Nærmynd af Maríu: Var allt æfingatímabil Söngvaseiðs í gifsi á hækjum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2015 21:30 Heitasta stjarna Íslands og flytjandi framlags Íslendinga í Eurovision í ár er næm á tilfinningar annarra, traust vinkona, einlæg og yfirveguð samkvæmt vinum og ættingjum. Hér er að sjálfsögðu verið að lýsa engri annarri en Maríu Ólafsdóttur en hana ættu allir að þekkja í dag þrátt fyrir að hún hafi ekkert verið þekkt á síðasta ári. María var í nærmynd í Íslandi í Dag fyrr í kvöld. Nærmyndina má sjá í heild sinni hér að ofan.Lék Lovísu í Söngvaseiði þrátt fyrir fótbrotÞað kom vel í ljós hversu mikil keppnismanneskja María er þegar hún meiddist í upphafi æfinga á Söngvaseiði en lét það ekki slá sig útaf laginu. „Hún fékk hlutverk Lovísu en svo er æfingatímabilið nýbyrjað og þá fótbrotnar hún í íþróttum,“ segir Anna Hjálmarsdóttir, móðir Maríu. Í kjölfarið tók við dramatískt óvissutímabil þar sem María var ekki viss um að fá að halda áfram. En María fékk að halda hlutverkinu. „Hún fékk að halda áfram og var allt æfingatímabilið í gifsi og á tveimur hækjum.“ „Hún kunni öll lögin og öll danssporin,“ segir Ardís Ólöf Víkingsdóttir um systur sína Maríu en María kom með henni á æfingar hjá bílskúrsbandi systur sinnar. María stal senunni og söng í hvítan hurðastoppara. Í þættinum má sjá Maríu syngja í Vælinu í Verzlunarskólanum og í uppfærslu skólans á Draumi á Jónsmessunótt.Ekkert sem María getur ekki sungið„Hún er það góð að það er bókstaflega ekkert sem hún getur sungið,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, höfundur Unbroken, framlags Íslands í Eurovision í ár. Hann segir hana geta sungið rokk, blús og popp án þess að blikna. Í þættinum hér að ofan er ekki aðeins rætt um kosti hennar heldur einnig galla en María er ekki fullkomin frekar en nokkur annar.Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér. Eurovision Tengdar fréttir Fylgstu með dómararennslinu: „Krakkarnir eru ekkert stressaðir“ María kom veifandi inn á svið þegar Ísland var kynnt til leiks. 20. maí 2015 19:55 Ásgeir Orri: Fáránlega mikil orka í loftinu Maríu Ólafsdóttur var fagnað ákaft eftir generalprufuna í dag. Dómararennslið fer fram í kvöld. 20. maí 2015 16:01 Með einlægnina að leiðarljósi „Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og það er þessi einlægni og heiðarleiki sem María hefur til að bera sem ég held að muni skila henni miklu,“ segir Anna Hjálmarsdóttir, móðir Maríu Ólafsdóttur. 20. maí 2015 12:00 Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Heitasta stjarna Íslands og flytjandi framlags Íslendinga í Eurovision í ár er næm á tilfinningar annarra, traust vinkona, einlæg og yfirveguð samkvæmt vinum og ættingjum. Hér er að sjálfsögðu verið að lýsa engri annarri en Maríu Ólafsdóttur en hana ættu allir að þekkja í dag þrátt fyrir að hún hafi ekkert verið þekkt á síðasta ári. María var í nærmynd í Íslandi í Dag fyrr í kvöld. Nærmyndina má sjá í heild sinni hér að ofan.Lék Lovísu í Söngvaseiði þrátt fyrir fótbrotÞað kom vel í ljós hversu mikil keppnismanneskja María er þegar hún meiddist í upphafi æfinga á Söngvaseiði en lét það ekki slá sig útaf laginu. „Hún fékk hlutverk Lovísu en svo er æfingatímabilið nýbyrjað og þá fótbrotnar hún í íþróttum,“ segir Anna Hjálmarsdóttir, móðir Maríu. Í kjölfarið tók við dramatískt óvissutímabil þar sem María var ekki viss um að fá að halda áfram. En María fékk að halda hlutverkinu. „Hún fékk að halda áfram og var allt æfingatímabilið í gifsi og á tveimur hækjum.“ „Hún kunni öll lögin og öll danssporin,“ segir Ardís Ólöf Víkingsdóttir um systur sína Maríu en María kom með henni á æfingar hjá bílskúrsbandi systur sinnar. María stal senunni og söng í hvítan hurðastoppara. Í þættinum má sjá Maríu syngja í Vælinu í Verzlunarskólanum og í uppfærslu skólans á Draumi á Jónsmessunótt.Ekkert sem María getur ekki sungið„Hún er það góð að það er bókstaflega ekkert sem hún getur sungið,“ segir Ásgeir Orri Ásgeirsson, höfundur Unbroken, framlags Íslands í Eurovision í ár. Hann segir hana geta sungið rokk, blús og popp án þess að blikna. Í þættinum hér að ofan er ekki aðeins rætt um kosti hennar heldur einnig galla en María er ekki fullkomin frekar en nokkur annar.Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.
Eurovision Tengdar fréttir Fylgstu með dómararennslinu: „Krakkarnir eru ekkert stressaðir“ María kom veifandi inn á svið þegar Ísland var kynnt til leiks. 20. maí 2015 19:55 Ásgeir Orri: Fáránlega mikil orka í loftinu Maríu Ólafsdóttur var fagnað ákaft eftir generalprufuna í dag. Dómararennslið fer fram í kvöld. 20. maí 2015 16:01 Með einlægnina að leiðarljósi „Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og það er þessi einlægni og heiðarleiki sem María hefur til að bera sem ég held að muni skila henni miklu,“ segir Anna Hjálmarsdóttir, móðir Maríu Ólafsdóttur. 20. maí 2015 12:00 Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Fylgstu með dómararennslinu: „Krakkarnir eru ekkert stressaðir“ María kom veifandi inn á svið þegar Ísland var kynnt til leiks. 20. maí 2015 19:55
Ásgeir Orri: Fáránlega mikil orka í loftinu Maríu Ólafsdóttur var fagnað ákaft eftir generalprufuna í dag. Dómararennslið fer fram í kvöld. 20. maí 2015 16:01
Með einlægnina að leiðarljósi „Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og það er þessi einlægni og heiðarleiki sem María hefur til að bera sem ég held að muni skila henni miklu,“ segir Anna Hjálmarsdóttir, móðir Maríu Ólafsdóttur. 20. maí 2015 12:00