 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Ítalir loka Eurovision Röð keppenda í úrslitum Eurovision kunngerð. 22. maí 2015 08:34 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Svíinn í leðurbuxunum: „Ónáttúrulegt að tveir menn vilji sofa saman“ Måns Zelmerlöw hefur í gegnum tíðina látið falla óvægin ummæli í garð samkynhneigðra. 22. maí 2015 10:00
María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45
Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. 21. maí 2015 22:12
„Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22